Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 476 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hver var Hildegard frá Bingen og fyrir hvað er hún þekkt?

Í sögu kristinnar guðfræði eru ekki margar nafngreindar konur og lengst af hefur afrekum þeirra lítt verið haldið á loft. Á síðari árum hefur þetta viðhorf mjög breyst og hlutur kvenna í kirkjusögunni verið dreginn fram. Á miðöldum voru nokkrar konur sem mörkuðu spor og voru þekktar og ein þeirra er abbadísin Hild...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?

Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru margir hestar í íslensku landslagi?

Örnefnið Hestur er víða til á Íslandi, sem bæjarnafn, fjallsheiti og heiti á klettum, hólum og hæðum. Fjórir bæir á landinu heita Hestur. Einn er í Grímsnesi í Árnessýslu, annar í Andakíl í Borgarfirði og tveir á Vestfjörðum, í Önundarfirði og við Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi. Allir standa bæir þessir undir fjöllum...

category-iconVeðurfræði

Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?

Margir hafa greinlega áhuga á því hvort það geti í raun og veru rignt fiskum eða froskum og þá af hverju? Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um efnið, meðal annars þessar hér: Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin? Ég las ei...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?

Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld. Rauðasandur er ein mesta sk...

category-iconVísindafréttir

Vísindamaður vikunnar - viðtöl við vísindamenn um rannsóknir og annað fróðlegt efni

Vísindavefur HÍ og RÚV eru í samstarfi um vísindamann vikunnar. Í þættinum Samfélagið á Rás 1 eru vikuleg viðtöl við einn íslenskan vísindamann, rannsóknir hans og annað fróðlegt efni. Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindafélag Íslands og Vísindavefurinn settu á laggirnar árið 20...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig verkar Drake-jafnan?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Ef sannað er að líf hafi til dæmis þrifist á Mars, hve miklar líkur eru á því að líf sé að finna í öðrum sólkerfum? (Árni Arent)Hvað eru til mörg sólkerfi sem eru lík okkar og hverjar eru líkurnar á því að það sé pláneta alveg eins og okkar þarna úti? (Sigurður Jón Sigu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er litblinda?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um litblindu. Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig erfist litblinda? Af hverju er sagt að litblinda sé ríkjandi eiginleiki hjá körlum en ekki konum? Er hægt að lækna litblindu? Er litblinda algeng? Hverjar eru líkurnar að einstaklingur fæðist litblindur á öðru ...

category-iconFélagsvísindi

Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?

Til að svara þessu skoðum við fyrst með hvaða hætti Ísland tengist nú þegar samstarfi Evrópusambandsríkjanna og berum það svo saman við þær breytingar sem yrðu innanlands við fulla aðild að ESB. Evrópusambandið er yfirþjóðlegur samstarfsvettvangur 27 Evrópuríkja sem hafa framselt ákvörðunarrétt á afmörkuðum sv...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær fólk fælni (fóbíur) og hvaða meðferð er hægt að beita við henni?

Aðrir spyrjendur eru: Kolbrún María, f. 1990, Ragnheiður Þórðardóttir, Eiríkur Ásmundsson, Magnús Einarsson, Andreas Færseth og Guðlaug Erla, f. 1989. Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri. Flokkun Í DSM-IV, flokkunarkerfi fyrir geðras...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð fjallið Keilir til?

Líklegast telja flestir Esjuna vera borgarfjall Reykjavíkur, enda gnæfir hún tignarlega yfir höfuðborgarsvæðið í norðri. Til suðurs er þó annað fjall, eða öllu heldur fell, sem margir höfuðborgarbúar sjá daglega og mörgum þykir vænt um. Er það hinn formfagri Keilir sem stendur stakur, mitt á eldbrunnum Reykjanessk...

category-iconJarðvísindi

Hversu hratt geta apalhraun runnið og hvað ræður rennslishraðanum?

Svonefnd kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[1] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög...

category-iconLæknisfræði

Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?

Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...

category-iconSálfræði

Hvað er ást? Er hún mælanleg?

Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf - án átaka, enginn þroski. Þessi tvö öfl, meðbyr-mótbyr, sem svo oft takast á, eru líklega forsendur lífsins. Ástin er í upprunalegu merkingunni afl lífsins, "já-ið", lífs- og kynhvötin, afl gleðinnar, hins góða, jákvæða, frjóa, uppbyggilega - líbídó. Hið gagnstæða er afl ...

category-iconEfnafræði

Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum?

Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni ‒ léttasta og einfaldasta frumefnið, enda stendur það fremst í lotukerfinu svokallaða. Vetnisfrumeindin samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarnanum og einni neikvætt hlaðinni rafeind sem segja má að sveimi um kjarnann. Lítið er um hreint vetni hér á j...

Fleiri niðurstöður