Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4352 svör fundust
Hvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt?
Saltnámur eru uppgufunarset, það er að segja set sem verður til við það að vatn gufar upp og efni sem voru uppleyst í því falla til botns. Saltnámurnar myndast nánar tiltekið við uppgufun úr heitum innhöfum sem og úr stöðuvötnum þar sem uppgufun er jöfn innstreymi í vatnið eða hraðari. Dæmi um hið síðarnefnda eru ...
Hvenær varð fyrsta hjólabrettið til?
Hjólabretti eiga sér frekar langa sögu og eru sennilega töluvert eldri en flestir gera sér grein fyrir. Fljótlega upp úr aldamótunum 1900 mátti sjá farartæki sem samanstóðu af einföldum planka með gömlum hjólaskautahjólum festum undir. Þessi frumstæðu bretti mætti segja að væru forverar eiginlegra hjólabretta. ...
Sum lönd gefa eyðslu bíla upp í kílómetrum á lítra, er til formúla til að breyta því í lítra á 100 km?
Svarið er já, þessi formúla er til og hún er frekar einföld:(fjöldi lítra á 100 km) = 100/(fjöldi kílómetra á lítra)Ef bíllinn fer til dæmis 20 km á lítranum þá eyðir hann 100/20 = 5 lítrum á hundraðið. Jöfnuna má líka nota aftur á bak. Ef bíll eyðir til að mynda 12,5 lítrum á hundraði þá fer hann 100/12,5 = 8 km ...
Hvað borðaði Jesús fyrst ekki voru til pitsur og hamborgarar?
Við getum verið nokkuð viss um að Jesús borðaði ekki pitsur, allavega ekki eins og þær sem við þekkjum í dag með sósu úr tómötum og osti ofan á og kannski einhverju öðru áleggi. Þannig pitsur komu líklega ekki til sögunnar fyrr en á 18. öld eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaðan kemur pitsan? Hins vega...
Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?
Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi. Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þ...
Hvernig skrifa ég nafnið mitt á arabísku, mongólsku og rúnaletri?
Vísindavefnum berast stundum spurningar um það hvernig eigi að umrita nöfn eða orð á öðru stafrófi. Hér eru dæmi um nokkrar spurningar af þessu tagi: Hvernig skrifa ég Bergur Bjarki Ingason á arabísku? Hvernig á ég að skrifa nafnið mitt á rúnaletri? Hvernig á að umrita íslensk orð á devanagari-stafrófi? Getið ...
Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?
Haustfeti (Operophtera brumata) er fiðrildategund af ætt feta (Geometridae). Í Evrópu er útbreiðsla hans frá Miðjarðarhafi til nyrstu slóða Skandinavíu, austur um Asíu norðan fjallgarðanna miklu til Japans. Auk þess er hann innfluttur til Nova Scotia í Kanada. Á Íslandi finnst hann um sunnanvert landið frá Borgar...
Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?
Kortið hér að neðan sýnir Gondvana (áður Gondvanaland), en svo eru nefnd meginlönd suðurhvels sem mynduðu eina heild frá 510 til 180 milljón árum – nefnilega nánast frá upphafi fornlífsaldar til miðrar miðlífsaldar (sjá jarðfræðitöfluna hér fyrir neðan). Meginlönd norðurhvels mynduðu Lárasíu, og um skeið, frá upph...
Í hvaða fæðutegundum eru flókin kolvetni og í hvaða fæðutegundum eru einföld kolvetni?
Kolvetni finnast nær eingöngu í fæðutegundum sem eru úr jurtaríkinu. Eina kolvetnið úr dýraríkinu sem við borðum er svolítið af glýkógeni sem hefur stundum verið kallað dýramjölvi eða dýrasterkja á íslensku. Hér er um að ræða flókið kolvetni sem finnst í svolitlu magni í vöðvum og lifur og er orkuforði dýra. Við m...
Hver var Niccolò Machiavelli?
Niccolò Machiavelli er talinn vera einn helsti hugsuður endurreisnarinnar á Ítalíu. Hann fæddist í Flórens árið 1469 á þeim tíma sem borgin var að festa sig í sessi sem miðstöð menningar og viðskipta á Ítalíu. Hann starfaði sem embættismaður en þótti einnig ljómandi gott skáld og eru sum verka hans talin vera með ...
Eru til rök fyrir því að ég sé ekki sveppur?
Vísindavefnum berast ósjaldan tilvistarspurningar frá lesendum. Kjarni flestra þeirra er spurningin: Hver er ég? Sumir eru reyndar áttavilltari en aðrir og vilja fá aðstoð Vísindavefsins við að svara spurningunni Hvar á ég heima? Angistarfyllstu lesendurnir kalla einfaldlega: Hvar er mamma? Öllum þessum spurningum...
Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?
Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...
Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?
Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...
Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur?
Engum sögum fer af neinu bókasafni í persónulegri eigu Alexanders mikla. Á hans tíma var sennilega merkasta bókasafn heims einkabókasafn Aristótelesar, kennara hans. Þegar á fimmtu öld f.Kr. var orðinn til markaður fyrir bókasölu í Aþenu og hægt að fá þar ódýrar bækur. Eflaust hafa sumir eignast fleiri bækur en...
Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?
Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...