Það skipti máli að forseti hins nýja íslenska lýðveldis ætti sér virðulegan bústað sem Íslendingar þyrftu ekki að skammast sín fyrir. Bessastaðir eru eins konar forsetahöll.
Undirrót þess, að Bessastaðir urðu konungseign og þess vegna aðsetursstaður óvinsælla valdsmanna síðar meir, var sú, sem kunnugt er, að Snorri Sturluson átti jörðina en konungur sölsaði hana undir sig, er Snorri var myrtur. Þetta er byrjunin, að heita má, í sögu Bessastaða. Og síðar kemur hið dimma tímabil Bessastaðavaldsins, sem óþarft er að rekja. Þjóðin hefur munað Bessastaði og það sem þaðan kom. [7]

Leitað var ráða hjá sendiherra Breta á Íslandi varðandi kaup á húsgögnum. Íslenski sendiherrann í London sá svo um að versla inn húsbúnað í samræmi við upprunalegan stíl Bessastaðastofu sem hafði verið byggð sem embættisbústaður amtmanns á árunum 1761–1766. Myndin er tekin um 1960 og sýnir þjónustufólk við veisluborð á Bessastöðum.
Heildarsamræmi er í húsi og húsmunum, og munu Bessastaðir einstakt setur í sinni röð, sem mikið má af læra fyrir alla þá, sem stílfegurð láta sig nokkuru skipta. Hefir hér verið lagður grundvöllur að því sem verða að: að skapa ríkisstjóraaðsetur við hans hæfi, sem virðulegasta embættismanns þjóðarinnar. [10]Allir forsetar íslenska lýðveldisins hafa búið með fjölskyldum sínum á Bessastöðum. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur var reyndar ákveðið að ráðast í endurbætur og byggja upp nýtt íbúðarhús. Heimili forseta á lofti Bessastaðastofu var þá varla íbúðarhæft, „fötur stóðu upp í svefnherberginu vegna leka og gólfið gekk í bylgjum“, segir í ævisögu Vigdísar. [11] Hún flutti því ásamt dóttur sinni í hús þeirra við Aragötu sem er í næsta nágrenni við Háskóla Íslands. Tilvísanir:
- ^ Guðmundur Finnbogason, „Ríkisstjórinn“, Fálkinn 15:46–48 (1942), bls. 4.
- ^ Alþingistíðindi 1941 A, 925–926 og 955 (þskj. 720 og 762).
- ^ Um sögu staðarins og Bessastaðastofu sjá t.d.: Þorsteinn Gunnarsson, „Bessastaðastofa 1767“, Yrkja. Afmælisrit til Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl 1990. Reykjavík: Iðunn, 1990, bls. 261–268 og Einar Laxness, „Plan og Prospect af Bessesteds kongsgaard“ 1720“, Saga 15 (1977), bls. 223–225.
- ^ Alþingistíðindi 1941 B, d. 514–515.
- ^ Alþingistíðindi 1941 B, d. 493–523. Sjá jfr. Sigríður Agnes Sigurðardóttir, Bústaður þjóðhöfðingja. Hvers vegna urðu Bessastaðir fyrir valinu árið 1941? BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2015, https://skemman.is/handle/1946/20390: (sótt 24. maí 2019).
- ^ Vísir 30. maí 1941, bls. 2.
- ^ Morgunblaðið 29. maí 1941, bls. 3.
- ^ Pétur Ármannsson, Gunnlaugur Halldórsson arkitekt. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2014, bls. 69–71.
- ^ Sigríður Agnes Sigurðardóttir, Bústaður þjóðhöfðingja, bls. 16–21.
- ^ Vísir 21. mars 1942, bls. 2.
- ^ Páll Valsson, Vigdís. Kona verður forseti. Reykjavík: JPV, 2009, bls. 373–374. Sjá jfr. Morgunblaðið 15. janúar 1995, Sunnudagsblað, bls. 18–19.
- Morgunblaðið, 10.10.2005 - Timarit.is. (Sótt 28.5.2019).
- Wikimedia Commons. OB081024-7989 BessastadirS. Birt undir leyfinu CC BY-SA 3.0. (Sótt 28.5.2019).
- Húsfreyjan, 11. árgangur 1960, 2. tölublað - Timarit.is. (Sótt 29.05.2019).