Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 396 svör fundust
Hvernig og hvenær myndaðist Kleifarvatn?
Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Hvernig varð Kleifarvatn til, svona jarðfræðilega séð og hvenær? Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða atburður leiddi til mikillar lækkunar á yfirborði Kleifarvatns árið 2000? Í stuttu máli: Kleifarvatn – um 10 km2 að flatarmáli og 97 m djúpt – fyllir sigdal lokaðan í bá...
Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Hún er 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli, 142.984 km við miðbaug, og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Massi Júpíters er 71% af samanlögðum massa allra reikistjarnanna. Ef Júpíter væri holur að innan, kæmust meira en 1.000 jarðir fyrir inni ...
Hver eru helstu ritverk Platons?
Corpus Platonicum Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu ...
Hver var Kristian Kaalund og hvert var hans framlag til norrænna fræða?
Dr. Kålund má ekki vamm sitt vita, hvort heldur er sem vísindamaður eða maður yfir höfuð. Jeg hef þekkt hann í fullan mannsaldur og hef ekki kynst betri eða vandaðri manni.Þessi orð er að lesa í inngangi Finns Jónssonar, prófessors, að afmælisriti því sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn gaf út í tilefni sj...
Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að ...
Hvað er að segja um Oddaverja á Sturlungaöld?
Óljóst er hvenær Oddaverjar í Rangárþingi urðu höfðingjaætt. En í Landnámabók (Hauksbókargerð) er rakin ætt frá Hrafni Valgarðssyni heimska, landnámsmanni á Raufarfelli undir Eyjafjöllum: Hans börn voru þau Helgi bláfauskur og Freygerður og Jörundur goði, faðir Svarts, föður Loðmundar, föður Sigfúss, föður Sæmunda...
Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvernig má segja að diskóið hafi byrjað? Eða hver voru upptök þess og hvers vegna byrjaði það? Þegar litið er yfir sögu og þróun dægurtónlistarinnar er ljóst að diskótónlistin og menningarheimur hennar skipar þar veglegri sess en margan grunar. Tónlistin skaut fyrst ró...
Af hverju þarf forsetinn að búa á Bessastöðum?
Þarf forsetabústað? Svo virðist sem að ekki hafi annað komið til greina en að forseti íslenska lýðveldisins hefði opinberan bústað eins og aðrir þjóðhöfðingjar. Gengið var út frá því að hann þyrfti húsnæði þar sem hægt væri að halda fundi og taka á móti innlendum og erlendum gestum, þar á meðal kóngum, drottningu...
Hver var Jóhannes Kepler?
Þýski stjörnufræðingurinn Jóhannes Kepler fæddist í borginni Weil der Stadt skammt frá Stuttgart í Þýskalandi þann 27. desember árið 1571 klukkan 2:30 eftir hádegi eftir meðgöngu sem tók 224 daga, 9 klukkustundir og 53 mínútur samkvæmt útreikningum hans sjálfs. Ævi hans var sorgarsaga í öllu sem kallast ytri a...
Hver var Niels Henrik Abel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Niels Henrik Abel er mesti stærðfræðingur sem Noregur hefur alið og áhrif hans teygðu sig langt út yfir dauða hans. Abel lést aðeins 26 ára gamall og líf hans einkenndist af fátækt. Á stuttum starfsferli háði það Abel mjög að hafa ekki fasta stöðu. Niels Henrik Abel (1802-1829). Abel fæddist 5. ágúst 1802 í ...
Hver var Évariste Galois og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Sannleikurinn er stundum ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Kannski er það ástæðan fyrir því að enginn hefur enn gert kvikmynd um líf franska stærðfræðingsins Évariste Galois (1811-1832); ótti við að fólk trúi sögunni einfaldlega ekki. Galois er einn af frumlegri stærðfræðingum sögunnar. Hann gjörbylti algebru me...
Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?
Nú á dögum er David Ricardo (1772-1823) almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Thomas Malthus vinur hans1 lásu einna mest um hagfræðileg efni var Adam Smith. Smith hafði mjög víðfeðma sýn en Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til...
Hvað getið þið sagt mér um Jacob Bernoulli og framlag hans til stærðfræðinnar?
Jacob Bernoulli (1655-1705) var svissneskur stærðfræðingur sem þróaði örsmæðareikning Leibniz, hnikareikning, algebru, aflfræði, raðir og líkindafræði. Hann sannaði meðal annars fyrstu meginsetningu líkindafræðinnar, lögmál mikils fjölda. Og þótt hann sé yfirleitt ekki kallaður heimspekingur þá setti hann fram nýs...
Hvernig rannsaka vísindamenn innviði eldfjalla með landmælingum?
Ein þeirra jarðfræðilegu aðferða sem beita má við rannsóknir á innviðum eldfjalla eru nákvæmar endurteknar landmælingar.[1] Ef bergkvika streymir inn í grunnstætt kvikuhólf undir eldfjalli, eða út úr því, eykst eða minnkar þrýstingur í hólfinu. Slík þrýstingsbreyting veldur færslu jarðskorpunnar kringum kvikuhólfi...
Er hægt að klóna apa?
Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...