Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Hvað er líffærakerfi?

EDS

Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Í fjölfrumungum eru frumurnar sjaldnast stakar heldur raðast þær saman og mynda vefi. Í flestum dýrum, þar á meðal manninum, raðast ólíkir vefir saman og mynda líffæri. Mismunandi líffæri vinna svo saman sem ein heild og mynda líffærakerfi. Sum líffæri tilheyra fleiri en einu líffærakerfi þar sem þau gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum.

Helstu líffærakerfi í mannslíkamanum eru:

Heiti kerfisHelstu líffæri í kerfinuMeginhlutverk
MeltingarkerfiMeltingarvegur, lifur og briskirtillMelting og upptaka fæðu
ÖndunarkerfiBarki og lunguUpptaka súrefnis og losun koltvíoxíðs úr líkamanum
BlóðrásarkerfiHjarta og æðarFlutningur súrefnis og fæðuefna um líkamann
ÞveitiskerfiNýru, þvagblaðra og lifurLosun eitraðra úrgangsefna úr líkamanum
HúðFitu- og svitakirtlarVerndun og kæling líkamans
TaugakerfiHeili og mænaFlutningur boða milli líkamshluta
Vöðva- og beinakerfiVöðvar og beinagrindAð bera uppi og hreyfa líkamann
ÆxlunarkerfiEistu og eggjastokkarTímgun

Á Vísindavefnum er að finna mörg svör um líffærakerfi, til dæmis:

Heimild: Roberts, M.B.V. 1988. Lífið. Reykjavík, Mál og menning.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.1.2005

Spyrjandi

Sandra Magnúsdóttir, f. 1987

Tilvísun

EDS. „Hvað er líffærakerfi?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2005. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4699.

EDS. (2005, 5. janúar). Hvað er líffærakerfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4699

EDS. „Hvað er líffærakerfi?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2005. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4699>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er líffærakerfi?
Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Í fjölfrumungum eru frumurnar sjaldnast stakar heldur raðast þær saman og mynda vefi. Í flestum dýrum, þar á meðal manninum, raðast ólíkir vefir saman og mynda líffæri. Mismunandi líffæri vinna svo saman sem ein heild og mynda líffærakerfi. Sum líffæri tilheyra fleiri en einu líffærakerfi þar sem þau gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum.

Helstu líffærakerfi í mannslíkamanum eru:

Heiti kerfisHelstu líffæri í kerfinuMeginhlutverk
MeltingarkerfiMeltingarvegur, lifur og briskirtillMelting og upptaka fæðu
ÖndunarkerfiBarki og lunguUpptaka súrefnis og losun koltvíoxíðs úr líkamanum
BlóðrásarkerfiHjarta og æðarFlutningur súrefnis og fæðuefna um líkamann
ÞveitiskerfiNýru, þvagblaðra og lifurLosun eitraðra úrgangsefna úr líkamanum
HúðFitu- og svitakirtlarVerndun og kæling líkamans
TaugakerfiHeili og mænaFlutningur boða milli líkamshluta
Vöðva- og beinakerfiVöðvar og beinagrindAð bera uppi og hreyfa líkamann
ÆxlunarkerfiEistu og eggjastokkarTímgun

Á Vísindavefnum er að finna mörg svör um líffærakerfi, til dæmis:

Heimild: Roberts, M.B.V. 1988. Lífið. Reykjavík, Mál og menning. ...