Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8439 svör fundust
Hvað gerðu víkingar sér til gamans?
Í svari Gísla Sigurðssonar við spurningunni Hvaða íþróttir stunduðu víkingar? kemur margt fram um skemmtanir og dægradvöl víkinga. Þar segir meðal annars frá átkeppni, kapphlaupi, kappdrykkju og glímu. Einnig er minnst á hestamennsku, sund, tafl, smíðar, bogfimi og margt fleira. Í Íslendingasögum segir nokkr...
Hvernig verða jarðskjálftar til?
Jarðskorpan er ysta lag jarðarinnar. Margir flekar mynda hana og þeir hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir geta nuddast saman á hliðunum, þeir geta ýst hvor frá öðrum og þeir geta líka farið hver undir annan. Allar þessar hreyfingar flekanna byggja upp spennu sem síðan losnar og þá verða jarðskjálftar. ...
Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“?
Orðatiltækið að eitthvað seljist eins og heitar lummur er ekki gamalt í málinu. Dæmi fara ekki að sjást á timarit.is fyrr en eftir miðja 20. öld. Heitar lummur þóttu, og þykja mörgum enn, mesta lostæti og hægt var að á síðustu öld að kaupa nýbakaðar lummur á kaffihúsum. Því hefur þótt gott að grípa til þeirra þega...
Af hverju eru sum hljóð óþægileg? - Myndband
Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess að þau eru til marks um eitthvað slæmt. En svo eru líka til hljóð sem eru einfaldlega óþægileg í sjálfu sér, jafnvel þótt þau séu vitameinlaus. Höfundi finnst til dæmis alveg hræðilegt að heyra ískur í frauðplasti....
Hvers konar „vortis“ er í orðinu innvortis?
Síðari liðurinn –vortis í innvortis og útvortis er tökuorð úr dönsku, indvortes og udvortes. Þau eru aftur fengin að láni frá lágþýsku inwordes, inwerdes og utwordes, utwerdes í merkingunni 'sem snýr inn; sem snýr út.’ Síðari liðurinn er skyldur latnesku sögninni vertere 'snúa’. Síðari liðurinn í lágþýsku orð...
Er lögfræðilegur munur á manndrápi og morði?
Þessari spurningu er einfalt að svara því orðið morð kemur hvergi fyrir í íslenskum lögum. Samkvæmt skilningi laganna er þess vegna enginn greinarmunur gerður á manndrápi og morði. Manndráp er notað um það að drepa mann eða menn og orðið morð merkir það sama, með þeim merkingarauka að manndrápið getur verið leynil...
Af hverju var Hafnarfjall í Borgarfirði nefnt þessu nafni, var eitt sinn stór höfn við fjallið?
Hafnarfjall er nefnt eftir bænum Höfn í Melasveit sem stendur við sunnanverðan Borgarfjörð. Bærinn er nefndur í Landnámabók (Ísl. fornrit I, bls. 66) þar sem landnámsmaðurinn Hafnar-Ormr bjó. Ekki eru heimildir um sérstaklega góða höfn þar en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1707 er nefnt að lending...
Ef ég væri staddur úti í hita, gæti ég þá sett flösku ofan á blautt handklæði til að kæla hana?
Spurningin hittir nokkurn veginn í mark en þó ekki alveg. Svarið er já; það er hægt að nota blautt handklæði í heitu og þurru lofti til að kæla hluti, en þá er best að vefja handklæðinu utan um hlutinn, hér flöskuna, og koma vöndlinum þannig fyrir að loftið eigi sem greiðastan aðgang að honum. Þetta byggist á þ...
Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?
Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja. Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjald...
Hvernig á að útskýra þriðja lögmál Newtons?
Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað er um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Þriðja lögmál Newtons er stundum kallað lögmálið...
Hagnast Kínverjar meira en Bandaríkjamenn á viðskiptum þjóðanna?
Nokkuð snúið er að meta hve mikinn hag ein þjóð hefur af viðskiptum við aðra. Ein leið til að skoða þetta væri að reyna að áætla hve mikill kaupmáttur þjóðartekna væri hjá tiltekinni þjóð ef hún gæti ekki átt viðskipti við ákveðna aðra þjóð og bera það saman við hver kaupmátturinn er nú í raun. Svona æfingar er hæ...
Hvernig verða kórallar til?
Kórallur er hart kalkkennt efni sem svonefnd kóralladýr mynda og hlaða utan um sig og gegnir hlutverki ytra stoðkerfis. Orðið kórallur er líka notað um kóralladýrin sjálf. Kórallar tilheyra flokkinum Anthozoa en til hans telst einnig sæfjöður og nokkrir aðrir hópar holdýra. Hinir eiginlegu kórallar eru síðan fl...
Hvað er hægt að búa til margar mismunandi sudokuþrautir?
Fjöldi mismunandi sudokumynstra (e. Sudoku grids) á borði af stærðinni 9×9 er 6.670.903.752.021.072.936.960. Þessi tala er gefin upp í grein eftir Þjóðverjann Felgenhauer og breska stærðfræðinginn Jarvis sem kallast Enumerating possible Sudoku grids (Talning mögulegra sudokumynstra). Til þess að reikna þessa tölu ...
Á sumrin koma stöku sinnum kaflar þar sem hiti nær 20 stigum einhvers staðar á landinu marga daga í röð. Hversu langar hafa slíkar syrpur orðið?
Daglegur hámarkshiti er aðgengilegur á skeytastöðvum frá 1949 og frá veðurfarsstöðvum frá og með 1961 (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á veðurfarsstöð og skeytastöð?). Almennt aukast líkur á 20 stiga hita með fjölgun stöðva, en er auðvitað einnig háð dreifingu þeirra. Veðurfarsstöðvarnar 1949 til 1960, ...
Hvernig verkar tölvupóstur?
Þegar maður sendir tölvupóst fer af stað löng atburðarás sem lýkur yfirleitt nokkrum sekúndum síðar er pósturinn lendir á áfangastað. Ef ég ætlaði að senda þessa grein í tölvupósti myndi ég ýta á "Senda" takkann á póstforritinu mínu. Þá gerist eftirfarandi: Póstforritið byrjar á að mynda skjalið sem verður ...