Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?

Snæbjörn Guðmundsson

Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld.

Rauðasandur er ein mesta skeljasandsfjara á Íslandi. Rauða blæinn fær sandurinn af skel hörpudisksins en mikið er af skeljabrotum hans í sandinum. Sveitin er fjöllum girt og bæði austan og vestan við sandinn endar fjaran í hömrum og bröttum skriðum. Að vestan liggur Brekkuhlíð og lengra, handan Keflavíkur, sjálft Látrabjarg. Austan megin liggur hins vegar skriðurunnið Skorarfjallið.

Í lok ísaldar, rétt eftir að jökla leysti á þessu svæði, lá sjávarstaða hærra og stóðu fjöllin umhverfis sveitina þá í sjó fram. Merki um hærri sjávarstöðu má sjá víða, þar sem brimsorfið grjót liggur langt ofan við núverandi sjávarstöðu. Eftir að land reis urðu til grynningar og hefur rauðleitur skeljasandurinn fyllt ströndina með tíð og tíma. Skeljarnar brotna fyrir tilstilli sjávaröldunnar, sem mylur þær á grynningunum utan við sandinn. Einnig mylja ýmsar fisktegundir skeljarnar og skila þeim þannig aftur frá sér. Rauðasandur er fallegt dæmi um myndun sandstranda, en ef loftmynd af sandinum er skoðuð sést vel hvernig sjávaraldan ber sandinn fram og til baka frá fjörunni austanverðri og út í átt að Látrabjargi.

Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi.

En hvernig stendur á því að strönd Rauðasands er svona rík af skeljum, og sérstaklega af skel hörpudisksins? Augljósa svarið er það að mikið er af skel í Breiðafirði. Fjörðurinn hefur alla tíð verið mikil matarkista og finnast þar góð veiðisvæði, meðal annars hörpudisksins. Breiðafjörður var reyndar langumfangsmesti veiðistaður hörpudisks við strendur Íslands meðan hann var veiddur, um og yfir 80% af heildarafla við landið á síðari hluta 20. aldar veiddist í firðinum.

Hins vegar eru helstu búsetu- og veiðisvæði tegundarinnar í syðri hluta fjarðarins, milli Stykkishólms og Flateyjar. Það skýtur því kannski skökku við að mest af skelinni finnist við fjörðinn norðvestanverðan en lítið sem ekkert er um skeljafjörur austan Vatnsfjarðar og við sunnanverðan Breiðafjörð eru skeljafjörur langtum minni en sést á Rauðasandi.

Rauðasandur er ein mesta skeljasandsfjara á Íslandi. Rauða blæinn fær sandurinn af skel hörpudisksins en mikið er af skeljabrotum hans í sandinum.

Ástæðan fyrir þessu mikla magni hörpudisksskelja á Rauðasandi, umfram aðrar strendur við Breiðafjörð, er lega sjávarstrauma í firðinum. Breiðafjörður er þekktur fyrir mikla og þunga strauma og eru þeir hvað þyngstir yst við fjörðinn, bæði norðan og sunnan megin. Straumakerfi Breiðafjarðar er flókið en þróuð hafa verið straumalíkön af hafinu umhverfis landið og ná þessi líkön að herma nokkuð vel eftir sjávarstraumum í Breiðafirði.

Líkönin sýna að frá aðalbúsetusvæðum hörpudisksins norðan Stykkishólms liggur straumurinn norður fjörðinn og að ströndinni vestan Vatnsfjarðar. Þaðan streymir sjórinn meðfram Barðaströnd, Rauðasandi og Látrabjargi, fyrir Bjargtanga og svo norður Vesturfirðina. Straumalíkanið skýrir því einnig vel útbreiðslu skeljasandsins í víkunum norður af Bjargtöngum. Þar í Látravík, Breiðuvík og Kollsvík má sjá gullfallegar skeljasandsfjörur, svipaðar Rauðasandi og skeljasandsfjörunum á Barðaströndinni en þó gulleitari. Liturinn skýrist af því að þar er minna um hörpudisk en á Rauðasandi og meira um aðrar skeljar, svo sem kúskel.

Heimildir:
  • Bjarni Sæmundsson. 1938, 6. mars. Norður fyrir land á „Skallagrími“. Vísir Sunnudagsblað, bls. 1 og 5.
  • Jónas Páll Jónasson. 2007. Hörpudiskurinn í Breiðafirði. Rannsóknir og ástand stofnsins. Háskólasetur Snæfellsness og Náttúrustofa Vesturlands, Stykkishólmi.
  • Logemann, K., Jón Ólafsson, Árni Snorrason, Héðinn Valdimarsson og Guðrún Marteinsdóttir. 2013. The circulation of Icelandic waters - a modelling study. Ocean Science 9, 931-955.
  • Þorvaldur Thoroddsen. 1904. Þættir úr jarðfræði Íslands. Andvari 29, 16-78.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Snæbjörn Guðmundsson

jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands

Útgáfudagur

11.8.2021

Spyrjandi

Ágúst, ritstjórn

Tilvísun

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2021. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72484.

Snæbjörn Guðmundsson. (2021, 11. ágúst). Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72484

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2021. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72484>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?
Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld.

Rauðasandur er ein mesta skeljasandsfjara á Íslandi. Rauða blæinn fær sandurinn af skel hörpudisksins en mikið er af skeljabrotum hans í sandinum. Sveitin er fjöllum girt og bæði austan og vestan við sandinn endar fjaran í hömrum og bröttum skriðum. Að vestan liggur Brekkuhlíð og lengra, handan Keflavíkur, sjálft Látrabjarg. Austan megin liggur hins vegar skriðurunnið Skorarfjallið.

Í lok ísaldar, rétt eftir að jökla leysti á þessu svæði, lá sjávarstaða hærra og stóðu fjöllin umhverfis sveitina þá í sjó fram. Merki um hærri sjávarstöðu má sjá víða, þar sem brimsorfið grjót liggur langt ofan við núverandi sjávarstöðu. Eftir að land reis urðu til grynningar og hefur rauðleitur skeljasandurinn fyllt ströndina með tíð og tíma. Skeljarnar brotna fyrir tilstilli sjávaröldunnar, sem mylur þær á grynningunum utan við sandinn. Einnig mylja ýmsar fisktegundir skeljarnar og skila þeim þannig aftur frá sér. Rauðasandur er fallegt dæmi um myndun sandstranda, en ef loftmynd af sandinum er skoðuð sést vel hvernig sjávaraldan ber sandinn fram og til baka frá fjörunni austanverðri og út í átt að Látrabjargi.

Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi.

En hvernig stendur á því að strönd Rauðasands er svona rík af skeljum, og sérstaklega af skel hörpudisksins? Augljósa svarið er það að mikið er af skel í Breiðafirði. Fjörðurinn hefur alla tíð verið mikil matarkista og finnast þar góð veiðisvæði, meðal annars hörpudisksins. Breiðafjörður var reyndar langumfangsmesti veiðistaður hörpudisks við strendur Íslands meðan hann var veiddur, um og yfir 80% af heildarafla við landið á síðari hluta 20. aldar veiddist í firðinum.

Hins vegar eru helstu búsetu- og veiðisvæði tegundarinnar í syðri hluta fjarðarins, milli Stykkishólms og Flateyjar. Það skýtur því kannski skökku við að mest af skelinni finnist við fjörðinn norðvestanverðan en lítið sem ekkert er um skeljafjörur austan Vatnsfjarðar og við sunnanverðan Breiðafjörð eru skeljafjörur langtum minni en sést á Rauðasandi.

Rauðasandur er ein mesta skeljasandsfjara á Íslandi. Rauða blæinn fær sandurinn af skel hörpudisksins en mikið er af skeljabrotum hans í sandinum.

Ástæðan fyrir þessu mikla magni hörpudisksskelja á Rauðasandi, umfram aðrar strendur við Breiðafjörð, er lega sjávarstrauma í firðinum. Breiðafjörður er þekktur fyrir mikla og þunga strauma og eru þeir hvað þyngstir yst við fjörðinn, bæði norðan og sunnan megin. Straumakerfi Breiðafjarðar er flókið en þróuð hafa verið straumalíkön af hafinu umhverfis landið og ná þessi líkön að herma nokkuð vel eftir sjávarstraumum í Breiðafirði.

Líkönin sýna að frá aðalbúsetusvæðum hörpudisksins norðan Stykkishólms liggur straumurinn norður fjörðinn og að ströndinni vestan Vatnsfjarðar. Þaðan streymir sjórinn meðfram Barðaströnd, Rauðasandi og Látrabjargi, fyrir Bjargtanga og svo norður Vesturfirðina. Straumalíkanið skýrir því einnig vel útbreiðslu skeljasandsins í víkunum norður af Bjargtöngum. Þar í Látravík, Breiðuvík og Kollsvík má sjá gullfallegar skeljasandsfjörur, svipaðar Rauðasandi og skeljasandsfjörunum á Barðaströndinni en þó gulleitari. Liturinn skýrist af því að þar er minna um hörpudisk en á Rauðasandi og meira um aðrar skeljar, svo sem kúskel.

Heimildir:
  • Bjarni Sæmundsson. 1938, 6. mars. Norður fyrir land á „Skallagrími“. Vísir Sunnudagsblað, bls. 1 og 5.
  • Jónas Páll Jónasson. 2007. Hörpudiskurinn í Breiðafirði. Rannsóknir og ástand stofnsins. Háskólasetur Snæfellsness og Náttúrustofa Vesturlands, Stykkishólmi.
  • Logemann, K., Jón Ólafsson, Árni Snorrason, Héðinn Valdimarsson og Guðrún Marteinsdóttir. 2013. The circulation of Icelandic waters - a modelling study. Ocean Science 9, 931-955.
  • Þorvaldur Thoroddsen. 1904. Þættir úr jarðfræði Íslands. Andvari 29, 16-78.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda....