Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4823 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er ADHD?

Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju stafar ofvirkni í börnum? Eldist ofvirkni af börnum sem eru með hana eða fylgir hún barninu alla ævi? ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku hefur þetta heilkenni verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni, skammstafað AMO ...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson?

Hallgrímur Pétursson er jafnan talinn fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1614. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson og kona hans Solveig Jónsdóttir. Hallgrímur mun að mestu hafa verið alinn upp á Hólum í Hjaltadal en þar var faðir hans hringjari. Hefur hann þar líklega notið frændsemi við Guðbrand biskup Þorláksso...

category-iconLæknisfræði

Hvað er scotopic sensitivity syndrome?

Mjög deildar meiningar eru meðal fræðimanna um scotopic sensitivity syndrome eða SSS (því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenskt heiti þessa ástands) og þá jafnvel um það hvort í raun sé um heilkenni að ræða. Sumum fræðimönnum finnst fáar rannsóknir hafa verið gerðar á heilkenninu og oft skorta á nákvæmni í aðf...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?

Þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh uppgötvaði Plútó árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsvert frábrugðinn hinum átta. Hann er til dæmis miklu minni en nokkur önnur reikistjarna (minni en tunglið okka...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Fæðumst við með hitaeinangrun sem við missum síðan með aldrinum?

Tvær gerðir fituvefs er að finna í spendýrum. Önnur er betur þekkt enda mun fyrirferðarmeiri, hún nefnist ljós fita. Ljósa fitan kemur við sögu í orkuefnaskiptum líkamans og er bæði notuð sem orkuefni og geymd sem orkuforði líkamans. Enn fremur veitir hún hitaeinangrun og er höggdeyfir. Hin fitugerðin er svokö...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegna nýrnahetturnar?

Tvær nýrnahettur (e. adrenal glands) eru í líkamanum, ein ofan á hvoru nýra. Þær eru þríhyrningslaga og eru rúmlega 1 cm á hæð og um 7,5 cm á lengd. Nýrnahettur eru innkirtlar, sem þýðir að þær mynda hormón. Hvor nýrnahetta er gerð úr tveimur meginhlutum, að utanverðu er svokallaður börkur sem umlykur merg að...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Að hverju þarf að gæta ef menn vilja nema land á tunglinu?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Nú er NASA að ræða að nema land á tunglinu. Hver eru helstu vandamálin sem menn þurfa að takast á við til að leysa það viðfangsefni?Árið 1972 lenti geimfarið Appollo 17 á tunglinu með þeim Eugene Cernan og Harrison H. Schmitt innanborðs. Ferðalag þeirra var síðasta mannaða geim...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig breytist líkami stelpna við kynþroska?

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Þegar stúlkur byrja á blæðingum, hversu óreglulegar eru þær? Hvenær hætta brjóst að stækka? Hvernig stækka brjóstin? Á kynþroskaskeiðinu verða ýmsar breytingar á líkamanum vegna áhrifa kynhormóna,...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?

Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...

category-iconBókmenntir og listir

Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvor er eiginlega vorboðinn ljúfi: Lóa eða þröstur? Er nafngiftin ekki komin frá Jónasi Hallgrímssyni? Það leikur enginn vafi á því að 'vorboðinn ljúfi' í kvæðinu Ég bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson er þröstur. Í kvæðinu ávarpar ljóðmælandinn fuglinn sem vorboðann ljú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða áhrif hafði Jónas Hallgrímsson á íslenska tungu og hvað gerði hann til að vernda hana?

Ekki þarf að fara mörgum orðum um Jónas Hallgrímsson og kveðskap hans. Jónas hefur í hátt á aðra öld verið eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar. Sést það best af því að á þessu ári keppast menn við að minnast þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans og verður honum sýndur margvíslegur sómi. Enn er ekki fari...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru emúar og strútar skyldir?

Hér er einnig leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Ástralskir fuglar sem kallast Emú og eru líkir Strútum, eru þessir fuglar skildir? ef já, hvernig? ef ekki hver er munurinn á þeim? Hvar lifa strútar og á hverju lifa þeir? (Arngrímur Jónsson) Argentískir fuglar sem kallast Rhea, líta út eins og Strúta...

category-iconHugvísindi

Hver var Jón lærði Guðmundsson?

Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...

category-iconHeimspeki

Skynjum við hlutina beint og milliliðalaust?

Upphaflegar spurningar voru: Davíð: Er til eitthvað sem heitir "bein skynjun"? Hvað varðar sjón sjáum við til dæmis bara endurkast ljóss. Anna: Hver er munurinn á beinskynjunarkenningum og tvenndarkenningum? Gunna heldur á epli og horfir á það. Þar sem Gunna hefur prýðilega sjón þá sér hún eplið, meðal anna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að skilgreina íslenska tungu?

Við sem eigum íslensku að móðurmáli erum ekki í vandræðum með að þekkja hana þegar við heyrum hana talaða eða sjáum hana á prenti, en málið vandast ef við eigum að skilgreina tunguna. Fram á síðustu öld hefði dugað að segja: „Íslenska er það tungumál sem er talað á Íslandi“, því að tæpast voru önnur tungumál töluð...

Fleiri niðurstöður