Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er til lágmarksstærð?
Oft er erfitt að lifa sig inn í hugsunarhátt liðinna alda, ekki síst þegar heimildir eru götóttar eins og við á um forngrísku atómsinnana og hugmyndir sem kviknuðu kringum þá. En samkvæmt hugmyndum manna nú á dögum virðist mega skipta spurningunni um lágmarksstærð í tvennt: Er til lágmarksstærð í veruleikanum krin...
Af hverju er mannkynið svo forvitið að það lokar saklaus dýr inni í búrum?
Þessi spurning virðist tvíþætt. Annars vegar er spurt: Af hverju hefur mannkynið einhvern eiginleika sem það hefur – nefnilega þann að vera svona forvitið. Þeirri spurningu er helst svarað með vísun í þróunarkenninguna: Þessi eiginleiki hefur reynst þessu dýri (manninum) vel til að komast af. Höfum í huga að ví...
Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?
Orðið sakramenti er latneskt og þýðir „leyndardómur” eða „helgur dómur”. Í kirkjunni er orðið notað um ákveðnar athafnir og hefur sakramenti verið skýrgreint á þennan hátt: Sakramenti er heilög athöfn, sem Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann veitir ósýnilegum, himneskum náðargjöfum gegnum sýnilegt, jarð...
Hvernig nýtast segulkraftar til að létta á lestum, minnka viðnám og auka hraðann? Hver er eðlisfræðin að baki?
Við höfum öll leikið okkur að seglum og komist að því að sumir málmar dragast að segli og sumir þeirra seglast. Þeir málmar sem seglast, það er að segja verka sem segull eftir að upphaflegi segullinn er tekinn í burtu, eru kallaðir járnseglandi (e. ferromagnetic). Málmar sem ekki halda segluninni en dragast þó að ...
Halda mýs að leðurblökur séu englar?
Þetta er föstudagssvar og því ber ekki að taka hvert orð alveg bókstaflega. Til að komast að raun um hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar fékk Vísindavefurinn Félagsvísindastofnun til að gera skoðanakönnun meðal músa, og var hlutfallið milli húsamúsa og hagamúsa jafnt. Því miður fékkst engin niðurs...
Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?
Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viður...
Hvað er kawasaki-sjúkdómur?
Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...
Hvað getið þið sagt mér um ranakollur?
Ranakollur fylla einn hóp skriðdýra sem nefnist Sphenodontidae. Þær hafa langminnsta útbreiðslu allra núlifandi skriðdýrahópa, lifa einungis á afar takmörkuðu svæði á Nýja-Sjálandi og á nokkrum eyjun undan ströndum Nýja-Sjálands. Ranakolluhópurinn er forn og var blómaskeið þessara skiðdýra fyrir meira en 150 millj...
Hvers vegna héla ekki rúður í bílum á þeirri hlið sem snýr að húsi?
Hér er einnig svarað spurningu Ástu Hauksdóttur, "Af hverju er alltaf minna eða ekkert hrím á bílum gangstéttarmegin?" Snæbjörn gerir nánari grein fyrir spurningunni sem hér segir: Dæmi í morgun 11 stiga frost á Ak, bíllinn uþb. 2 m frá húsinu sem er einnar hæðar með þakskeggi. Rúður sem snúa að húshlið al...
Hvers vegna eru ekki allir málmar seglanlegir?
Fullyrðingin sem felst í spurningunni er ekki nákvæmlega rétt: Allir málmar verða fyrir áhrifum af segulsviði en á þessum áhrifum er hins vegar bæði eðlismunur og stigmunur eftir því hver málmurinn er. Hjá flestum málmum hverfa áhrifin um leið og ytra segulsvið verður að engu, en hjá sumum er seglunin varanleg, óh...
Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni?
Eins og fram kemur í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? er tegundin maður (Homo sapiens) óvenju einsleit í skilningi erfðafræðinnar þrátt fyrir landfræðilega útbreiðslu sem spannar nær öll landsvæði jarðar. Það er því ekki óeðlilegt að sú spurning vakni hvers vegna tegund okkar er svo...
Hvernig varð höfuðlúsin til?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) og fatalúsin sem einnig er nefnd búklús (Pediculus humanus humanus) eru dæmi um útsníkla, en svo nefnast sníkjudýr sem lifa utan á öðrum lífverum. Ekki er mikill munur á þessum tveimur deilitegundum en vistfræði þeirra er nokkuð ólík. Eins og nafnið gefur til kynna lifa höfuð...
Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum?
Hér er gengið út frá því að einkum sé átt við “umhverfisrök" í merkingunni “náttúrufarsleg” eða “vistfræðileg” rök. Umhverfisrök eru aðeins ein tegund af þeim rökum sem heyrast í umræðu um virkjanir, en önnur rök sem notuð eru mætti flokka sem hagfræðileg, trúarleg, tilfinningaleg, menningarleg, siðfræðileg, vísi...
Getur þú sagt mér frá stökklum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Getur þú sagt mér frá stökklum, það er hvernig þeir afla sér fæðu, æxlun þeirra og hvort þeir sofi? Stökklar (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphins) eru meðal algengustu höfrunga á hafsvæðinu við sunnanvert Ísland eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni...
Er nauðsynlegt að fá samþykki nágranna eða yfirvalda, ef höggva á stór tré í eigin garði og athöfnin veldur miklum breytingum á útsýni nágranna?
Lengi vel var litið svo á að heimildir manna til að nýta fasteignir sínar væru nær ótakmarkaðar. Með aukinni þéttbýlismyndun er meiri hætta á hagsmunaárekstrum nágranna. Réttarþróun hefur þess vegna orðið sú, að nú gilda reglur sem setja eignarráðum fasteignaeigenda veruleg takmörk vegna nálægðar annarra fasteigna...