Sólin Sólin Rís 08:23 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 25:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík
1944

Af hverju þarf forsetinn að búa á Bessastöðum?

Ragnheiður Kristjánsdóttir

Þarf forsetabústað?

Svo virðist sem að ekki hafi annað komið til greina en að forseti íslenska lýðveldisins hefði opinberan bústað eins og aðrir þjóðhöfðingjar. Gengið var út frá því að hann þyrfti húsnæði þar sem hægt væri að halda fundi og taka á móti innlendum og erlendum gestum, þar á meðal kóngum, drottningum og öðrum forsetum.

Hér lá meðal annars að baki sú hugmynd að þjóðhöfðinginn væri „fulltrúi og ímynd þjóðarinnar inn á við og út á við“, eins og það var orðað í tímaritsgrein árið 1942, og að tignir erlendir gestir kæmu til með að dæma þjóðina „eftir háttum fulltrúa hennar.“ [1] Það skipti með öðrum orðum máli að forseti hins nýja íslenska lýðveldis ætti sér virðulegan bústað sem Íslendingar þyrftu ekki að skammast sín fyrir. Bessastaðir eru eins konar forsetahöll.

Loftmynd af Bessastöðum frá lýðveldisárinu 1944.

Fyrstur íslenskra þjóðhöfðingja til að búa á Bessastöðum var Sveinn Björnsson, til að byrja með sem ríkisstjóri, en frá 17. júní 1944 sem forseti Íslands. Þegar nasistar hertóku Danmörku vorið 1940 hafði Alþingi ákveðið að færa ríkisvaldið í hendur íslensku ríkisstjórnarinnar. Árið 1941 var síðan stofnað embætti ríkisstjóra sem fékk það „vald sem konungi [var] falið í stjórnarskránni“. Í lögum um embættið sagði jafnframt að ríkisstjórinn skyldi hafa aðsetur í Reykjavík eða næsta nágrenni. Í mars árið 1942 — rúmum tveimur árum fyrir stofnun lýðveldisins og forsetaembættisins — var ríkisstjórinn sestur að á Bessastöðum. [2]

Bessastaðir?

Ástæða þess að lög um um ríkisstjóra gerðu ráð fyrir að forseti gæti haft aðsetur í næsta nágrenni Reykjavíkur, en ekki einfaldlega í Reykjavík, var sú að þegar lögin voru sett lá fyrir að Bessastaðir gætu orðið bústaður þjóðhöfðingjans. Þáverandi eigandi jarðarinnar og Bessastaðastofu, [3] var reiðubúinn að afhenda ríkinu staðinn gegn vægu eða engu gjaldi en með tilteknum skilyrðum.[4]

Það skipti máli að forseti hins nýja íslenska lýðveldis ætti sér virðulegan bústað sem Íslendingar þyrftu ekki að skammast sín fyrir. Bessastaðir eru eins konar forsetahöll.

Sú ráðstöfun var hins vegar ekki óumdeild. Af umræðum á Alþingi má sjá að sumir þingmenn vildu heldur að þjóðhöfðinginn hefði aðsetur í Reykjavík. Þar höfðu nokkur hús komið til greina. Helst virðist hafa verið rætt um að kaupa Fríkirkjuveg 11 sem var glæsilegt timburhús sem athafnamaðurinn Thor Jensen hafði reist snemma á tuttugustu öld. En einnig var nefndur ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu sem og holdsveikraspítalinn í Laugarnesi, stórt timburhús frá lokum nítjándu aldar (sem svo brann vorið 1943).

Þau rök sem helst voru færð fram gegn því að þjóðhöfðinginn hefði aðsetur á Bessastöðum voru annars vegar þau að þeir væru of langt frá Reykjavík, seinlegt gæti reynst að koma gestum þangað og jafnvel ómögulegt ef færð væri slæm. Hins vegar var nefnt að staðurinn væri nátengdur því danska valdi sem Íslendingar höfðu hafnað með baráttu fyrir sjálfstæði og ákvörðun um stofnun lýðveldis. [5] Í dagblaðinu Vísi sagði að í meðvitund þjóðarinnar væru Bessastaðir fyrst og fremst „höfuðstaður Dana á Íslandi.“ Var þá verið að vísa til þess að þar höfðu lengi setið embættismenn Danakonungs. [6] Í Morgunblaðinu sagði að þetta væri „furðuleg uppástunga“:

Undirrót þess, að Bessastaðir urðu konungseign og þess vegna aðsetursstaður óvinsælla valdsmanna síðar meir, var sú, sem kunnugt er, að Snorri Sturluson átti jörðina en konungur sölsaði hana undir sig, er Snorri var myrtur. Þetta er byrjunin, að heita má, í sögu Bessastaða. Og síðar kemur hið dimma tímabil Bessastaðavaldsins, sem óþarft er að rekja. Þjóðin hefur munað Bessastaði og það sem þaðan kom. [7]

Leitað var ráða hjá sendiherra Breta á Íslandi varðandi kaup á húsgögnum. Íslenski sendiherrann í London sá svo um að versla inn húsbúnað í samræmi við upprunalegan stíl Bessastaðastofu sem hafði verið byggð sem embættisbústaður amtmanns á árunum 1761–1766. Myndin er tekin um 1960 og sýnir þjónustufólk við veisluborð á Bessastöðum.

Slíkar mótbárur voru hins vegar ekki áhrifameiri en svo að sátt varð um Bessastaði. Ákveðið var að fela Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt að sjá um endurbætur á húsakostinum og kaup á húsgögnum svo Bessastaðir gætu orðið sómasamlegur þjóðhöfðingjabústaður. [8] Leitað var ráða hjá sendiherra Breta á Íslandi varðandi kaup á húsgögnum. Íslenski sendiherrann í London sá svo um að versla inn húsbúnað í samræmi við upprunalegan stíl Bessastaðastofu sem hafði verið byggð sem embættisbústaður amtmanns á árunum 1761–1766. [9] Þegar ríkisstjórahjónin fluttu inn í mars 1942 virðast efasemdaraddirnar hafa verið þagnaðar. Í Vísi var fullyrt að „tígulleg snilld“ auðkenndi breytingarnar, „næmt listamannsauga og frábær smekkvísi“ mótuðu ríkisstjórabústaðinn „og hvern hlut í honum“:

Heildarsamræmi er í húsi og húsmunum, og munu Bessastaðir einstakt setur í sinni röð, sem mikið má af læra fyrir alla þá, sem stílfegurð láta sig nokkuru skipta. Hefir hér verið lagður grundvöllur að því sem verða að: að skapa ríkisstjóraaðsetur við hans hæfi, sem virðulegasta embættismanns þjóðarinnar. [10]

Allir forsetar íslenska lýðveldisins hafa búið með fjölskyldum sínum á Bessastöðum. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur var reyndar ákveðið að ráðast í endurbætur og byggja upp nýtt íbúðarhús. Heimili forseta á lofti Bessastaðastofu var þá varla íbúðarhæft, „fötur stóðu upp í svefnherberginu vegna leka og gólfið gekk í bylgjum“, segir í ævisögu Vigdísar. [11] Hún flutti því ásamt dóttur sinni í hús þeirra við Aragötu sem er í næsta nágrenni við Háskóla Íslands.

Tilvísanir:
 1. ^ Guðmundur Finnbogason, „Ríkisstjórinn“, Fálkinn 15:46–48 (1942), bls. 4.
 2. ^ Alþingistíðindi 1941 A, 925–926 og 955 (þskj. 720 og 762).
 3. ^ Um sögu staðarins og Bessastaðastofu sjá t.d.: Þorsteinn Gunnarsson, „Bessastaðastofa 1767“, Yrkja. Afmælisrit til Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl 1990. Reykjavík: Iðunn, 1990, bls. 261–268 og Einar Laxness, „Plan og Prospect af Bessesteds kongsgaard“ 1720“, Saga 15 (1977), bls. 223–225.
 4. ^ Alþingistíðindi 1941 B, d. 514–515.
 5. ^ Alþingistíðindi 1941 B, d. 493–523. Sjá jfr. Sigríður Agnes Sigurðardóttir, Bústaður þjóðhöfðingja. Hvers vegna urðu Bessastaðir fyrir valinu árið 1941? BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2015, https://skemman.is/handle/1946/20390: (sótt 24. maí 2019).
 6. ^ Vísir 30. maí 1941, bls. 2.
 7. ^ Morgunblaðið 29. maí 1941, bls. 3.
 8. ^ Pétur Ármannsson, Gunnlaugur Halldórsson arkitekt. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2014, bls. 69–71.
 9. ^ Sigríður Agnes Sigurðardóttir, Bústaður þjóðhöfðingja, bls. 16–21.
 10. ^ Vísir 21. mars 1942, bls. 2.
 11. ^ Páll Valsson, Vigdís. Kona verður forseti. Reykjavík: JPV, 2009, bls. 373–374. Sjá jfr. Morgunblaðið 15. janúar 1995, Sunnudagsblað, bls. 18–19.

Myndir:

Höfundur

Ragnheiður Kristjánsdóttir

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.6.2019

Spyrjandi

Sólveig Lilja

Tilvísun

Ragnheiður Kristjánsdóttir. „Af hverju þarf forsetinn að búa á Bessastöðum?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2019. Sótt 4. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77532.

Ragnheiður Kristjánsdóttir. (2019, 3. júní). Af hverju þarf forsetinn að búa á Bessastöðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77532

Ragnheiður Kristjánsdóttir. „Af hverju þarf forsetinn að búa á Bessastöðum?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2019. Vefsíða. 4. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77532>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þarf forsetinn að búa á Bessastöðum?
Þarf forsetabústað?

Svo virðist sem að ekki hafi annað komið til greina en að forseti íslenska lýðveldisins hefði opinberan bústað eins og aðrir þjóðhöfðingjar. Gengið var út frá því að hann þyrfti húsnæði þar sem hægt væri að halda fundi og taka á móti innlendum og erlendum gestum, þar á meðal kóngum, drottningum og öðrum forsetum.

Hér lá meðal annars að baki sú hugmynd að þjóðhöfðinginn væri „fulltrúi og ímynd þjóðarinnar inn á við og út á við“, eins og það var orðað í tímaritsgrein árið 1942, og að tignir erlendir gestir kæmu til með að dæma þjóðina „eftir háttum fulltrúa hennar.“ [1] Það skipti með öðrum orðum máli að forseti hins nýja íslenska lýðveldis ætti sér virðulegan bústað sem Íslendingar þyrftu ekki að skammast sín fyrir. Bessastaðir eru eins konar forsetahöll.

Loftmynd af Bessastöðum frá lýðveldisárinu 1944.

Fyrstur íslenskra þjóðhöfðingja til að búa á Bessastöðum var Sveinn Björnsson, til að byrja með sem ríkisstjóri, en frá 17. júní 1944 sem forseti Íslands. Þegar nasistar hertóku Danmörku vorið 1940 hafði Alþingi ákveðið að færa ríkisvaldið í hendur íslensku ríkisstjórnarinnar. Árið 1941 var síðan stofnað embætti ríkisstjóra sem fékk það „vald sem konungi [var] falið í stjórnarskránni“. Í lögum um embættið sagði jafnframt að ríkisstjórinn skyldi hafa aðsetur í Reykjavík eða næsta nágrenni. Í mars árið 1942 — rúmum tveimur árum fyrir stofnun lýðveldisins og forsetaembættisins — var ríkisstjórinn sestur að á Bessastöðum. [2]

Bessastaðir?

Ástæða þess að lög um um ríkisstjóra gerðu ráð fyrir að forseti gæti haft aðsetur í næsta nágrenni Reykjavíkur, en ekki einfaldlega í Reykjavík, var sú að þegar lögin voru sett lá fyrir að Bessastaðir gætu orðið bústaður þjóðhöfðingjans. Þáverandi eigandi jarðarinnar og Bessastaðastofu, [3] var reiðubúinn að afhenda ríkinu staðinn gegn vægu eða engu gjaldi en með tilteknum skilyrðum.[4]

Það skipti máli að forseti hins nýja íslenska lýðveldis ætti sér virðulegan bústað sem Íslendingar þyrftu ekki að skammast sín fyrir. Bessastaðir eru eins konar forsetahöll.

Sú ráðstöfun var hins vegar ekki óumdeild. Af umræðum á Alþingi má sjá að sumir þingmenn vildu heldur að þjóðhöfðinginn hefði aðsetur í Reykjavík. Þar höfðu nokkur hús komið til greina. Helst virðist hafa verið rætt um að kaupa Fríkirkjuveg 11 sem var glæsilegt timburhús sem athafnamaðurinn Thor Jensen hafði reist snemma á tuttugustu öld. En einnig var nefndur ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu sem og holdsveikraspítalinn í Laugarnesi, stórt timburhús frá lokum nítjándu aldar (sem svo brann vorið 1943).

Þau rök sem helst voru færð fram gegn því að þjóðhöfðinginn hefði aðsetur á Bessastöðum voru annars vegar þau að þeir væru of langt frá Reykjavík, seinlegt gæti reynst að koma gestum þangað og jafnvel ómögulegt ef færð væri slæm. Hins vegar var nefnt að staðurinn væri nátengdur því danska valdi sem Íslendingar höfðu hafnað með baráttu fyrir sjálfstæði og ákvörðun um stofnun lýðveldis. [5] Í dagblaðinu Vísi sagði að í meðvitund þjóðarinnar væru Bessastaðir fyrst og fremst „höfuðstaður Dana á Íslandi.“ Var þá verið að vísa til þess að þar höfðu lengi setið embættismenn Danakonungs. [6] Í Morgunblaðinu sagði að þetta væri „furðuleg uppástunga“:

Undirrót þess, að Bessastaðir urðu konungseign og þess vegna aðsetursstaður óvinsælla valdsmanna síðar meir, var sú, sem kunnugt er, að Snorri Sturluson átti jörðina en konungur sölsaði hana undir sig, er Snorri var myrtur. Þetta er byrjunin, að heita má, í sögu Bessastaða. Og síðar kemur hið dimma tímabil Bessastaðavaldsins, sem óþarft er að rekja. Þjóðin hefur munað Bessastaði og það sem þaðan kom. [7]

Leitað var ráða hjá sendiherra Breta á Íslandi varðandi kaup á húsgögnum. Íslenski sendiherrann í London sá svo um að versla inn húsbúnað í samræmi við upprunalegan stíl Bessastaðastofu sem hafði verið byggð sem embættisbústaður amtmanns á árunum 1761–1766. Myndin er tekin um 1960 og sýnir þjónustufólk við veisluborð á Bessastöðum.

Slíkar mótbárur voru hins vegar ekki áhrifameiri en svo að sátt varð um Bessastaði. Ákveðið var að fela Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt að sjá um endurbætur á húsakostinum og kaup á húsgögnum svo Bessastaðir gætu orðið sómasamlegur þjóðhöfðingjabústaður. [8] Leitað var ráða hjá sendiherra Breta á Íslandi varðandi kaup á húsgögnum. Íslenski sendiherrann í London sá svo um að versla inn húsbúnað í samræmi við upprunalegan stíl Bessastaðastofu sem hafði verið byggð sem embættisbústaður amtmanns á árunum 1761–1766. [9] Þegar ríkisstjórahjónin fluttu inn í mars 1942 virðast efasemdaraddirnar hafa verið þagnaðar. Í Vísi var fullyrt að „tígulleg snilld“ auðkenndi breytingarnar, „næmt listamannsauga og frábær smekkvísi“ mótuðu ríkisstjórabústaðinn „og hvern hlut í honum“:

Heildarsamræmi er í húsi og húsmunum, og munu Bessastaðir einstakt setur í sinni röð, sem mikið má af læra fyrir alla þá, sem stílfegurð láta sig nokkuru skipta. Hefir hér verið lagður grundvöllur að því sem verða að: að skapa ríkisstjóraaðsetur við hans hæfi, sem virðulegasta embættismanns þjóðarinnar. [10]

Allir forsetar íslenska lýðveldisins hafa búið með fjölskyldum sínum á Bessastöðum. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur var reyndar ákveðið að ráðast í endurbætur og byggja upp nýtt íbúðarhús. Heimili forseta á lofti Bessastaðastofu var þá varla íbúðarhæft, „fötur stóðu upp í svefnherberginu vegna leka og gólfið gekk í bylgjum“, segir í ævisögu Vigdísar. [11] Hún flutti því ásamt dóttur sinni í hús þeirra við Aragötu sem er í næsta nágrenni við Háskóla Íslands.

Tilvísanir:
 1. ^ Guðmundur Finnbogason, „Ríkisstjórinn“, Fálkinn 15:46–48 (1942), bls. 4.
 2. ^ Alþingistíðindi 1941 A, 925–926 og 955 (þskj. 720 og 762).
 3. ^ Um sögu staðarins og Bessastaðastofu sjá t.d.: Þorsteinn Gunnarsson, „Bessastaðastofa 1767“, Yrkja. Afmælisrit til Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl 1990. Reykjavík: Iðunn, 1990, bls. 261–268 og Einar Laxness, „Plan og Prospect af Bessesteds kongsgaard“ 1720“, Saga 15 (1977), bls. 223–225.
 4. ^ Alþingistíðindi 1941 B, d. 514–515.
 5. ^ Alþingistíðindi 1941 B, d. 493–523. Sjá jfr. Sigríður Agnes Sigurðardóttir, Bústaður þjóðhöfðingja. Hvers vegna urðu Bessastaðir fyrir valinu árið 1941? BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2015, https://skemman.is/handle/1946/20390: (sótt 24. maí 2019).
 6. ^ Vísir 30. maí 1941, bls. 2.
 7. ^ Morgunblaðið 29. maí 1941, bls. 3.
 8. ^ Pétur Ármannsson, Gunnlaugur Halldórsson arkitekt. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2014, bls. 69–71.
 9. ^ Sigríður Agnes Sigurðardóttir, Bústaður þjóðhöfðingja, bls. 16–21.
 10. ^ Vísir 21. mars 1942, bls. 2.
 11. ^ Páll Valsson, Vigdís. Kona verður forseti. Reykjavík: JPV, 2009, bls. 373–374. Sjá jfr. Morgunblaðið 15. janúar 1995, Sunnudagsblað, bls. 18–19.

Myndir:

...