Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve margar dýrategundir eru til í Amasonregnskóginum?

Jón Már Halldórsson

Rauði-ari (Ara macao) er ein þeirra fjölmörgu fuglategunda sem eiga sér heimkynni í Amasonskógunum.

Regnskógar eru tegundaríkustu vistkerfi jarðar og Amasonregnskógarnir eru tegundaríkustu regnskógar jarðar. Rannsóknir hafa sýnt að þetta mikla skóglendi sem nær yfir stóran hluta Brasilíu, Kólumbíu, Venesúela, Perú og Ekvador er mun tegundaríkara en regnskógar Mið-Afríku og Suður-Asíu. Spyrjandi veltir fyrir sér hve margar dýrategundir sé að finna í skógunum. Eiginlega veit það enginn en höfundur þessa svars birtir hér tölur sem eru mat nokkurra vísindamanna á fjölda dýra eftir helstu flokkum dýraríkisins:

Flokkur: Fjöldi tegunda:
Skordýr (Insecta) 2.500.000
Spendýr (Mammalia) 427
Fuglar (Aves) 1.294
Froskdýr (Amphibia) 428
Skriðdýr (Reptilia) 378
Fiskar* 2.200

*Fiskar eru ekki flokkur samkvæmt flokkunarfræði nútímans heldur samansafn nokkurra mismunandi flokka.

Athuga ber að fjöldi skordýrategunda byggir á mati vísindamanna en hjá hinum tegundunum er byggt á vísindalegri skráningu. Þarna er þó ótalinn fjöldi tegunda áttfætla og annarra hryggleysingja en sá fjöldi getur hlaupið á tugum þúsunda tegunda.

Letidýr (Bradypus variegatus) búa í trjám Amasonregnskóganna.

Amasonregnskógarnir eru einstakt vistkerfi. Ein af hverjum tíu fisktegundum heimsins lifa í ám Amasonsvæðisins, að fiskum heimshafanna meðtöldum. Enn fremur á ein af hverjum fimm fuglategundum heims sér heimkynni á þessu svæði.

Frumframleiðni skóganna er gífurleg en talið er að lífmassi á hverjum ferkílómetra í Amasonskógunum sé að jafnaði um 90.790 tonn af plöntum, þar með talið trjáplöntum. Þetta er langmesti lífmassi sem fyrirfinnst á jörðinni.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.7.2012

Spyrjandi

Edda Kristín Óttarsdóttir, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hve margar dýrategundir eru til í Amasonregnskóginum?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2012, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62494.

Jón Már Halldórsson. (2012, 9. júlí). Hve margar dýrategundir eru til í Amasonregnskóginum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62494

Jón Már Halldórsson. „Hve margar dýrategundir eru til í Amasonregnskóginum?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2012. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62494>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve margar dýrategundir eru til í Amasonregnskóginum?

Rauði-ari (Ara macao) er ein þeirra fjölmörgu fuglategunda sem eiga sér heimkynni í Amasonskógunum.

Regnskógar eru tegundaríkustu vistkerfi jarðar og Amasonregnskógarnir eru tegundaríkustu regnskógar jarðar. Rannsóknir hafa sýnt að þetta mikla skóglendi sem nær yfir stóran hluta Brasilíu, Kólumbíu, Venesúela, Perú og Ekvador er mun tegundaríkara en regnskógar Mið-Afríku og Suður-Asíu. Spyrjandi veltir fyrir sér hve margar dýrategundir sé að finna í skógunum. Eiginlega veit það enginn en höfundur þessa svars birtir hér tölur sem eru mat nokkurra vísindamanna á fjölda dýra eftir helstu flokkum dýraríkisins:

Flokkur: Fjöldi tegunda:
Skordýr (Insecta) 2.500.000
Spendýr (Mammalia) 427
Fuglar (Aves) 1.294
Froskdýr (Amphibia) 428
Skriðdýr (Reptilia) 378
Fiskar* 2.200

*Fiskar eru ekki flokkur samkvæmt flokkunarfræði nútímans heldur samansafn nokkurra mismunandi flokka.

Athuga ber að fjöldi skordýrategunda byggir á mati vísindamanna en hjá hinum tegundunum er byggt á vísindalegri skráningu. Þarna er þó ótalinn fjöldi tegunda áttfætla og annarra hryggleysingja en sá fjöldi getur hlaupið á tugum þúsunda tegunda.

Letidýr (Bradypus variegatus) búa í trjám Amasonregnskóganna.

Amasonregnskógarnir eru einstakt vistkerfi. Ein af hverjum tíu fisktegundum heimsins lifa í ám Amasonsvæðisins, að fiskum heimshafanna meðtöldum. Enn fremur á ein af hverjum fimm fuglategundum heims sér heimkynni á þessu svæði.

Frumframleiðni skóganna er gífurleg en talið er að lífmassi á hverjum ferkílómetra í Amasonskógunum sé að jafnaði um 90.790 tonn af plöntum, þar með talið trjáplöntum. Þetta er langmesti lífmassi sem fyrirfinnst á jörðinni.

Myndir:...