Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2184 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver fann upp Jesú?

Erfitt er að fullyrða með vissu hvort Jesús hafi í raun og veru verið til eða ekki. Því er erfitt að svara þessari spurningu. Þau sem eru kristin telja að Guð hafi fundið upp Jesú. Sumt fólk sem ekki er kristið telur að Jesús hafi verið til en ekki verið sonur Guðs, það er að segja ekkert öðruvísi en aðrir. Hugsan...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?

Þetta er ein af mörgum spurningum um upphaf lífs á jörðinni sem ekki er hægt að svara með neinni vissu. Nú á dögum eru gen allra eiginlegra lífvera gerð úr kjarnsýrunni DNA en kjarnsýran RNA er erfðaefni ákveðinna veira. Margt bendir til þess að í þróunarsögu lífsins hafi RNA komið til sögunnar á undan DNA og reyn...

category-iconBókmenntir og listir

Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þjóðsögur eru yfirleitt ekki byggðar á sönnum atburðum, en engu að síður er hægt að lesa ýmislegt úr slíkum sögum um veruleikann. Þjóðsögum má skipta í ævintýri og sagnir. Ævintýri er löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um kóalabirni?

Spurningin hljóðar í heild sinni svo: Getið þið sagt mér allt um kóalabirni, svo sem æxlun, mökun og allt þar á milli? Kóalabirnir (Phascolarctos cinereus) eru áströlsk pokadýr og fyrirfinnast villtir á takmörkuðum skógarsvæðum við austurströnd Ástralíu. Flestir eru þeir í Queensland-ríki eða um 50 þúsund, en ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?

Ekki er vitað til þess að vélhjól hafi komið til Íslands fyrr en 1905, ári eftir að fyrsti bíllinn kom. Þorkell Þ. Clementz, vélfræðingur, var fyrsti mótorhjólamaður landsins. Hann flutti inn fyrsta mótorhjólið 20. júní 1905 og sótti síðar um einkaleyfi á vörumerkinu ELG fyrir mótorhjól sem hann ætlaði að selja. L...

category-iconUnga fólkið svarar

Getur þú sagt mér allt um stjörnuþokur?

Með stjörnuþoku, eða vetrarbraut, er átt við þyrpingu stjarna, geimefna og ýmissa lofttegunda, aðallega vetnis og helíns (en þau frumefni mynda 98% af masssa alheimsins). Þær mynduðust nær allar við þéttingu efnis við upphaf alheimsins. Stjörnuþokur eru gífurlega stórar. Til marks um það má nefna að áætlað er að í...

category-iconÞjóðfræði

Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?

Þessi vísa birtist fyrst í seinna bindinu af þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1864: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna. Stóllinn sem kannan stendur á heitir könnustóll og var þekkt húsgagn á heimilum heldri manna á miðöldum. Á honum stóðu ýmis ílát með vínföngum. Vísan virðist ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er Skakki turninn í Písa skakkur?

Skakki turninn í borginni Písa á Ítalíu er sjö hæða hár klukkuturn sem er frægur um allan heim fyrir að halla ískyggilega. Turninn er rúmlega 800 ára gamall. Vinna við hann hófst árið 1173, en vegna tafa af völdum ýmissa stríða var lokahöggið við bygginguna ekki slegið fyrr en tæpum 200 árum seinna. Turninn byr...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir hugtakið smásaga?

Það er hægt að skilgreina hugtakið smásaga á ýmsa vegu, til dæmis svona: Smásaga er skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið örsaga og að sama ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum?

Norður-Atlantshafið er hlutfallslega ungt á jarðsögulegum tíma. Fyrir um 55 milljón árum var Grænland hluti af meginlandi Evrópu og þá samfellt land með Skandinavíu og því landsvæði sem nú eru Bretlandseyjar. Fyrsta myndin sýnir legu landanna á þeim tíma. Áætluð landaskipan fyrir um 55 milljón árum. Fyrr ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?

Upprunalega spurningin var á þessa leið: Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta. Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fra...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Margrét Elísabet Ólafsdóttir stundað?

Margrét Elísabet Ólafsdóttir er lektor í listum við kennaradeild Háskólans á Akureyri ásamt því að starfa sjálfstætt að verkefnum á sviði lista, svo sem ritstjórn, sýningarstjórn og greinarskrifum fyrir sýningar. Rannsóknir Margrétar eru á sviði list- og fagurfræði. Rannsóknir hennar hafa beinst að tengslum l...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er tóntegundaleysi og hvaða tónskáld hafa helst tileinkað sér það?

Með hugtakinu tóntegund er átt við tónlist þar sem einn tónn er mikilvægari en aðrir tónar tónverksins, hann er því grunntónn tónstigans í verkinu. Í klassískri og rómantískri tónlist byggðist tóntegund á ákveðnum tónstiga í dúr eða moll. Tóntegundaleysi (e. atonality) er einfaldlega andstæða þessa: tónlist sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Finnur Jónsson og hvert var framlag hans til norrænna fræða?

Finnur Jónsson prófessor var einn afkastamesti og virtasti fræðimaður á sviði norrænna fræða í upphafi 20. aldar, ekki síst sem útgefandi norrænna miðaldatexta en einnig ritaði hann merk yfirlitsrit um norrænar bókmenntir fyrri alda. Finnur Jónsson (1858-1934).Finnur Jónsson var fæddur á Akureyri 29. maí 1858. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Þorsteinn Helgason stundað?

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð (einkum í sögu), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa þó fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627 o...

Fleiri niðurstöður