Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1767 svör fundust
Af hverju er Ok ekki lengur jökull? Hver er þá minnsti jökull landsins núna?
Eitt megineinkenni jökla er að þeir skríða undan eigin þunga. Til þess að það gerist þurfa þeir að vera um 40 til 50 metra þykkir. Ok árið 2003. Okjökull var fyrir rúmri öld 15 ferkílómetra, meira en 50 m þykkur, kúptur jökull. Þá hneig hann fram undan þunga sínum vegna þess að ís verður seigfljótandi við að...
Hvers vegna eru bara tveir stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum?
Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi (e. two party system) þar sem tveir stórir flokkar bera höfuð og herðar yfir aðra flokka og skipta með sér völdum á öllum stigum stjórnkerfisins. Flokkarnir skiptast þá á að vera í meirihluta og minnihluta en aðrir flokkar komast lítið sem ekkert að. Í Bandaríkjunu...
Hvenær datt mönnum fyrst í hug að skjóta sjónauka út í geim og hvernig gekk það fyrir sig?
Hugmyndin um geimsjónauka kom fram löngu fyrir upphaf geimaldar. Árið 1923 setti þýski eldflaugaverkfræðingurinn Hermann Oberth (1894–1989), einn af feðrum eldflaugatækninnar ásamt Robert Goddard (1882–1945) og Konstantin Tsiolkovsky (1857–1935), fyrstur manna fram hugmyndir um geimsjónauka í bók sinni Die Rakete ...
Hvernig varð Bláa lónið til?
Bláa lónið er fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands en þangað koma um 90% allra erlendra ferðamanna sem heimsækja landið. Lónið er þekkt víða um heim fyrir fegurð sína þar sem það liggur furðublátt í kolsvörtu hrauninu við Svartsengi. Orðstír Bláa lónsins er þó ekki síður tilkominn vegna eiginleika baðvatnsins, se...
Hvað éta górillur (fyrir utan banana)?
Rannsóknir á fæðuháttum vesturláglendisgórillunnar (Gorilla gorilla gorilla), einnar af fimm deilitegundum górilluapa, sýna að górillur leggja fjölda tegunda plantna og ávaxta sér til munns. Hlutfallsleg skipting milli fæðuflokka, samkvæmt vistfræðirannsóknum, gefur til kynna að 67% fæðunnar séu ávextir. Er þá um ...
Af hverju límist límtúpan ekki saman?
Það má skipta límgerðum gróflega í tvo flokka eftir virkni þeirra. Annar flokkurinn byggir á herslu (stífnun) af völdum efnahvarfa og hinn flokkurinn byggir á herslu af völdum uppgöfunar vökva (leysi). Lím í fyrri flokknum eru almennt sterkari en lím úr seinni flokknum en jafnframt eru þau oft vandmeðfarnari og ge...
Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en vel læs manneskja? Lesblinda (dyslexia) er ættgeng. Ef mikið er um lesblindu í tiltekinni ætt er því líklegra að barn innan hennar greinist með lesblindu síðar á ævinni. Fylgst hefur verið með slíkum börnum áður en þeim er kennt...
Hver var Paul Dirac og hvert var framlag hans til vísindanna?
Breski eðlisfræðingurinn Paul Adrian Maurice Dirac (f. 8. ágúst 1902 í Bristol, d. 20. október 1984 í Tallahassee, Florida) hlaut Nóbelsverðlaun ársins 1933 fyrir „nýjar og frjóar framsetningar á eðlisfræði atóma“. Hann deildi þeim með austurríkismanninum Erwin Schrödinger og við athöfnina tók Þjóðverjinn Werner H...
Hvort eru fleiri tegundir af fiskum með brjósk eða bein?
Mun fleiri tegundir beinfiska (Osteichthyes) en brjóskfiska (Chondrichithyes) eru þekktar í dag í ám, vötnum og heimshöfum jarðarinnar. Rúmlega 20.000 tegundum beinfiska hefur verið lýst en í kringum 800 tegundum brjóskfiska. Beinfiskar eru í raun langstærsti hópur hryggdýra, en næst koma fuglar með um 9.000 tegun...
Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf?
Stærsta núlifandi fuglategundin er strúturinn (Struthio camelus). Fullorðnir karlfuglar geta orðið 250 cm á hæð, en um helmingur hæðarinnar felst í lengd hálsins. Strúturinn getur orðið 155 kg á þyngd. Strútar finnast víða í Afríka, meðal annars í norðanverðri álfunni sem deilitegundin Struthio camelus came...
Hvað eru sæfíflar?
Sæfíflar eru frumstæð fjölfruma dýr. Þeir tilheyra fylkingu holdýra eins og armslöngur og marglyttur en flokki kóraldýra. Kóraldýr nefnast á latínu anthozoa. Kóraldýr greinast í tvo undirflokka: hexacorallia og octocorallia. Sæfíflar tilheyra fyrrnefnda undirflokknum. Dýr í þeim flokki lifa sér en ekki í stóru ...
Hvað éta búrhvalir?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur bardagi búrhvals og risablekfisks náðst á filmu? Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er risinn meðal tannhvala úthafanna. Hann getur orðið allt að 15 metrar á lengd og vegið yfir 50 tonn. Margir þættir í fæðunámi búrhvalsins eru enn á huldu, til dæmis hvernig hann ...
Til hvers nota fílar ranann?
Rani fíla gegnir margþættu hlutverki. Fyrst má nefna að fílar nota hann til að afla sér fæðu. Þeir brjóta með honum greinar af trjáplöntum og stinga upp í sig. Rannsóknir hafa sýnt að fílar geta lyft allt að 250 kg með rananum. Fílar nota ranann einnig til að taka upp vatn, til drykkjar, þvotta og kælingar. V...
Hvað geta selir verið lengi í kafi í einu?
Rannsóknir á landselum sem meðal annars lifa hér við land hafa sýnt að þeir geta verið í kafi í allt að 25 mínútur í einu og farið niður á 300 metra dýpi í leit að fæðu. Enginn selur kafar þó lengur en Weddelselurinn sem lifir við suðurheimskautið. Hann er vanalega 20 mínútur í kafi en mælingar hafa sýnt að ha...
Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að ýmsu þarf að huga, til að mynda hæð hótelanna, stærð þeirra í fermetrum, herbergjafjölda og sum hótelin eru margar samliggjandi byggingar á meðan önnur eru einn stór skýjakljúfur. Þrjú hótel má þó nefna sem eru talin vera þau allra stærstu í heiminum í dag. MGM Grand ...