Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4908 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er helmingunartími?

Hér verður einnig svarað spurningunni Hvað er hrörnunarstuðull? Stærðirnar helmingunartími (half-life) og hrörnunarstuðull eða sundrunarstuðul (decay constant) eru notaðar í tengslum við svokallaða veldishrörnun eða vísishrörnun (exponential decay). Veldisvöxtur kallast það þegar stærð vex á hraða sem er í...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru freknur?

Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er yrki eða botti?

Yrkjar, eða „bots“ eins og þeir eru nefndir á ensku, eru forrit upprunnin úr gervigreindarrannsóknum af margvíslegum toga. Nafnið „bot“ á rætur að rekja til orðsins „robot“ en styttingin hefur í gegnum tíðina öðlast sjálfstæða merkingu. Í daglegu tali um yrkja er yfirleitt átt við einföld forrit sem heyra undir...

category-iconSálfræði

Af hverju nota sálfræðingar svartar klessumyndir og spyrja sjúklingana út í þær?

Þær klessumyndir sem spyrjandi vísar í eru hluti af Rorschach blekklessuprófinu (Rorschach Inkblot Test) sem oftast er bara kallað Rorschach-próf. Klessumyndirnar eru 10 talsins og í raun ekki allar svartar heldur eru sumar í lit. Rorschach-prófið er stundum notað af klínískum sálfræðingum, geðlæknum eða öðrum...

category-iconLandafræði

Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?

Að undanskyldu Suðurskautinu (þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu) er Eyjaálfa, sem stundum er kölluð Ástralía, bæði minnsta og fámennasta heimsálfan. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni Geohive (sem sækir sínar upplýsingar á síðu The World Factbook) er áætlað að íbúar Eyjaálfu hafi verið 32.750.000 um mitt ár 20...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hákarlar við Mallorca sem ráðast á fólk?

Mallorca tilheyrir Baleareyjum í Miðjarðarhafi, úti fyrir austurströnd Spánar. Alls lifa um 46 tegundir hákarla í Miðjarðarhafi, þar af 13 tegundir sem verða yfir þrír metrar á lengd. Það eru afar sjaldgæft að hákarlar ráðist á fólk við strendur Mallorca, eða annars staðar í Miðjarðarhafi, þrátt fyrir þær mill...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er vitað hversu margir loftsteinar hafa fallið á jörðina?

Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvaða loftsteinar eru taldir þeir stærstu sem fallið hafa á jörðina og hvar féllu þeir? (Guðbjörg Bergsdóttir)Hvað hafa margir loftsteinar rekist á jörðu? (Emil Gunnarsson, f. 1990)Þegar loftsteinn skellur á jörðinni myndast gígur, en hvað verður um loftsteinin sem ger...

category-iconLögfræði

Hvenær má borgari handtaka mann?

Heimildir til að handtaka menn er að finna í lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Þar segir í 97. gr.:Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og ör...

category-iconÞjóðfræði

Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?

Hér er einnig svarað spurningunni: Eru til sögur af því hvernig landvættirnar komu til landsins? (Gunnar Logi, f. 1996) Orðið vættur er oftast notað um yfirnáttúrlegar verur frá öðrum heimi. Það er því yfirheiti fyrirbæra eins og drauga, huldufólks, trölla, dverga og ýmiss konar kynjadýra eins og dreka. Sigurður...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?

Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getiði sýnt mér hvernig regla Þalesar er notuð í stærðfræði?

Þales frá Míletos (fæddur um 625 f.Kr.) var einn af frumkvöðlum forngrískrar heimspeki. Lítið er vitað um ævi hans, en nokkuð er þó fjallað um hann í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvenær varð grísk heimspeki til? Þalesi er eignuð uppgötvun á eftirfarandi reglu: Horn sem er innritað í hálfhrin...

category-iconFornleifafræði

Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?

Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var upphaflega farið að nota punkta, kommur og greinaskil?

Erfitt er að segja til um hvenær fyrst var farið að nota punkta og kommur í rituðu máli og upplýsingar um það efni virðast ekki liggja á lausu. Í ýmsum fornum textum, til dæmis hettitískum áletrunum og textum skrifuðum á sanskrít, eru oftast engin sýnileg merki. Í öðrum textum má sjá strik, oftast lóðrétt eða á sk...

category-iconLæknisfræði

Hvað er áfengiseitrun?

Hér er einnig svarað spurningunum:Eru til margar gerðir af áfengiseitrun? Hver eru einkennin? Er hættulegt að blanda saman orkudrykkjum og áfengi? Með hugtakinu áfengiseitrun er í raun átt við þau einkenni sem fylgja ofskammti af áfengi. Virka efnið í öllu áfengi (bjór, léttvíni, brenndum drykkjum) er það sama...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?

Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin samin á 13. öld, varla síðar en 1270. Deilt hefur verið um hvort hún sé verk Íslendings eða Norðmanns. Eitt skinnhandrit af sögunni hefur varðveist frá miðöldum en allmörg pappírshandrit eru til. Hún er til í ýmsum útgáfum og hefur verið þýdd á mörg tu...

Fleiri niðurstöður