Hvernig varð Kleifarvatn til, svona jarðfræðilega séð og hvenær?Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvaða atburður leiddi til mikillar lækkunar á yfirborði Kleifarvatns árið 2000?Í stuttu máli: Kleifarvatn – um 10 km2 að flatarmáli og 97 m djúpt – fyllir sigdal lokaðan í báða enda við austurjaðar Krýsuvíkur-sprungukerfisins. Í lögun líkist vatnsstæðið óreglulegu baðkari með brattar hliðar allt í kring niður á 50–60 m dýpi (1. mynd). Yfirborð vatnsins er um 140 m.y.s. en hækkar eða lækkar eftir veðurfari með jarðvatnsborði umhverfisins – fyrir jarðskjálftana árið 2000 rann lækur úr vatninu norður í Lambhagatjörn og þaðan neðanjarðar til sjávar í Straumsvík.[1] Í jarðskjálftunum opnuðust eða víkkuðu sprungur í og við norðurenda vatnsins sem talið er að hafi valdið 4ra metra lækkun yfirborðs á næstu tveimur árum. Við nýlegar dýptarmælingar og gerð dýptarkorts af Kleifarvatni fundust merki um eldvirkni (bólstrabergshryggir), sex jarðhitasvæði og nokkrar jarðskjálftasprungur, sem flest hefur stefnu svipaða og sprungur og hryggir í nágrenninu.[2]
![](/../myndir/kleifarvatn_dyptarkort_131222.jpg)
1. mynd. Vatnsstæði Kleifarvatns, 97 m djúpt með bröttum hliðum. Kortið er niðurstaða mælinga með bergmálsdýptarmæli 2012. Á kortinu eru 10 m á milli jafngildislína. Gagna var ekki aflað á dökklituðu svæðunum.
![](/../myndir/eldstodvakerfi_reykjanesskagi_stor_290115.jpg)
2. mynd. Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði eru einnig sýnd (gul). Sprungusveimar Hengils til norðausturs og Reykjaness til suðvesturs eru svartir.
![](/../myndir/vidnam_131222.jpg)
3. mynd. Viðnám í efstu 4000 metrum í NV–SA þversniði yfir Krýsuvíkur-sprungusveiminn. Tindarnir tveir á miðri mynd eru Sveifluháls og Vesturháls. Borhola KR-05 er við suðurenda Kleifarvatns, borhola KR-06 vestan við Vesturháls. Fjólublár litur (hátt viðnám) er túlkaður annars vegar sem fersk hraun á yfirborði og hins vegar gabbró neðan við 500 m dýpi.
- ^ ferlir.is/kleifarvatn
- ^ Árni Friðriksson. (1990). What is below the water masses? Multibeam studies of Öskjuvatn, Thingvallavatn and Kleifarvatn. Prófritgerð við Háskóla Íslands.
- ^ Þorleifur Einarsson. (1968). Jarðfræði. Saga bergs og lands. Reykjavík. Mál og menning.
- ^ Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson. (2002). Almenn jarðfræði. Reykjavík, Iðnmennt-IÐNÚ.
- ^ Um vensl flekamóta og eldstöðvakerfa á Reykjanesskaga sjá Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. (2015, 16. mars). Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga? Vísindavefurinn.
- ^ Gylfi Páll Hersir o.fl. (2020). Krýsuvík high temperature geothermal area in SW Iceland: Geological setting and 3D inversion of magnetotelluric (MT) resistivity data and 3D inversion of magnetotelluric (MT) resistivity data. Journal of Volcanology and Geothermal Research 391: 106500.
- ^ Sveinbjörn Björnsson o.fl. (1972). Economic evaluation of Reykjanes thermal brine area. Bulletin of the American Association of Petroleum Geologists 56: 2380–2391.
- ^ Sigurður Þórarinsson. (1968). Hekla and Katla. Í Iceland and Mid-Ocean Ridges, ritstj. Sveinbjörn Björnsson. Reykjavík, Vísindafélag Íslendinga, bls. 190–197.
- ^ Gudjonsdottir o.fl. (2018). Gas emissions and crustal deformation from the Krýsuvík high temperature geothermal system, Iceland. Journal of Volcanology and Geothermal Research (tilvitnað í Gylfi Páll Hersir o.fl. 2020).
- Árni Friðriksson 1990, bls. 53.
- Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. (2013). Júlíus Sólnes (ritstjóri). Reykjavík, Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan.
- Gylfi Páll Hersir o.fl. 2020, bls. 22.