Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3743 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða nytjajurtir ræktuðu landsmenn frá landnámi fram til 20. aldar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða grænmeti & ávextir voru ræktuð hér (ef einhver) í það heila fyrir 20. öldina? Voru t.d. einhver grænmeti og/eða ávextir ræktuð hér á víkingaöld? Gera má ráð fyrir að landnemar hafi reynt að rækta nytjajurtir sem þeir könnuðust við. Í Skandinavíu og Bretlandseyjum var garð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur nafnið Lali yfir fjall við Hafravatn?

Einnig var spurt:Hvað merkir örnefnið Lali? Þetta er heiti á fjalli við Hafravatn. Ekki er ljóst hvað örnefnið Lali merkir. Nafnið virðist vera einstakt á Íslandi og á við fell norður af Hafrahlíð við Hafravatn í Mosfellsbæ. Fjallið (og e.t.v. nafnið) virðist vera þeim sem búa í Mosfellsbæ afar kært og var ski...

category-iconEfnafræði

Varð allt efnið í alheiminum til samstundis í Miklahvelli?

Efnisheimurinn á því formi sem hann er í dag varð ekki allur til í Miklahvelli (e. Big Bang). Hins vegar mynduðust grunneindir efnisins sem lágu til grundvallar myndun efnisheimsins, eins og við þekkjum hann í dag, á fyrstu sekúndubrotum eftir Miklahvell. Þessar grunneindir kallast öreindir. Hér á eftir verður þet...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju er brjóstakrabbamein kvenna svona algengt og hver eru meðferðarúrræðin?

Það er rétt að ein af algengustu dánarorsökum vegna krabbameins meðal kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku er brjóstakrabbamein. Í þessum heimshluta hefur tíðni sjúkdómsins farið vaxandi á undanförnum áratugum. Á árabilinu 2019-2023 greindust árlega að meðaltali 266 konur með brjósakrabbamein og að meðaltali létust 5...

category-iconTrúarbrögð

Hvert er almennt talið líklegasta banamein þeirra sem voru krossfestir?

Einnig var spurt:Hvernig fara krossfestingar fram? Er hægt að deyja af henni og hvernig gerist það þá? Hvernig var Jesús krossfestur? Í stuttu máli er banamein þeirra sem voru krossfestir ekki þekkt. Hafa verður í huga að heimildir okkar um krossfestingar – bæði fornleifar og ritaðar heimildir – eru fáar og rýr...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu mikið er um uppskafning í handritum Íslendingasagnanna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið er um uppskafning (palimpsest) í handritum Íslendingasagnanna? Hvað var brottskafið? Eitt Íslendingasagnahandrit er skrifað á endurnýtt bókfell eða uppskafning (palimpsest). Um er að ræða handrit með Njáls sögu sem ber safnmarkið GKS 2868 4to, en er oftast nefnt ...

category-iconMannfræði

Hvernig eru matur og matarvenjur Dana?

Menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur hafa lengi verið sterk og víða má sjá dönsk áhrif í samfélagi okkar. Það á ekki síst við um mataræði en ýmislegt sem ratar á borð Íslendinga er upphaflega komið frá Dönum. Allir kannast til að mynda við gula baunasúpu, hamborgarhrygg með stökkri puru, brúnaðar kartöflur, st...

category-iconHeimspeki

Hvað er markhyggja?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er markhyggja? Hvenær og af hverju varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? Markhyggja er í grófum dráttum hver sú kenning sem beitir tilgangsskýringum. Tilgangsskýringar eru útskýringarnar sem vísa til tilgangs eða ætlunar sem þáttar í orsakasamhengi. Þá er það sem...

category-iconTrúarbrögð

Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum upphaflega, hvert er það í dag? Hefur það alltaf verið það sama? Eins og iðulega er tilfellið með einfaldar spurningar, þá er ekki til neitt einfalt svar og það er ekki hægt að gefa eitt svar við þessari spurn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?

Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers vegna var list svona mikilvæg hjá Forngrikkjum?

List er að finna í öllum mannlegum samfélögum og alls staðar er listsköpun mikilvæg, ekki síður hjá Forngrikkjum en í nútímanum. En list er flókið hugtak og raunar er ef til vill ekki um eitt hugtak að ræða heldur mörg skyld hugtök. Hugum aðeins að því áður en lengra er haldið. Hvernig svo sem listin er skilgre...

category-iconJarðvísindi

Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?

Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað eru ástarbréf og er fólk hætt að senda þau?

Ástarbréf eru tjáning tilfinninga og sérstök bókmenntagrein. Eðli þeirra og orðfæri hefur breyst í tímans rás og tekur alltaf mið af stað og stund, það er að segja þeim tíma og því menningarlega samhengi sem elskendurnir búa í. Almennt séð eru ástarbréf mikilvægur liður í því að skapa tilfinningalega nánd, kvei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eru gen flutt milli lífvera, óháð skyldleika þeirra, samanber erfðabreytt matvæli?

Við flutning erfðaefnis milli tegunda notfæra menn sér oftast nær svonefndar genaferjur, en það eru annað hvort litlar hringlaga, tvíþátta DNA-sameindir sem nefnast plasmíð eða veirur sem hafa DNA fyrir erfðaefni. Plasmíð fyrirfinnast í flestum bakteríum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þau eftirmyndast sjál...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt fyrir mér Richterskvarðann?

Richterskvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Hann á rót sína að rekja til mælinga með stöðluðum skjálftamælum í staðlaðri fjarlægð frá upptökum skjálfta. Stigafjöldi skjálfta samkvæmt honum miðast við útslag eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er um leið grófur mælikvarði á orkuna sem lo...

Fleiri niðurstöður