Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 503 svör fundust
Getið þið útskýrt fyrir mér Richterskvarðann?
Richterskvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Hann á rót sína að rekja til mælinga með stöðluðum skjálftamælum í staðlaðri fjarlægð frá upptökum skjálfta. Stigafjöldi skjálfta samkvæmt honum miðast við útslag eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er um leið grófur mælikvarði á orkuna sem lo...
Hvernig geta eldflaugar farið um geiminn þar sem ekkert loft er?
Hreyfing eldflauga er í eðli sínu allt önnur en flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugin breytir ferð sinni og stefnu með því að senda frá sér efni ("eldsneyti") með miklum hraða. Þetta efni verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarstefnu þess. Hraðabreyting eða hröðun eldflaugarinna...
Er hægt að búa til gerviþyngdarafl eða þyngdarhermi?
Svarið er já; það er vel hægt og við gerum það oft sjálf eða upplifum það í daglegu lífi. Eiginlegur þyngdarkraftur verkar milli allra hluta sem hafa massa eða búa yfir orku. Slíkur kraftur verður til eða breytist þegar massi eða orka myndast eða færist úr stað. Hægt er að líkja fullkomlega eftir þess konar þyngda...
Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?
Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því ...
Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?
Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...
Hver var heilagur Tómas af Aquino?
Lífshlaup Tómasar Tómas af Aquino var merkasti heimspekingur miðalda og raunar einn af mestu heimspekingum Vesturlanda. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu og þess vegna er oft einnig vísað til hans sem „heilags“ Tómasar. Tómas fæddist árið 1225 í kastala nokkrum að nafni Roccasecca sem liggur miðja ve...
Hvað eru stjórnmál?
Til eru ýmsar skilgreiningar á stjórnmálum, en samkvæmt flestum þeirra fjalla stjórnmál um ákvarðanatöku. Þó eru ekki allar ákvarðanir stjórnmál. Ákvarðanir einstaklinga sem fyrst og fremst varða þá sjálfa eru til dæmis ekki stjórnmál. Því er iðulega bætt við skilgreininguna að ákvörðunartakan varði tiltekinn hóp,...
Hvað getið þið sagt mér um andaglas?
Vísindavefnum berast reglulega spurningar um ýmiss konar yfirnáttúrlega hluti, svo sem stjörnuspeki, galdra og drauga. Þessum spurningum er sjaldan svarað, þar sem yfirnáttúruleg fyrirbæri eru samkvæmt skilgreiningu ekki viðfang vísindanna. Þótt hér verði fjallað um slíkt er það því ekki til marks um að þessi þuma...
Hver var René Descartes og fyrir hvað er hann þekktur?
Æviágrip René Descartes (stundum nefndur Renatus Cartesius, upp á latínu) var franskur heimspekingur og stærðfræðingur. Hann fæddist í La Haye í Touraine í Frakklandi 31. mars árið 1596. Bærinn var raunar seinna látinn heita eftir honum; árið 1802 fékk hann nafnið La Haye-Descartes og 1967 var nafnið einfa...
Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?
Upprunalega var spurningin svona: Getið þig sagt mér frá öllu sem fer fram við fæðingur hvítháfa, þyngd, stærð, lengd, hver sér um þá og allt í þá veruna?Það er skepna á lífi í dag sem hefur lifað af í milljónir ára án breytinga. Hún lifir til að drepa, hugsunarlaus átvél sem ræðst á allt og tætir allt í sundur. ...
Hver var Paul Erdös og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Paul Erdös var einn mikilvirkasti stærðfræðingur sögunnar, en einnig afar sérstakur persónuleiki. Hann fæddist í Búdapest (sem Pál Erdös) 1913. Þar sem einu systkini hans dóu úr skarlatssótt daginn sem hann fæddist, þá ólst hann upp við dekur og ofurumhyggju móður sinnar. Erdös hlaut doktorsgráðu 21 árs og tók þá ...
Hvað er leishmaniusýki og hvernig lýsir hún sér?
Leishmaniusýki eða leishmanssótt (e. leishmaniasis) er sýking af völdum frumdýra af ættkvíslinni Leishmania. Frumdýrið er innanfrumusníkjudýr (e. intracellular parasite) í bæði mönnum og dýrum. Að minnsta kosti 15 tegundir geta sýkt menn. Smit berst til manna með sandflugum sem lifa í heitu og tempruðu loftslagi o...
Stenst það hjá Bjarna Benediktssyni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninga 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Getur hagvöxtur verið endalaus?
Upprunaleg spurning Jóns Sævars hljóðaði svo:Getur hagvöxtur verið endalaus? Það er getur þjóðar- eða landsframleiðsla haldið áfram að aukast að eilífu? Eða er þetta bóla sem springur einhvern tíma? Verg landsframleiðsla (VLF) er skilgreind sem markaðsvirði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er til endanlegr...
Ef maður hefur einu sinni fengið krabbamein er þá líklegt að maður fái krabbamein aftur?
Þetta er nokkuð flókin spurning, einkum þar sem krabbamein er í raun margir sjúkdómar og eðli krabbameina er afskaplega misjafnt. Almennt mætti þó svara spurningunni í stuttu máli á þann hátt að hafi einstaklingur fengið krabbamein er líklegra að hann fái aftur krabbamein heldur en annar einstaklingur á sama aldri...