Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4457 svör fundust
Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?
Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...
Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?
Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...
Hvaða áhrif, góð eða slæm, geta framandi lífverur haft á vistkerfi?
Samgöngur hafa batnað gríðarlega og flutningar fólks og varnings um heiminn hafa aukist mjög á síðustu öld og raunar síðustu öldum. Ein afleiðing þessara flutninga er að ýmsar tegundir plantna og dýra hafa verið flutt út fyrir sín náttúrulegu heimkynni, ýmist viljandi eða óviljandi, og til svæða sem áður voru þeim...
Hvað er kósí?
Mikil gleði er á Vísindavefnum að fást hér við spurningu sem að býður ekki aðeins upp á svarið: Það er margt í mörgu. Eftirfarandi atriði eru kósí: Að kveikja á kertum. Kósíkvöld: vídeó og nammi og helst að hafa það sem hefð á laugardögum. Að vinna inni á rigningardögum að sumri. Að sjá vorið koma og d...
Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?
Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...
Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?
Erfðafræðilegur skyldleiki tveggja einstaklinga fer eftir nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi geta atburðir leitt til þess að tvö fóstur myndast úr einu frjóvguðu eggi og þar með eineggja tvíburar. Meira máli skiptir þó hvort viðkomandi eigi sömu foreldra. Allar manneskjur eru erfðafræðilega einstakar en sumar eru samt ...
Hvað er grettistak?
Þorleifur Einarsson svarar spurningunni stutt og laggott í Jarðfræði1 sinni: „Stór jökulborin björg nefnast grettistök.“ Sú viska opinberaðist mönnum samt ekki fyrr en um miðja 19. öld þegar ljóst varð að fyrrum höfðu jöklar þakið stór svæði sem síðan urðu jökulvana. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772) segir í 693...
Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr. Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Ú...
Af hverju eru Sádi-Arabar svona ríkir og hvaða þátt eiga Bandaríkjamenn í því?
Ibn Saud (1875-1953) var höfuð Sádi-fjölskyldunnar. Hann stofnaði konungsríkið Sádi-Arabíu 23. september 1932. Þá var endir bundinn á mikla styrjöld sem geisaði hafði milli Ibn Saud og andstæðinga hans í Arabíu. Styrjöldina vann Ibn Saud með með stuðningi frá breska heimsveldinu. Árið 1938 fundust miklar olíuli...
Eru maurar og ánamaðkar í Surtsey?
Samkvæmt upplýsingum frá Erling Ólafssyni skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands eru hvorki maurar né ánamaðkar í Surtsey. Reyndar fundust ánamaðkar í Surtsey árið 1993 en þeir hafa ekki fundist þar síðar. Maurar eru líklega orðnir landlægir hér á landi en þeir eru háðir húsaskjóli manna og lifa ekki vil...
Hvað getið þið sagt mér um ameríska akitahunda?
Akitahundar eru upprunnir í Japan og nefnist hundakynið akita inu, japanskur akita eða einfaldlega akita. Fyrir miðja síðustu öld barst fyrsti akitahundurinn til Ameríku og nú er til sérstakt afbrigði sem kallast amerískur akita (e. American Akita). Japanskir akitar koma upprunalega frá fjallahéruðum nyrst á ja...
Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?
Oskar Schindler var af þýskum ættum, fæddur árið 1908 í þeim hluta keisaradæmisins Austurríkis-Ungverjalands sem nú tilheyrir Tékklandi. Eftir að hafa reynt fyrir sér með ýmsan rekstur sem ekki gekk sem skildi, komst hann yfir verksmiðju í Kraká skömmu eftir innrás Þjóðverja í Pólland. Schindler mannaði verksm...
Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?
Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...
Hvernig virkar torrent?
Torrent eða BitTorrent er samskiptastaðall til skráaskipta yfir Netið. Enska orðið torrent þýðir meðal annars stríður straumur eða flóð og er einnig notað um hellirigningu. Torrent-tæknin byggist á svokallaðri deilitækni (e. Peer-to-peer, P2P) sem gengur út á að notendur sækja og senda gögn beint sína á milli án þ...
Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?
Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...