Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ísland er byggt upp af kviku er streymt hefur úr möttli jarðar undanfarnar ármilljónir. Núverandi yfirborð ofan sjávarmáls hefur að geyma jarðlög og sögu eldvirkni á Íslandi síðustu 17 milljónir ára. Yngstu jarðmyndanir Íslands eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015. Eldgos er ekki bara eldgos, heldur síbreytileg ferli er stjórna risi kviku upp til yfirborðs og dreifingu hennar á yfirborði jarðar. Ísland er um margt merkilegt ef litið er til eldvirkni, hvergi á jörðinni finnst jafn mikil breidd í gerð eldfjalla og eldgosa en hér á landi.

Ferli er stjórna risi á kviku, hreyfingum hennar í iðrum jarðar, dreifingu á yfirborði og hættum er stafa að samfélögum manna hafa verið helstu viðfangsefni Ármanns. Áherslur í rannsóknum Ármanns beinast að því að safna upplýsingum um eldfjöll og eldgos þannig að betur megi skilja eðli einstakra eldfjalla. Ásamt samstarfsfólki við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur hann komið að vöktun eldgosa og umbrota undanfarin aldarfjórðung, meðal annars leitt vettvangsrannsóknir í eldgosunum Heklu 2000, Eyjafjallajökli 2010, Grímsvötnum 2011 og Bárðarbungu og Holuhrauni 2014-2015.

Ferli er stjórna risi á kviku, hreyfingum hennar í iðrum jarðar, dreifingu á yfirborði og hættum er stafa að samfélögum manna hafa verið helstu viðfangsefni rannsókna Ármanns.

Ármann stundar einnig rannsóknir á eldfjallaeyjunum Jan Mayen og Tenerife, Grænhöfðaeyjum og Azoreyjum, rannsóknirnar snúa að eðli þeirrar eldvirkni er þar viðgengst og hættum er af þeim stafar. Þá hefur Ármann unnið við eldfjallarannsóknir í Mexíkó, Síle, Indónesíu, Auvergne-héraði í Frakklandi og á Reunion-eyju í Indlandshafi.

Samhliða rannsóknum á eldvirkni Íslands hefur Ármann stundað umfangsmiklar rannsóknir á flekamótum í Norður-Atlandshafi, frá Bight-þverbrotabeltinu í suðri, norður Reykjaneshrygg og tengsl þessara flekamóta við Ísland.

Ármann er fæddur 1960. Hann lærði jarðfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BS-prófi og 4-árs prófi. Að því loknu starfaði hann sem styrkþegi hjá Norrænu eldfjallastöðinni við rannsóknir á móbergi í Dyngjufjöllum og Öskju. Síðan fór hann til Universite Blaise Pascal, Clermont-Ferrand í Frakklandi og lauk MS-gráðu árið 1989 og síðar doktorsgráðu árið 1992. Doktorsverkefni Ármanns sneri að eldvirkni í eldfjallinu Pico De Orizaba í Mexíkó. Að loknu doktorsprófi fór Ármann til Háskólans í Bristol, Englandi og starfaði þar sem nýdoktor með styrk frá Marie Curie-áætlun Evrópusambandsins til 1995. Á þessum árum vann Ármann við rannsóknir á varmaskiptum í eldgosum undir jöklum og mikilvægi kvikuvatns í íslenskum eldfjöllum. Eftir heimkomu hefur Ármann starfað hjá Norrænu eldfjallastöðinni, Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum, Náttúrufræðistofnun Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans frá 2004 og fram til dagsins í dag. Ármann sat í háskólaráði 1999-2004, var heiðurskonsúll fyrir Frakkland í Vestmannaeyjum 2000-2002, formaður Jarðfræðafélags Íslands 2002-2004, sat sem varaþingmaður á Alþingi Íslendinga árið 2001 og 2002.

Meðal stærri verkefna sem Ármann hefur tekið þátt í að leiða, eru rannsóknir í Vestmannaeyjum og á hafsbotni umhverfis Ísland, rannsóknir fjármagnaðar af vísindasjóði Bandaríkjanna á Reykjaneshrygg, 2007, 2013 og 2019 og rannsóknir og hönnun áhættumats vegna eldfjallaeyja fjármagnað af almannavarnaáætlun Evrópusambandsins.

Ármann hefur birt margar greinar um rannsóknir sínar í alþjóðlegum tímaritum í samvinnu við fjölmarga samstarfsaðila, innanlands og utan. Hann hefur leiðbeint meistara- og doktorsnemum við Háskóla Íslands, Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Bergen, Háskólann í Stokkhólmi og Háskólann í Bristol.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

6.5.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2019, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77471.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 6. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77471

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2019. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77471>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?
Ísland er byggt upp af kviku er streymt hefur úr möttli jarðar undanfarnar ármilljónir. Núverandi yfirborð ofan sjávarmáls hefur að geyma jarðlög og sögu eldvirkni á Íslandi síðustu 17 milljónir ára. Yngstu jarðmyndanir Íslands eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015. Eldgos er ekki bara eldgos, heldur síbreytileg ferli er stjórna risi kviku upp til yfirborðs og dreifingu hennar á yfirborði jarðar. Ísland er um margt merkilegt ef litið er til eldvirkni, hvergi á jörðinni finnst jafn mikil breidd í gerð eldfjalla og eldgosa en hér á landi.

Ferli er stjórna risi á kviku, hreyfingum hennar í iðrum jarðar, dreifingu á yfirborði og hættum er stafa að samfélögum manna hafa verið helstu viðfangsefni Ármanns. Áherslur í rannsóknum Ármanns beinast að því að safna upplýsingum um eldfjöll og eldgos þannig að betur megi skilja eðli einstakra eldfjalla. Ásamt samstarfsfólki við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur hann komið að vöktun eldgosa og umbrota undanfarin aldarfjórðung, meðal annars leitt vettvangsrannsóknir í eldgosunum Heklu 2000, Eyjafjallajökli 2010, Grímsvötnum 2011 og Bárðarbungu og Holuhrauni 2014-2015.

Ferli er stjórna risi á kviku, hreyfingum hennar í iðrum jarðar, dreifingu á yfirborði og hættum er stafa að samfélögum manna hafa verið helstu viðfangsefni rannsókna Ármanns.

Ármann stundar einnig rannsóknir á eldfjallaeyjunum Jan Mayen og Tenerife, Grænhöfðaeyjum og Azoreyjum, rannsóknirnar snúa að eðli þeirrar eldvirkni er þar viðgengst og hættum er af þeim stafar. Þá hefur Ármann unnið við eldfjallarannsóknir í Mexíkó, Síle, Indónesíu, Auvergne-héraði í Frakklandi og á Reunion-eyju í Indlandshafi.

Samhliða rannsóknum á eldvirkni Íslands hefur Ármann stundað umfangsmiklar rannsóknir á flekamótum í Norður-Atlandshafi, frá Bight-þverbrotabeltinu í suðri, norður Reykjaneshrygg og tengsl þessara flekamóta við Ísland.

Ármann er fæddur 1960. Hann lærði jarðfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BS-prófi og 4-árs prófi. Að því loknu starfaði hann sem styrkþegi hjá Norrænu eldfjallastöðinni við rannsóknir á móbergi í Dyngjufjöllum og Öskju. Síðan fór hann til Universite Blaise Pascal, Clermont-Ferrand í Frakklandi og lauk MS-gráðu árið 1989 og síðar doktorsgráðu árið 1992. Doktorsverkefni Ármanns sneri að eldvirkni í eldfjallinu Pico De Orizaba í Mexíkó. Að loknu doktorsprófi fór Ármann til Háskólans í Bristol, Englandi og starfaði þar sem nýdoktor með styrk frá Marie Curie-áætlun Evrópusambandsins til 1995. Á þessum árum vann Ármann við rannsóknir á varmaskiptum í eldgosum undir jöklum og mikilvægi kvikuvatns í íslenskum eldfjöllum. Eftir heimkomu hefur Ármann starfað hjá Norrænu eldfjallastöðinni, Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum, Náttúrufræðistofnun Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans frá 2004 og fram til dagsins í dag. Ármann sat í háskólaráði 1999-2004, var heiðurskonsúll fyrir Frakkland í Vestmannaeyjum 2000-2002, formaður Jarðfræðafélags Íslands 2002-2004, sat sem varaþingmaður á Alþingi Íslendinga árið 2001 og 2002.

Meðal stærri verkefna sem Ármann hefur tekið þátt í að leiða, eru rannsóknir í Vestmannaeyjum og á hafsbotni umhverfis Ísland, rannsóknir fjármagnaðar af vísindasjóði Bandaríkjanna á Reykjaneshrygg, 2007, 2013 og 2019 og rannsóknir og hönnun áhættumats vegna eldfjallaeyja fjármagnað af almannavarnaáætlun Evrópusambandsins.

Ármann hefur birt margar greinar um rannsóknir sínar í alþjóðlegum tímaritum í samvinnu við fjölmarga samstarfsaðila, innanlands og utan. Hann hefur leiðbeint meistara- og doktorsnemum við Háskóla Íslands, Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Bergen, Háskólann í Stokkhólmi og Háskólann í Bristol.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...