Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 881 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er heilalömun?

Heilalömun (e. cerebral palsy) er hugtak sem nær yfir flokk taugafræðilegra kvilla sem koma fram við fæðingu eða snemma í bernsku og hafa varanleg áhrif á líkamshreyfingar og samhæfingu vöðva en versna ekki með tímanum. Þótt heilalömun hafi áhrif á hreyfingar vöðva stafar hún ekki af vandamálum í vöðvum eða taugum...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?

Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er ISIS?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ISIS, hver eru markmið þeirra og af hverju? ISIS (skammstöfun á enska heitinu Islamic State in Iraq and Syria eða Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi) eru tiltölulega ný samtök sem starfa fyrst og fremst í Írak og Sýrlandi eins og nafnið gefur til kynna. Þau eru þó einnig...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Múhameð?

Múhameð (Muhammad Ibn Abdullah: Múhameð sonur Abdullah) er talinn hafa fæðst árið 570 samkvæmt okkar tímatali, í markaðsborginni Mekka á Arabíuskaga (í Hejaz). Abdullah, faðir Múhameðs, dó þegar Aminah, móðir Múhameðs, var komin tvo mánuði á leið. Afi Múhameðs varð verndari drengsins eftir fæðingu, en hann lést þe...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?

Ísland er byggt upp af kviku er streymt hefur úr möttli jarðar undanfarnar ármilljónir. Núverandi yfirborð ofan sjávarmáls hefur að geyma jarðlög og sögu eldvirkni á Íslandi síðustu 17 milljónir ára. Yngstu jarðmyndanir Íslands eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015. Eldgos er ekki bara eldgos, heldur síbreytile...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru ekki haldin jól í sumum löndum?

Stutta svarið við spurningunni er að jól eins og við þekkjum þau eru yfirleitt ekki haldin þar sem önnur trú en kristni er ríkjandi. Jólin eru ein helsta hátíð kristinna manna. Inntak jóla er að minnast fæðingar Jesú Krists og því er eðlilegt að þeim sé fyrst og fremst fagnað þar sem kristin trú er ríkjandi. Re...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi?

Sandsteinn (í þröngum skilningi) er sjaldgæfur á Íslandi. Hann myndast við hörðnun sands. Bergið sem myndar yfirborð jarðar skiptist í þrjár deildir eftir uppruna sínum: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg hefur storknað úr glóandi bergkviku, setberg harðnað úr lausu seti, til dæmis leir og sand...

category-iconHagfræði

Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða langtímaáhrif hefur aðflutningur fólks á hagkerfi? Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? er aðeins litið til samtímatekna og samtímaútgjalda en ekki reynt að meta langtímaáhrif aðflutnings fólks á fjármál hins opin...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?

Áreiðanlegustu upplýsingarnar um dýpi á kviku í jarðskorpunni fást með samtúlkun staðsetningu jarðskjálfta við nákvæmar landmælingar og líkanagerð til að túlka mælingarnar. Kvika verður til við hlutbráðnun í möttlinum. Kvikan er eðlisléttari en berg og leitar því upp í átt að yfirborði jarðar. Á Íslandi eru eld...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta letidýr?

Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á nýju skilti fyrir neðan golfvöllinn á Korpúlfsstöðum er örnefnið Gorvík, tengist það virkilega slátrun dýra?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Nýlega var sett upp skilti með nafninu "Gorvík" við víkina sem liggur milli Geldinganess og Blikastaðaness (fyrir neðan golfvöllinn við Korpúlfsstaði). Er eitthvað vitað um uppruna þessa örnefnis? Ég veit að "gor" þýðir hálfmelt fæða úr innyflum dýra. Hefur örnefnið þá einhverja t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnið á fossinum Glanna?

Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju er grjótið á Mars rautt?

Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu og að hvaða leyti er hafsvæðið frábrugðið hér við land en á svipuðum breiddargráðum? Það sem helst ræður þeim þörungablóma sem verður á grunnsævinu við landið og öðrum svæðum í Norðaustur-Atlantshafi og sambæril...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?

Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson. Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin e...

Fleiri niðurstöður