Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?

Rannveig Magnúsdóttir

Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum lengra en Ísland frá austri til vesturs og breidd þess er að jafnaði um 1,6-10 kílómetrar. Á regntímanum getur breidd fljótsins aukist margfalt og jafnvel farið yfir 48 km. Vatnasvið Amasonfljótsins er það stærsta í heimi og það nær yfir um 40% af allri Suður-Ameríku. Í Amasonfljóti er um fimmtungur af öllu rennandi vatni á jörðinni. Fljótið rennur að mestu leyti í gegnum Brasilíu en hluti af vatninu er upprunnið úr ám í Perú, Ekvador, Kólumbíu og Venesúela.

Meira en þriðjungur allra tegunda í heiminum finnast í Amasonregnskóginum. Skógurinn er alls um 5,5 milljón km2 að stærð, eða um 30% af flatarmáli Suður-Ameríku. Langstærsti hluti hans er í Brasilíu. Í skóginum er afar fjölbreytt dýralíf og samkvæmt World Wildlife Fund er þar að að finna um 427 tegundir spendýra (mest nagdýr og leðurblökur), 1300 fuglategundir, 427 tegundir froskdýra, 378 skriðdýrategundir og 3000 tegundir fiska. Þessar tölur blikna í samanburði við hryggleysingjana en talið er að í Amasonregnskóginum finnist milljónir tegunda hryggleysingja. Í Brasilíu hefur um 100.000 tegundum hryggleysingja verið lýst af vísindamönnum og talan vex með ári hverju. Sumir vísindamenn telja að um 30% lífmassa Amasonregnskógarins séu maurar. Svo má ekki gleyma regnskóginum sjálfum, talið er að hann samanstandi af um 40.000 tegundum plantna.

Vatnasvið Amasonsfljótsins nær yfir um 40% af allri Suður-Ameríku. Myndin sýnir hluta Amasonárinnar og er tekin úr gervihnetti.

Það sem er merkilegt við dýralífið í Amasonregnskóginum er hve fjölbreytt það er. Flestar tegundirnar finnast hvergi annars staðar og eru því einlendar. Þegar skógur er hogginn, tapast ekki bara trén sjálf heldur mest allt dýralífið. Nú þegar eru margar tegundir í Amasonregnskóginum í bráðri útrýmingarhættu og því er nauðsynlegt að stöðva regnskógareyðinguna sem á sér þar stað. Að auki hefur eyðilegging Amasonregskógarins og vatnasviðs hans mjög neikvæð áhrif á loftslag á jörðinni.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

15.10.2013

Spyrjandi

Alex Máni Guðríðarson, f. 1997

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?“ Vísindavefurinn, 15. október 2013. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65996.

Rannveig Magnúsdóttir. (2013, 15. október). Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65996

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2013. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65996>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?
Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum lengra en Ísland frá austri til vesturs og breidd þess er að jafnaði um 1,6-10 kílómetrar. Á regntímanum getur breidd fljótsins aukist margfalt og jafnvel farið yfir 48 km. Vatnasvið Amasonfljótsins er það stærsta í heimi og það nær yfir um 40% af allri Suður-Ameríku. Í Amasonfljóti er um fimmtungur af öllu rennandi vatni á jörðinni. Fljótið rennur að mestu leyti í gegnum Brasilíu en hluti af vatninu er upprunnið úr ám í Perú, Ekvador, Kólumbíu og Venesúela.

Meira en þriðjungur allra tegunda í heiminum finnast í Amasonregnskóginum. Skógurinn er alls um 5,5 milljón km2 að stærð, eða um 30% af flatarmáli Suður-Ameríku. Langstærsti hluti hans er í Brasilíu. Í skóginum er afar fjölbreytt dýralíf og samkvæmt World Wildlife Fund er þar að að finna um 427 tegundir spendýra (mest nagdýr og leðurblökur), 1300 fuglategundir, 427 tegundir froskdýra, 378 skriðdýrategundir og 3000 tegundir fiska. Þessar tölur blikna í samanburði við hryggleysingjana en talið er að í Amasonregnskóginum finnist milljónir tegunda hryggleysingja. Í Brasilíu hefur um 100.000 tegundum hryggleysingja verið lýst af vísindamönnum og talan vex með ári hverju. Sumir vísindamenn telja að um 30% lífmassa Amasonregnskógarins séu maurar. Svo má ekki gleyma regnskóginum sjálfum, talið er að hann samanstandi af um 40.000 tegundum plantna.

Vatnasvið Amasonsfljótsins nær yfir um 40% af allri Suður-Ameríku. Myndin sýnir hluta Amasonárinnar og er tekin úr gervihnetti.

Það sem er merkilegt við dýralífið í Amasonregnskóginum er hve fjölbreytt það er. Flestar tegundirnar finnast hvergi annars staðar og eru því einlendar. Þegar skógur er hogginn, tapast ekki bara trén sjálf heldur mest allt dýralífið. Nú þegar eru margar tegundir í Amasonregnskóginum í bráðri útrýmingarhættu og því er nauðsynlegt að stöðva regnskógareyðinguna sem á sér þar stað. Að auki hefur eyðilegging Amasonregskógarins og vatnasviðs hans mjög neikvæð áhrif á loftslag á jörðinni.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:...