Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Af hverju eru vísindamenn að reyna að einrækta útdauðar tegundir?

Jón Már Halldórsson

Flestum þætti væntanlega spennandi að sjá með eigin augum lifandi loðfíl, jafnvel í sínum fornu heimkynnum á túndrum og barrskógum norðurhjarans? Geta dáðst af þessum stórvöxnu risum og fylgst með hegðun þeirra, hvernig þeir éta, hreyfa sig, eiga samskipti sín á milli og hvernig þeir bregðast við öðrum tegundum eins og hvítabjörnum eða úlfum. Þetta var til dæmis hugmyndin í kvikmyndinni Júragarðurinn, þar sem búið var að einrækta risaeðlur mönnum til skemmtunar.

Hugmyndin um einræktun útdauðra dýrategunda er ekki eintómur hugarburður kvikmyndagerðarmanna, þótt í raun sé talið útilokað að einrækta risaeðlur. Það eru örugglega einhverjir sem hugsa sér gott til glóðarinnar og sjá mikla gróðavon í því að rækta útdauð dýr, eins og loðfíla, og halda þeim í görðum almenningi til fróðleiks og skemmtunar.

Það væri óneitanlega gaman að geta séð löngu útdauð dýr með eigin augum.

En gróðavonin er ekki eina ástæða þess að gerðar eru tilraunir til að einrækta útdauð dýr. Vísindaleg forvitni leikur líka stórt hlutverk þar sem menn eru að reyna á þá þekkingu sem þeir búa yfir í erfðaverkfræði eða klónun og bæta við hana. Erfðaefni úr til að mynda loðfílum hefur fundist og hægt væri að koma því fyrir í frumum skyldra tegunda svo sem indverska fílnum. Það er vissulega spennandi að reyna á þann möguleika.

Einnig má réttlæta endurlífgun tegunda sem tilraun til að lagfæra vistkerfi sem breyttist við það að viðkomandi dýrategund var útrýmt. Þetta á frekar við um tegundir sem eru ekki löngu útdauðar, til að mynda dódófuglinn (Raphus cucullatus) á eyjunni Máritíus á Indlandshafi og tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus) sem einungis fannst á eyjunni Tasmaníu og var útrýmt á fyrri hluta síðustu aldar. Því má bæta við að sumir telja að einræktun geti reynst árangursrík aðferð til að bjarga ýmsum af þeim fjölmörgu tegundum sem eru í bráðri útrýmngarhættu. Rök af þessu tagi mætti kalla umhverfisrök og jafnvel siðferðisrök. Með þessu værum við að leiðrétta mistök okkar eða forfeðra okkar og um leið að „endurreisa“ upprunaleg vistkerfi.

Dódófuglinn fannst einungis á eyjunni Máritíus. Talið er að hann hafi dáið út á seinni hluta 17. aldar. Málverk eftir Roelant Savery (1576-1639) frá 1626.

Það eru sterkari rök fyrir því að rækta upp tegundir sem dóu nýlega út, og þá vegna tilstuðlan mannsins, en löngu útdauð dýr sem „passa“ á engan hátt í vistkerfi dagsins í dag. Sem dæmi má nefna að með brotthvarfi stórra rándýra eins og sverðtígursins eða ógnarúlfsins tóku aðrar tegundir rándýra þeirra sess í vistkerfi Norður-Ameríku, svo sem fjallaljón og úlfar. Sverðtígrar og ógnarúlfar yrðu að skapa sér nýjan sess í dag í allt öðruvísi umhverfi en var á þeim tímum sem þessi dýr lifðu.

Fjölmargir hafa komið með ýmis rök gegn hugmyndum um að endurvekja útdauð dýr. Dýravelferð er þar ofarlega á baugi. Hvers konar líf mundi bíða þeirra dýra sem eru endurvakin aðeins til skemmtunar og til að svala forvitni okkar mannanna eða til rannsókna? Einnig hefur verið bent á að slík dýr gætu mögulega borið einhverjar retróveirur sem gætu komið á faraldri meðal skyldra eða jafnvel óskyldra tegunda.

Þá hefur verið bent á að með því að endurvekja löngu útdauð dýr er mennirnir að leika einhvers konar guð og farnir að hafa óæskileg áhrif á gang náttúrunnar. En aðrir hafa bent á að við erum nú þegar að leika þetta stóra hlutverk í gangi náttúrunnar.

Ef athyglinni er beint að stofnvistfræðilegri hlið þá hefur verið bent á að með því að endurskapa nokkra einstaklinga, til dæmis tíu loðfíla, þá erum við aðeins með lítinn hóp sem sprettur upp nánast úr engu. Í venjulegri fílahjörð er uppsöfnuð reynsla og þekking og ekki síst nauðsynlegur erfðafjölbreytileiki og varnir gegn sjúkdómum sem dýrin hafa komið sér upp vegna samspils við aðrar lífverur í umhverfinu í milljónir ára. Þetta vantar allt ef við endursköpum hjörð úr erfðaefni fárra dýra og sem ekki hefur tækifæri til þess að læra af reynslu annarra. Það er spurningin hvort það er siðlegt gagnvart þessum dýrum.

Hér hefur aðeins verið snert lítillega á nokkrum þeim rökum með og á móti einræktun útdauðra tegunda. En eins og sjá má kallar þetta á ýmsar stórar spurningar sem snerta mörg svið, ekki bara vistfræðileg heldur einnig siðfræðileg og jafnvel menningarleg svið. Á Netinu er að finna fjölmargar síður þar sem einræktun er rædd og rök með og á móti reifuð.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.6.2016

Spyrjandi

Kristján Sigurkarlsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru vísindamenn að reyna að einrækta útdauðar tegundir?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2016. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71196.

Jón Már Halldórsson. (2016, 7. júní). Af hverju eru vísindamenn að reyna að einrækta útdauðar tegundir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71196

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru vísindamenn að reyna að einrækta útdauðar tegundir?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2016. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71196>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru vísindamenn að reyna að einrækta útdauðar tegundir?
Flestum þætti væntanlega spennandi að sjá með eigin augum lifandi loðfíl, jafnvel í sínum fornu heimkynnum á túndrum og barrskógum norðurhjarans? Geta dáðst af þessum stórvöxnu risum og fylgst með hegðun þeirra, hvernig þeir éta, hreyfa sig, eiga samskipti sín á milli og hvernig þeir bregðast við öðrum tegundum eins og hvítabjörnum eða úlfum. Þetta var til dæmis hugmyndin í kvikmyndinni Júragarðurinn, þar sem búið var að einrækta risaeðlur mönnum til skemmtunar.

Hugmyndin um einræktun útdauðra dýrategunda er ekki eintómur hugarburður kvikmyndagerðarmanna, þótt í raun sé talið útilokað að einrækta risaeðlur. Það eru örugglega einhverjir sem hugsa sér gott til glóðarinnar og sjá mikla gróðavon í því að rækta útdauð dýr, eins og loðfíla, og halda þeim í görðum almenningi til fróðleiks og skemmtunar.

Það væri óneitanlega gaman að geta séð löngu útdauð dýr með eigin augum.

En gróðavonin er ekki eina ástæða þess að gerðar eru tilraunir til að einrækta útdauð dýr. Vísindaleg forvitni leikur líka stórt hlutverk þar sem menn eru að reyna á þá þekkingu sem þeir búa yfir í erfðaverkfræði eða klónun og bæta við hana. Erfðaefni úr til að mynda loðfílum hefur fundist og hægt væri að koma því fyrir í frumum skyldra tegunda svo sem indverska fílnum. Það er vissulega spennandi að reyna á þann möguleika.

Einnig má réttlæta endurlífgun tegunda sem tilraun til að lagfæra vistkerfi sem breyttist við það að viðkomandi dýrategund var útrýmt. Þetta á frekar við um tegundir sem eru ekki löngu útdauðar, til að mynda dódófuglinn (Raphus cucullatus) á eyjunni Máritíus á Indlandshafi og tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus) sem einungis fannst á eyjunni Tasmaníu og var útrýmt á fyrri hluta síðustu aldar. Því má bæta við að sumir telja að einræktun geti reynst árangursrík aðferð til að bjarga ýmsum af þeim fjölmörgu tegundum sem eru í bráðri útrýmngarhættu. Rök af þessu tagi mætti kalla umhverfisrök og jafnvel siðferðisrök. Með þessu værum við að leiðrétta mistök okkar eða forfeðra okkar og um leið að „endurreisa“ upprunaleg vistkerfi.

Dódófuglinn fannst einungis á eyjunni Máritíus. Talið er að hann hafi dáið út á seinni hluta 17. aldar. Málverk eftir Roelant Savery (1576-1639) frá 1626.

Það eru sterkari rök fyrir því að rækta upp tegundir sem dóu nýlega út, og þá vegna tilstuðlan mannsins, en löngu útdauð dýr sem „passa“ á engan hátt í vistkerfi dagsins í dag. Sem dæmi má nefna að með brotthvarfi stórra rándýra eins og sverðtígursins eða ógnarúlfsins tóku aðrar tegundir rándýra þeirra sess í vistkerfi Norður-Ameríku, svo sem fjallaljón og úlfar. Sverðtígrar og ógnarúlfar yrðu að skapa sér nýjan sess í dag í allt öðruvísi umhverfi en var á þeim tímum sem þessi dýr lifðu.

Fjölmargir hafa komið með ýmis rök gegn hugmyndum um að endurvekja útdauð dýr. Dýravelferð er þar ofarlega á baugi. Hvers konar líf mundi bíða þeirra dýra sem eru endurvakin aðeins til skemmtunar og til að svala forvitni okkar mannanna eða til rannsókna? Einnig hefur verið bent á að slík dýr gætu mögulega borið einhverjar retróveirur sem gætu komið á faraldri meðal skyldra eða jafnvel óskyldra tegunda.

Þá hefur verið bent á að með því að endurvekja löngu útdauð dýr er mennirnir að leika einhvers konar guð og farnir að hafa óæskileg áhrif á gang náttúrunnar. En aðrir hafa bent á að við erum nú þegar að leika þetta stóra hlutverk í gangi náttúrunnar.

Ef athyglinni er beint að stofnvistfræðilegri hlið þá hefur verið bent á að með því að endurskapa nokkra einstaklinga, til dæmis tíu loðfíla, þá erum við aðeins með lítinn hóp sem sprettur upp nánast úr engu. Í venjulegri fílahjörð er uppsöfnuð reynsla og þekking og ekki síst nauðsynlegur erfðafjölbreytileiki og varnir gegn sjúkdómum sem dýrin hafa komið sér upp vegna samspils við aðrar lífverur í umhverfinu í milljónir ára. Þetta vantar allt ef við endursköpum hjörð úr erfðaefni fárra dýra og sem ekki hefur tækifæri til þess að læra af reynslu annarra. Það er spurningin hvort það er siðlegt gagnvart þessum dýrum.

Hér hefur aðeins verið snert lítillega á nokkrum þeim rökum með og á móti einræktun útdauðra tegunda. En eins og sjá má kallar þetta á ýmsar stórar spurningar sem snerta mörg svið, ekki bara vistfræðileg heldur einnig siðfræðileg og jafnvel menningarleg svið. Á Netinu er að finna fjölmargar síður þar sem einræktun er rædd og rök með og á móti reifuð.

Myndir:

...