Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5650 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er jurtin skógarkerfill eingöngu slæmt illgresi eða er hægt að hafa gagn af honum?

Skógarkerfill (Anthriscus sylvestris) hefur verið í umræðunni undanfarið vegna þess að hann er orðinn að óviðráðanlegu illgresi, en illgresi er jurt sem vex á röngum stað. Skógarkerfill var fluttur til Íslands sem skrautjurt snemma á síðustu öld en fyrstu heimildir um hann eru frá 1927. Hann dreifir sér nú ört og ...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?

Akrafjall rís á nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er byggt úr stafla af blágrýtislögum sem hallar til suð-austurs, í átt til Vestur-gosbeltisins þar sem hraunin áttu uppruna sinn. Þangað eru nú er um 45 km frá Akrafjalli. Akrafjall. Bergsegulmælingar benda til þess að mót segulskeiðanna Gilbert („...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?

Svokallaðar sprengipillur eða sprengitöflur innihalda virka efnið nítróglýserín og eru notaðar við brjóstverk frá hjarta, öðru nafni hjartaöng (e. angina). Brjóstverkur er einkenni margra kvilla, svo sem loftvegasýkinga, bakflæðis og stoðkerfisverkja, en hjartaöng stafar af blóðþurrð í hjartavöðva sem oft orsakast...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?

Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Kolgrafafjörður þessu nafni?

Kolgrafafjörður er norðanmegin á Snæfellsnesi, milli Grundarfjarðar að vestan og Hraunsfjarðar að austan. Nafnið Kolgrafafjörður er nú notað um fjörðinn allan, allt frá botni (Hlöðuvogi) og út undir Akureyjar. Að fornu var nafnið eingöngu notað um innri hluta fjarðarins, frá botni og fram undir þrengingarnar við H...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans eru markmið öryggisráðsins að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á opnum fundi. Ráðið gerir tillögur um fyrirkomulag v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju voru vistarverur manna kallaðar baðstofur?

Upphafleg spurning hljóðaði svona: Baðstofa? Af hverju í ósköpunum voru vistarverur manna kallaðar baðstofur - það læðist að manni sá grunur að orðið eigi ekki rætur í líkamshirðu. Arnheiður Sigurðardóttir mag.art. skrifaði ítarlega bók og gaf út 1966 undir heitinu Híbýlahættir á miðöldum. Í fimmta kafla rek...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan kemur bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi? Getur verið að það þýði gott varp? Gottorp er bær í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Christiansson Gottrup (1648-1721) lögmanni á Þingeyrum 1694 eða 1695 þegar hann byggði upp eyðibýlið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta úlfar orðið stórir?

Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa nær miðbaug. Þessi regla nefnist innan vistfræðinnnar regla Bergmanns. Skýringin á henni er sú að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að engin villt skriðdýr eru á Íslandi? Líklegasta skýringin á því að skriðdýr finnast ekki í fánu Íslands er hversu afskekkt landið er. Skriðdýr lifa ekki heldur á Grænlandi eða í Færeyjum. Hins vegar lifa nokkrar tegundir skriðdýr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Býr einhver í Tjernobyl í dag?

Þann 26. apríl 1986 urðu sprengingar í einum ofni í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu sem þá var hluti Sovétríkjanna. Afleiðingarnar urðu þær að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið og dreifðist víða um lönd. Um þetta má lesa í svari Arnar Helgasonar við spurningunni: Hver urðu eftirköst T...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?

Þegar við skoðum landakort sem sýna stór svæði, jafnvel heiminn allan, þá virðist Ísland oft ná lengra í austur en Grænland. Það kann því að koma einhverjum á óvart að samkvæmt hnitum fyrir nyrstu, syðstu, austustu og vestustu hluta landanna tveggja nær Grænland lengra í allar áttir. GrænlandÍsland NyrstiKap ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur neysla á sojaafurðum áhrif á öryggi pillunnar?

Sumar plöntuafurðir, eins og sojabaunir, innihalda svokölluð ísóflavón-efnasambönd sem stundum eru kölluð plöntuestrógen, því að þau líkjast estrógeni sem myndast í eggjastokkum kvenna. Estrógen, sem er samheiti yfir nokkur efnasambönd með svipaða verkun, er einnig annað aðalefnið í flestum getnaðarvarnarpillum, a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?

Þegar vetrarhörkur ríkja sækja þúsundir fugla til byggða í fæðuleit og fjölmargir landsmenn bera út fæðu fyrir þá. Á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann eru algengustu smáfuglarnir skógarþröstur (Turdus iliacus), stari (Sturnus vulgaris), hrafn (Corvus corax), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) og auðnutittli...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju heilsum við ekki með vinstri hendi?

Oft reynist erfitt að geta sér til um uppruna hefða. Þær eru margar hverjar ævafornar og það sem okkur þykir líklegt um uppruna þeirra þarf alls ekki endilega að reynast rétt. Handaband með hægri hendi er ein þessara fjölmörgu hefða sem fæstir spá í enda fyndist mörgum líklega ankannalegt að heilsa með vinstri hen...

Fleiri niðurstöður