Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5182 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum?

Hér er einnig svar við spurningunum:Geturðu sagt mér eitthvað um bauganet jarðar og tímabeltin?Hver er ástæða þess að núll-lengdarbaugurinn er þar sem hann er en ekki á einhverjum öðrum stað?Bauganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu...

category-iconHeimspeki

Af hverju er smekkur manna mismunandi?

Segja má að í Evrópu sé ekki farið að nota hugtakið “smekkur” í fagurfræðilegri merkingu fyrr en á 18. öld (á Íslandi vart fyrr en um miðja 19. öld). Hugmyndir um smekk uxu upp úr kenningum um innra fegurðarskyn. Þekktustu rit um þessi efni eru ritgerð Humes um smekkvísi, On the Standard of Taste (1757), og rit Ka...

category-iconHeimspeki

Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku?

Á árunum milli stríða varð til öflug stefna í heimspeki sem kölluð hefur verið rökfræðileg raunhyggja. Stefna þessi átti rætur að rekja til nokkurra heimspekinga og vísindamanna sem bjuggu í Vínarborg og höfðu með sér félagsskap sem þeir kölluðu Vínarhringinn. Forystumaður Vínarhringsins var eðlisfræðingurinn Mori...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hverjir voru sérrómversku guðirnir, þeir sem ekki samsvöruðu grísku guðunum? (Helga Guðrún Óskarsdóttir)Hverjir voru sérrómversku guðirnir og hvað var merkilegt við þá? Hverjar voru Vestumeyjarnar? (Dagný Ívarsdóttir) Rómversk goðafræði er að langmestu leyti ættuð frá Forn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi?

Fjölmargar ormategundir lifa í meltingarfærum fólks erlendis en tiltölulega fáar þeirra hafa fundist hér á landi. Hér á eftir verður einungis fjallað um ormategundir sem lifa, eða lifðu fyrr á árum, í meltingarfærum Íslendinga en ekki fjallað um ormategundir sem ferðalangar hafa borið til landsins erlendis frá og...

category-iconTrúarbrögð

Hver er kjarninn í siðaboðskap kristninnar?

Kjarninn í siðaboðskap kristninnar byggir á boðskap Jesú Krists, eins og hann hefur varðveist í guðspjöllum Nýja testamentisins. Þar leggur Kristur áherslu á mikilvægi þess að elska náungann. Í því sem kallað hefur verið tvöfalda kærleiksboðorðið, tengir Kristur saman afstöðu okkar til Guðs og afstöðu okkar til n...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Er eitthvað vitað um forfeður íslenska hestsins? (Svava Jónsdóttir)Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? (Elvar Svavarsson) Lesendum er jafnframt bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvernig varð íslenski hesturinn til? Þar er sögð þróunarsaga íslenska hestinum eftir ...

category-iconJarðvísindi

Er heitur reitur undir Íslandi?

Réttari væri spurningin tvíþætt: „Er Ísland heitur reitur?“ og „Hvað veldur því að Ísland er heitur reitur?“ Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það dei...

category-iconLæknisfræði

Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?

Eins og nafnið bendir til er B12 eitt af B-vítamínunum og er því í flokki vatnsleysanlegra vítamína. Annað heiti þess er kóbalamín vegna þess að í miðri sameind þess er málmjónin kóbalt. Hlutverk kóbalamíns er að taka þátt í myndun blóðfrumna, einkum rauðkorna blóðsins, það er rauðra blóðfrumna sem sjá um að flytj...

category-iconSálfræði

Getur persónuleiki fólks gerbreyst?

Ef svara á spurningunni hvort persónuleikinn geti tekið stakkaskiptum þarf fyrst að skilgreina hugtakið persónuleiki. Almennt er með persónuleika átt við stöðugleika eða ef til vill öllu fremur samkvæmni í hegðun manna í tíma og rúmi. Hvaða viðmiðum ættum við þá að beita um það hvenær persónuleiki einhvers hefur b...

category-iconHugvísindi

Hvað er Stóridómur?

Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...

category-iconLæknisfræði

Hvað er vesturnílarveira?

Vesturnílarveiran (e. West Nile Virus) telst til sama hóps veira og þær sem valda beinbrunasótt og gulusótt. Um er að ræða RNA-veirur sem berast á milli hýsla með skordýrum. Vesturnílarveiran greindist fyrst árið 1937 í Úganda og er í dag nokkuð algeng í mönnum, fuglum og öðrum hryggdýrum í Afríku, Vestur-Asíu og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um stökkmýs?

Stökkmýs tilheyra ættbálki nagdýra (rodentia) og ætt stökkmúsa (Dipodidae) ásamt sprettmúsum (Zapodidae) og birkimús (Sicista betulina). Alls eru tegundir stökkmúsa 33 í 11 ættkvíslum og 5 undirættum. Stökkmýs lifa í eyðimörkum og á hrjóstrugum steppum í Afríku, Asíu og austast í Evrópu. Þær búa oft saman í ...

category-iconLæknisfræði

Til hvers er umskurður?

Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða 10 dýrategundir eru með stærstu heilana?

Hér fyrir neðan er listi yfir þær dýrategundir sem eru með stærstu heilana. Allt eru þetta spendýr og að fílum undanskildum eru allar tegundirnar á listanum sjávarspendýr. Rétt er að taka það fram að um er að ræða meðalheilaþyngd hjá þessum dýrategundum. TegundÞyngd (kg) Búrhvalur (Physeter macrocephalus) 7...

Fleiri niðurstöður