Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað hétu lærisveinar Jesú?
Hugtakið „lærisveinar Jesú“ er víðtækt og tekur til hins stóra hóps fylgjenda Jesú sem allir voru nefndir lærisveinar. Hinn stóri hópur lærisveina taldi bæði konur og karla og eru nokkrir einstaklingar innan hans nafngreindir í guðspjöllunum. Lúkasarguðspjall nefnir í áttunda kaflanum nokkrar konur sem hafi hjálpa...
Hver var Évariste Galois og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Sannleikurinn er stundum ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Kannski er það ástæðan fyrir því að enginn hefur enn gert kvikmynd um líf franska stærðfræðingsins Évariste Galois (1811-1832); ótti við að fólk trúi sögunni einfaldlega ekki. Galois er einn af frumlegri stærðfræðingum sögunnar. Hann gjörbylti algebru me...
Hvað gerðist í orrustunni um Saipan í síðari heimsstyrjöldinni?
Kyrrahafsstríðið hófst með árás Japana á Pearl Harbor hinn 7. desember 1941. Í kjölfarið fylgdu örir landvinningar og sigrar Japana sem lögðu undir sig landsvæði allt að Indlandi til vesturs, Nýju-Gíneu til suðurs og Wake-eyju og Gilberts-eyja til austurs. Þetta var mikil sigurganga og gefur til kynna þá miklu yfi...
Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?
Nú á dögum er David Ricardo (1772-1823) almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Thomas Malthus vinur hans1 lásu einna mest um hagfræðileg efni var Adam Smith. Smith hafði mjög víðfeðma sýn en Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til...
Mun ómíkron útrýma delta og öðrum afbrigðum veirunnar?
Frá því að SARS-CoV-2 faraldurinn hófst undir lok árs 2019 hefur veiran dreifst um heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði myndast hjá veirum þegar nægilega margar og áhrifaríkar stökkbreytingar hafa orðið á erfðaefninu, til að eiginleikar veirunnar breytist miðað við upprunalegu gerðina (eða önnur afbri...
Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?
Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...
Hver var Cicero?
Marcus Tullius Cicero var einn merkasti stjórnmálamaður, heimspekingur og rithöfundur Rómar á fyrstu öld fyrir Krist. Frami Cicero fæddist 3. janúar árið 106 f.Kr. í Arpinum á Ítalíu. Hann hlaut góða menntun í Aþenu og á Ródos bæði í mælskufræði og heimspeki. Cicero gerðist málafærslumaður og gat sér flj...
Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“?
Erfitt er að tilgreina einn sjúkdóm sem þann banvænasta, sérstaklega þar sem áhrif sjúkdóma á fólk fara mikið eftir heilsufarsástandi hvers og eins sem og aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að kvef getur dregið alnæmissjúkling til dauða en er aðeins minniháttar kvilli fyrir þá sem eru heilbrigðir a...
Hver var Páll postuli og hvert var framlag hans til kristinnar trúar?
Páll postuli er ein af athyglisverðustu og mikilvægustu persónum í sögu kristinna trúarbragða. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að með trúboðsstarfi sínu og stofnun söfnuða í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs á 1. öld þessa tímatals hafi hann lagt grunninn að starfi kristinna kirkna allt fram á okkar daga. ...
Hvers vegna eru fríhafnir til?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...
Var vont veður og kalt allt árið 1918?
Upprunalega spurningin var: Hvernig var veðrið allt árið 1918, ekki bara frostaveturinn? Þegar ársins 1918 er minnst í Íslandssögunni þá eru nokkrir atburðir sem iðulega eru nefndir og þá helst að landið varð fullvalda, Katla gaus og spánska veikin herjaði á landsmenn. En ársins er líka minnst fyrir veðurfa...
Hvernig byrjaði galdrafárið á Íslandi og hvert var hlutverk almennings?
Hugtakið „galdrafár“ hlýtur að taka mið af ofsóknum í garð meintra galdranorna og galdrakarla, fremur en athöfnum þeirra sem slíkra. Slíkar ofsóknir urðu hvað ákafastar í flestum löndum Vestur-Evrópu á síðustu árum 16. aldar og fram eftir 17. öld, þannig að tugir þúsunda voru teknar af lífi, einkum konur. Á Ísland...
Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.?
Ramses II. eða Ramses hinn mikli var þriðji faraó Egyptalands og tilheyrði svonefndu 19. ættarveldi. Hann var sonur Seti I. og Tuyu drottningar. Ramses II. var uppi um 1292–1190 f.Kr. og stóð valdatími hans yfir frá um 1279 til 1213. Talið er að hann hafi verið 96 ára þegar hann lést og á löngum valdatíma lét hann...
Hvernig er hægt að rökstyðja að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?
Frá sjónarhóli tölfræðilegrar fólksfjöldafræði er eðlilegast að svara spurningu þessari með því að athuga hve marga hugsanlega áa (forfeður og formæður) hver einstaklingur á. Við tökum hér dæmi af einstakling sem fæddur er árið 1970. Foreldrar hans tveir eru ekki ósennilega fæddir um 1940. Afar hans og ömmu, alls ...
Hverjir eru Gyðingar og hver er sérstaða þeirra?
Þegar við tölum um Gyðinga er sennilega bæði átt við trúarbrögð þeirra og tungumál. Gyðingar hafa nefnilega ekki verið sérstakur „kynþáttur” síðan einhvern tíma langt aftur í fornöld. Þeir Gyðingar sem mestu hafa ráðið í Ísrael eru almennt upprunnir frá Austur-Evrópu og eru líffræðilega skyldastir íbúunum þar. Mar...