Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1087 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hvenær var byrjað að setja skóinn út í glugga og hvaðan kemur sá siður?

Sá siður að setja skóinn út í glugga er margra alda gamall og tengist sögunni um heilagan Nikulás. Á 3. og 4. öld eftir Krist var uppi maður að nafni Nikulás. Hann er talinn fæddur árið 280 í borginni Patara í Lýkíu, þar sem nú er Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Barn að aldri missti hann foreldra sína og ólst þv...

category-iconVeðurfræði

Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma?

Í þessum texta er eingöngu fjallað um mælingar á mönnuðum veðurstöðvum. Sjálfvirkum mælingum fjölgar nú ört og er úrvinnsla þeirra hafin. Hærri gildi en nefnd eru hér að neðan hafa ekki fundist enn, en þar sem mælum er nú að fjölga í fjalllendi má búast við því að met af ýmsu tagi fari að bætast við. Sérstaklega v...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?

Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn?

Íslenski textinn sem sunginn er við breska þjóðsönginn God save the king (eða queen, eftir því hvers kyns þjóðhöfðinginn er hverju sinni), er Íslands minni eða Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841). Kvæðið orti Bjarni þegar hann var kornungur lagastúdent í Kaupmannahöfn í upphafi 19. aldar. Fyrs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla?

Hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síðastliðin tíu ár mun vera McLaren F1 sem sést hér að neðan. Vissulega má þó deila um hvað telst vera fjöldaframleiðsla, en einungis 100 bílar af þessari gerð voru framleiddir frá 1992 til 1998 þegar framleiðslu þeirra var hætt. Bíllinn er með 12 strokka og 627 hestafla...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða gjaldmiðill er á Grænlandi?

Gjaldmiðillinn í Grænlandi er dönsk króna og eru seðlar og mynt eins útlítandi og í Danmörku. Árið 2006 var samþykkt að gera sérstaka grænlenska útgáfu af seðlum en þeir hafa ekki enn farið í dreifingu. Gert er ráð fyrir að grænlensku seðlarnir verði komnir í notkun árið 2011, en jafnframt verður áfram hægt að not...

category-iconHugvísindi

Átti Hitler konu og börn?

Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er stinglax og finnst hann á Íslandsmiðum?

Stinglaxinn (Aphanopus carbo) er langvaxinn og þunnvaxinn fiskur sem getur orðið allt að 110 cm á lengd. Í riti Einars Jónssonar fiskifræðings, Íslenskir fiskar, segir hann svo um stinglaxinn:Hausinn er í meðallagi langur, en þunnur og frammjór og flatur að ofan. Neðri skoltur er framteygður og á honum er líti...

category-iconJarðvísindi

Hver er uppruni nafnsins Bárðarbunga?

Leiða má líkur að því að nafnið Bárðarbunga sé skylt Bárðargötu sem sagt er frá í Landnámabók. Landnámsmaðurinn Bárður Heyangurs-Bjarnason sem nam Bárðardal og dalurinn heitir eftir, taldi landkosti betri fyrir sunnan heiði vegna blíðari sunnanvinda en norðanvinda. Hann flutti sig búferlum yfir hálendið og fór „Vo...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu löng er „langa hríð“?

Í heild hljóðaði spurninginni svona:Getur orðtakið „langa hríð“ vísað til margra ára eða jafnvel áratuga í nútímaíslensku? Væntanlega hefur þetta átt við um nokkra daga í mesta lagi. Orðið hríð hefur margar merkingar og meðal þeirra er merkingin ‘tímaskeið, stund, lota’. Það þekkist einnig í öðrum Norðurlandam...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum?

Eldingar myndast þegar rafstraumur hleypur snögglega milli tveggja staða með ólíka rafhleðslu, til dæmis skýs og jarðar eða tveggja mismunandi staða í skýi. Straumhöggið skapar hljóðhögg sem við köllum þrumu. Í gosmekki frá eldfjalli er gífurlegt umrót í loftinu. Heit kvika streymir upp í gígopið og hluti henna...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju er sykursýki tiltölulega óalgeng á Íslandi?

Tíðni sykursýki er mjög lág á Íslandi einkum hjá íslenskum konum. Þekktir erfðaþættir skýra ekki þennan mun því þeir eru svipaðir og annars staðar. Hár þyngdarstuðull er áhættuþáttur sykursýki en fólk á Íslandi hefur hærri þyngdarstuðul en flestir Evrópubúar. Ólíklegt er að hreyfing sé meiri hér en annars staðar í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær rofnaði Madagaskar frá meginlandi Afríku?

Í eina tíð var Madagaskar lítill hluti af stór-meginlandinu Pangæu (Al-landi), þar sem að því lágu Afríka, Suðurskautslandið og Indland. Á júratíma, fyrir um 160 milljón árum (m.á.), klofnaði Pangæa í tvö meginlönd, Gondwana í suðri og Lárasíu í norðri. Madagaskar ásamt aðlægum löndum var hluti af Gondwana, en sne...

category-iconJarðvísindi

Af hverju kemur aska frá eldfjalli?

Eldgos er náttúrleg aðferð jarðarinnar til að losna við varma sem er annars vegar af völdum geislavirkra efna í jörðinni og hins vegar frá jarðkjarnanum. Hægt er að lesa meira um af hverju eldgos verða í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvað er eldgos? Gosaska myndast þegar glóandi kvika eða bergbr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?

Það rignir ekki alltaf þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Aftur á móti gerist það mjög oft á Íslandi. Ástæðan er sú að hlýir loftmassar sem berast til Íslands koma að sjálfsögðu af hafi og draga til sín raka á leiðinni til landsins. Þegar hlýr og rakur loftmassinn mætir kaldari loftmassa er hann þvingaður t...

Fleiri niðurstöður