Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 848 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er hýdroxíklórókín og gagnast það við COVID-19?

Hýdroxíklórókín er gamalt lyf sem er á markaði á Íslandi undir nafninu Plaquenil. Farið var að nota lyfið við malaríu upp úr 1950. Enn eldra náskylt lyf er klórókín sem kom á markað upp úr 1930 og er ekki á markaði hér. Þessi tvö lyf hafa svipaðar verkanir og eru, auk þess að gagnast við sumum tegundum malaríu, no...

category-iconVeðurfræði

Af hverju hefur hlýnandi loftslag þau áhrif að úrhellisrigning verður algengari?

Fyrir réttum tveim öldum (árið 1824) birti franski verkfræðingurinn Sadi Carnot (1796–1832) grundvallarrit um varmavélar og það afl sem fá má úr eldi (Réflexions sur la puissance motrice du feu et sur les machines propres à développer cette puissance).[1] Þetta rit lagði grunninn að nútíma varmafræði og á grund...

category-iconFélagsvísindi

Gátu neanderdalsmenn talað?

Það er mörgum vandkvæðum bundið að grafast fyrir um upphaf eins hverfuls og huglægs fyrirbæris og tungumáls, einkum og sér í lagi talaðs máls. Talmál kemur á undan ritmáli og er upphaf þess því, eðli málsins samkvæmt, hluti af forsögulegum tíma mannsins. Einnig tilheyrir talið, eða öllu heldur hljóðbylgjurnar, líð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru tvinntölurnar til í raun og veru?

Tölurnar sem við notum skiptast í mismunandi flokka eða mengi sem eru misgömul í hugmyndasögunni. Elstar eru þær sem við köllum náttúrlegar tölur: 1, 2, 3 og svo framvegis. Þær hafa vafalítið fylgt mönnum frá örófi alda. Löngu áður en sögur hófust hafa menn viljað lýsa fjölda ýmissa hluta kringum sig og notað til ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi?

Sandsteinn (í þröngum skilningi) er sjaldgæfur á Íslandi. Hann myndast við hörðnun sands. Bergið sem myndar yfirborð jarðar skiptist í þrjár deildir eftir uppruna sínum: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg hefur storknað úr glóandi bergkviku, setberg harðnað úr lausu seti, til dæmis leir og sand...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Hengil?

Hengilskerfið nær utan úr Selvogi norðaustur fyrir Þingvallavatn. Það er fimm til tíu kílómetra breitt, breiðast um Þingvallavatn, en mjókkar til suðvesturs. Lengd þess er 50-60 kílómetrar. Mjög dregur úr gosvirkni þegar kemur norður í vatnið, en misgengi og gjár halda áfram um það bil tíu kílómetra inn af innstu ...

category-iconTrúarbrögð

Hver var heilög Lúsía og hvenær var farið að halda Lúsíuhátíð?

Messudagur Lúsíu er 13. desember. Sagt er að Lúsía hafi verið efnuð kristin jómfrú suður á Sikiley um þrjúhundruð árum eftir Krists burð. Af henni eru ýmsar helgisagnir en tvær eru þekktastar. Önnur greinir svo frá að maður nokkur vildi giftast henni til fjár. Hún vildi hins vegar að hann giftist sér af ást og gaf...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá baráttunni um El Alamein?

Oft er talað um orrustuna við El Alamein eða jafnvel orrusturnar tvær en í raun voru þrjár meginorrustur háðar við El Alamein seinni hluta ársins 1942. Sú fyrsta var 30. júní - 17. júlí þegar samveldisherinn náði að stöðva sókn möndulveldanna inn í Egyptaland, önnur orrustan var dagana 31. ágúst - 3. september þe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær?

Mállýskumunur er lítill hér á landi ef hann er til dæmis borinn saman við nágrannamálin norrænu, ensku eða þýsku þar sem algengt er að menn skilji ekki hver annan ef þeir nota mállýskur sínar í samtali. Því er ekki til að dreifa hér á landi og þess vegna er því stundum haldið fram að íslenska sé án mállýskna. Ý...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr er skyldast mönnunum fyrir utan apa eða prímata?

Sennilega hafa prímatar (lat. Primata) komið fyrst fram fyrir um 60 milljónum ára, nokkrum milljónum ára eftir að risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu. Þessir frumstæðu apar voru mjög smávaxnir og líkamsbygging þeirra minnti á íkorna nútímans. Lífshættir þeirra voru einnig svipaðir og hjá íkornum. Í ýmsu voru f...

category-iconFélagsvísindi

Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?

Flestir munu verða sammála um það að merkustu leiðtogar breska Íhaldsflokksins á 20. öld hafi verið þau Winston Churchill (1874-1965) og Margrét Thatcher (f. 1925). Churchill sýndi hugrekki og staðfestu þegar hann tók við forystu Íhaldsflokksins og forsætisráðherraembættinu, þegar flest var Bretum mótdrægt vorið 1...

category-iconNæringarfræði

Hvað er makróbíótískt-fæði og er það æskilegt?

Makróbíótískt-fæði er að stofni til grænmetisfæði og samanstendur að miklu leyti af grófu kornmeti og fersku og elduðu grænmeti, en til eru frjálslegri útfærslur á því sem leyfa neyslu ávaxta, fiskmetis og fuglakjöts. Elstu heimildir um orðið makróbíótík (e. macrobiotics) er að finna í skrifum gríska læknisins...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig er fimmundarkerfið í tónlist?

Fimmundin er afar mikilvægt tónbil í tóntegundabundinni tónlist og eru fimmundatengsl skilgreind sem sterkasta samband á milli tveggja hljóma. Fimmundin er undirstöðutónbil í flestum hljómum og bassagangur í fimmundum er mjög algengur í tónlist. Dúr- og molltóntegundir eru skipulagðar í svokallaðan fimmundahrin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Til hvers hafa læknablóðsugur verið notaðar í nútíð og fortíð?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? má fræðast um nokkra þætti í líffræði læknablóðsugunnar (Hirudo medicinalis). Læknablóðsugan hefur lengi verið notuð til ýmissa læknismeðferða. Vitað er að Grikkirnir Þeókrítos and Níkandros sem uppi voru á 2....

category-iconEfnafræði

Af hverju lýsa sjálflýsandi armbönd og þess háttar?

Sjálflýsandi armbönd og ‘annað þess háttar’ byggja á efnahvörfum sem leiða til útgeislunar frá orkuríkum sameindum eða frumeindum. Slíkt nefnist hvarfljómun (e. chemiluminescence). Svonefnd útvermin (e. exothermic) efnahvörf valda orkumyndun jafnt sem nýmyndun efna. Dæmi um slík efnahvörf er til dæmis bruni...

Fleiri niðurstöður