Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 829 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig er best að kenna íslenska málfræði?

Áður en þessari spurningu er svarað þarf fyrst að átta sig á því hvað á að kenna og til hvers. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er markmið íslenskukennslu meðal annars að „fræða um mál og bókmenntir og ... efla færni í málnotkun“ og svipað á við um framhaldsskólann. Spurningin er þá hvernig málfræðikennsla tengist ...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar lyf á að hafa læknað Bandaríkjaforseta af COVID-19?

Bandaríkjaforseti mun hafa verið meðhöndlaður með tilraunalyfinu REGN-COV2 en hann fékk líka annars konar meðferð. Samkvæmt bestu heimildum var hann líka meðhöndlaður með remdesivír sem farið er að nota við COVID-19 með nokkuð góðum árangri. Hann mun einnig hafa fengið barkstera sem er einnig farið að gefa illa ve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er aðgangur annarra að tölvupósti milli manna?

Höfundur þessa svars er ekki sérfróður um tölvur en hefur hins vegar fjölbreytta reynslu sem almennur tölvunotandi í aldarfjórðung eða svo. Í samræmi við þetta er megináherslan í svarinu lögð á sjónarhorn hins almenna notanda, áhrif hans á feril tölvupóstsins og þær stillingar sem hann getur sett inn samkvæmt eigi...

category-iconStærðfræði

Hvað er talnalæsi?

Talnalæsi er glöggskyggni á tölur sem koma fyrir í hversdagslegu lífi og færni í meðferð talna. Talnalæsi er ekki háð því að hafa lært mjög mikið í stærðfræði heldur að hafa sjálfstraust til að nýta kunnáttuna vel. Talnalæsi kemur meðal annars við sögu í meðferð fjármuna, og mælingu á tíma, lengd, fjarlægð, rými o...

category-iconStærðfræði

Albert Einstein sannaði einhvern veginn að 2+2 væru 5 - hvernig stenst það?

Þetta er ekki alvörumál. Hægt er að "sanna" næstum hvað sem er, þannig að lesandi láti blekkjast, með því að gera villur sem menn koma ekki endilega auga á í fyrstu atrennu. Í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Hvernig er hægt að sanna að 1=2? var "sannað" að 1=2. Ef sú fullyrðing væri rét...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi?

Það má kalla það erfðagalla þegar arfgeng breyting á erfðaefni veldur truflun á líkamsþroska eða líkamsstarfsemi. Þegar um mjög skaðlega truflun á starfsemi er að ræða er gjarnan talað um sjúkdóm, en sé truflunin lítil eða hafi hún áhrif á líkamsvöxt eða þroska líkamshluta er oft viðeigandi að tala frekar um hana ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?

Síbírískir eskimóahundar (e. Siberian husky) eru óvenju harðgerðir vinnuhundar upprunnir frá Síberíu. Þeir eru allstórir og loðnir með sperrt eyru og hringaða rófu. Þetta ræktunarafbrigði er ættað frá Chuchki-þjóðflokknum í norðaustur Síberíu sem notuðu hundana aðallega til að draga sleða. Síbírískir eskimóahundar...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru endurhverf viðskipti?

Endurhverf viðskipti felast í því að selja einhverja eign og semja um leið um að kaupa hana aftur síðar. Frá sjónarhóli þess sem kaupir hefur hann þá um leið samið um að selja eignina upphaflega seljandanum aftur síðar. Þetta kunna að virðast undarlegir viðskiptahættir en í reynd má líta á svona sölu og kaup sí...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er munurinn á krafti og orku?

Kraftur er það þegar einn hlutur verkar á annan og leitast við að breyta hreyfingu hans, ýta honum úr stað ef hann er kyrrstæður eða breyta hraða hans ef hann er á ferð. Kraftur getur framkvæmt vinnu sem kallað er. Það gerist ef átakspunktur kraftsins færist til. Í einföldum dæmum er vinnan einfaldlega krafturi...

category-iconLögfræði

Hvað er gerðardómur og hvaða hlutverki gegnir hann?

Gerðardómur er eitt af þeim úrræðum sem mönnum standa til boða utan hins hefðbundna dómstólakerfis. Ákveða má með samkomulagi að skjóta ágreiningi milli aðila í gerð. Niðurstaða slíks gerðardóms er bindandi fyrir aðila og ekki má fara með slíkt mál fyrir dómstóla. Sé það gert ber að vísa málinu frá dómi, komi fram...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru um það bil margir vísindamenn á Íslandi?

Til að geta fundið eitthvert svar við spurningunni þarf að kunna skil á því hvað séu vísindi. Hugtakið 'vísindi' þýðir 'þekking' eða 'kunnátta'. Webster's New Collegiate Dictionary skilgreinir vísindi að sama skapi sem „þekkingu sem aflað er með rannsóknum eða reynslu [e. study or practice]“. Því má gera ráð fyrir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Gullfoss þessu nafni ef það er ekkert gull í honum?

Óhætt er að segja að Gullfoss sé frægastur allra fossa á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Gullfoss er ein af helstu náttúruperlum Íslands og hefur verið friðlýstur frá árinu 1979. Gullfoss er ein af náttúruperlum Íslands. Eftir því sem ég kemst næst hefur Gullfoss fengið nafn sitt sökum þess að glampað get...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er grasið grænt?

Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar sólarljósið fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður litnum á hlutnum. Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?

Þetta er góð spurning og umhugsunarverð. Við lifum hér á yfirborði jarðar, göngum þar um og höfum nóg af lofti kringum okkur; fuglarnir geta meira að segja notað sér loftið til að halda sér uppi á flugi. En þetta er ekki svona við nærri allar reikistjörnur i sólkerfinu eða í alheiminum. Í fyrsta lagi eru stóru...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er frelsisstyttan í New York há?

Frelsisstyttan er 93 m að hæð að efsta toppi kyndilsins. Þar er þá meðtalinn bæði grunnurinn (stjarnan) og stallurinn sem hún stendur á. Styttan sjálf er hins vegar 46 m að hæð, það er frá stallinum að hæsta punkti. Styttan sjálf vegur um 204 tonn, en stallurinn sem hún stendur á er hins vegar um 24.500 tonn að...

Fleiri niðurstöður