Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8679 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um svín?
Óhætt er að segja að það sem svín skortir í glæsileika og fegurð bæta þau upp með styrk, aðlögunarhæfni og greind. Svín hafa einstaka hæfileika til að aðlagast margvíslegum búsvæðum, svo sem laufskógum, savanna-sléttlendi, regnskógum og votlendi. Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættflokkunum suidae ...
Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar?
Í örstuttu máli er svarið við þessari spurningu það að svo fremi að sýnið sem greint er sé réttur fulltrúi þess atburðar sem aldursákvarða átti, að rétt sé staðið að öflun og úrvinnslu sýna, og að fullt tillit sé tekið til skekkjuvalda, eru þessar greiningar áreiðanlegar, en þó ævinlega innan vissra skekkjumarka. ...
Hver var Platon?
Heimildir um ævi Platons eru fremur rýrar. Helstar eru bréfin sem honum eru eignuð, alls þrettán talsins, en einkum er þó Sjöunda bréfið mikilvægt; og ævisaga Platons sem varðveitt er hjá Díogenesi Laertíosi, sagnaritara frá þriðju öld sem ritaði ævisögur frægra heimspekinga. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að senni...
Hvað getið þið sagt mér um andaglas?
Vísindavefnum berast reglulega spurningar um ýmiss konar yfirnáttúrlega hluti, svo sem stjörnuspeki, galdra og drauga. Þessum spurningum er sjaldan svarað, þar sem yfirnáttúruleg fyrirbæri eru samkvæmt skilgreiningu ekki viðfang vísindanna. Þótt hér verði fjallað um slíkt er það því ekki til marks um að þessi þuma...
Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?
Upprunalega var spurningin svona: Getið þig sagt mér frá öllu sem fer fram við fæðingur hvítháfa, þyngd, stærð, lengd, hver sér um þá og allt í þá veruna?Það er skepna á lífi í dag sem hefur lifað af í milljónir ára án breytinga. Hún lifir til að drepa, hugsunarlaus átvél sem ræðst á allt og tætir allt í sundur. ...
Hvernig er hægt að skilgreina íslenska tungu?
Við sem eigum íslensku að móðurmáli erum ekki í vandræðum með að þekkja hana þegar við heyrum hana talaða eða sjáum hana á prenti, en málið vandast ef við eigum að skilgreina tunguna. Fram á síðustu öld hefði dugað að segja: „Íslenska er það tungumál sem er talað á Íslandi“, því að tæpast voru önnur tungumál töluð...
Hver var síðasta setning Fermats?
Síðasta setning Fermats segir að jafnan an + bn = cn hafi engar heiltölulausnir ef að talan n er stærri eða jöfn 3. Auðvitað má fyrir hvaða n sem er finna tölur a, b og c þannig að jafnan gildi, en þá er að minnsta kosti ein þeirra ekki heiltala. Að vísu er auðvelt að finna heiltölulausnir á jöfnunni ef að minns...
Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?
Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...
Nú hefur arsen í hrísgrjónum og hrísmjólk verið töluvert í fréttum, hvað er arsen og hvers konar eitrunaráhrifum getur það valdið?
Arsen (As) er frumefni með sætistöluna 33. Efnafræðilega hegðar það sér að hluta sem málmur og að hluta sem málmleysingi. Arsen getur komið fyrir frítt í náttúrunni en langmest af því er þó á formi þrígildra As (III) og fimmgildra As (V) sambanda. Það er oft í tengslum við málma eins og til dæmis kopar, sink og b...
Nota fornleifafræðingar á Íslandi málmleitartæki?
Líklegt er að flestir fornleifafræðingar hafi haldið á málmleitartæki að minnsta kosti einu sinni, enda leitar fornleifafræðin mjög oft til annarra tækni- og vísindagreina þegar kemur að framþróun. Fornleifafræði er fjölbreytt fag, enda eru margar hliðar á hinu liðna. Fornleifafræðingar rannsaka allt frá samein...
Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson). Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldan...
Af hverju eru vísindamenn að reyna að einrækta útdauðar tegundir?
Flestum þætti væntanlega spennandi að sjá með eigin augum lifandi loðfíl, jafnvel í sínum fornu heimkynnum á túndrum og barrskógum norðurhjarans? Geta dáðst af þessum stórvöxnu risum og fylgst með hegðun þeirra, hvernig þeir éta, hreyfa sig, eiga samskipti sín á milli og hvernig þeir bregðast við öðrum tegundum ei...
Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?
Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...
Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki?
Sykursýki (e. diabetes) er ástand sem getur varað alla ævi og hefur áhrif á getu líkamans til að nýta orkuefni í fæðu sem eldsneyti. Til eru þrjár megingerðir af sykursýki, sykursýki af gerð 1, sykursýki af gerð 2 og meðgöngusykursýki. Nánar er fjallað um þessar tegundir í öðrum svörum á Vísindavefnum. Einsykr...
Hvað getið þið sagt mér um non-Hodgkins-krabbamein?
Eitilfrumuæxli eru illkynja æxli upprunnin í eitilfrumum, nema þau æxli sem teljast til Hodgkins-sjúkdóms. Á ensku hefur verið vísað til þessa æxlishóps sem non-Hodgkin lymphomas. Þessi æxli, sem hér eftir verður vísað til aðeins sem eitilfrumuæxli, eru hópur illkynja æxla sem á upptök sín í eitilvef og eru um 3% ...