Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7969 svör fundust
Hvað er hambjalla? Því þrífst hún í hýbýlum manna? Getur hún valdið skaða?
Hambjallan eða hamgæra (lat. Reesa vespulae) er af ættbálki bjalla (Coleoptera) sem er tegundaauðugasti ættbálkur dýraríkisins og telur um 400 þúsund tegundir. Hér á landi finnast rétt tæplega 200 tegundir en auk þess hafa verið greindar rúmlega 100 tegundir sem borist hafa sem flækingar. Nafnið hambjalla er ...
Af hverju svitna hundar ekki en kæla sig í gegnum tungu og öndunarveg? Geta þeir svitnað á þófunum?
Á meðal dýra sem hafa jafnheitt blóð (e. endothermic) þekkjast tvær gerðir kirtla sem seyta efnum á yfirborð húðar. Önnur gerðin nefnist svitakirtlar, á ensku eccrine glands. Hin gerðin kallast fráseytnir kirtlar (apocrine glands). Svitakirtlar eru dreifðir um allan líkamann hjá nokkrum tegundum spendýra þar á ...
Hvað éta hrossagaukar?
Hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) finnst víða um heim. Varpstöðvar hans eru á tempruðum svæðum Evrasíu og Norður-Ameríku en á veturna halda fuglarnir til suðurhluta Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Hrossagaukurinn vegur um 115-130 grömm og er um 27 sentímetrar á lengd með rúmlega 6 sentímetra langan...
Hvenær er áætlað að Cassini lendi á Titan?
Cassini geimfarinu var skotið á loft hinn 15. október árið 1997 frá Canaveral höfða í Flórída. Ferðin er samvinnuverkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA. Helstu markmið ferðarinnar eru að varpa nýju ljósi á eðli Satúrnusar, það er hringina, lofthjúpinn, segulhvolfið...
Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni?
Það vill oft vefjast fyrir ýmsum hvernig fara skuli með málfræðilegt kyn og raunkyn. Með málfræðilegu kyni er átt við það kyn sem ákveðin orð hafa í málvitund fólks en með raunkyni, sem einnig er nefnt líffræðilegt kyn, er aftur á móti átt við kyn þess sem vísað er til. Orðið naut er hvorugkyns í málvitundinni...
Hvaða krabbar eru algengir í fjörum landsins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að safna kröbbum og mig langar að vita á hverju þeir lifa. Ég fann þá undir steinum í fjörunni heima hjá mér.Af stórum tífættum kröbbum (decapoda) er algengast að rekast á bogkrabba (Carcinus menas) í fjörunni en einnig sjást þar trjónukrabbar (Hyas araneus) og kuðung...
Hvað er drep?
Í orðabanka Íslenskrar málstöðvar sem nálgast má á netinu er orðið drep notað sem þýðing á nokkrum hugtökum. Eitt þeirra er orðið infarction sem er notað til dæmis í sambandi við hjartaáfall og heilablóðfall, það er þegar hluti af hjarta- eða heilavef drepst vegna súrefnisskorts. Drep er líka notað yfir orðið n...
Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?
Óhætt er að fullyrða að sumum spurningum verði seint svarað til fulls og þessi er ein af þeim. Sumir hafa þó glímt við þessa spurningu að einhverju leyti. Meðal annars hafa nokkrir fræðimenn sem starfa á Smithsonian-safninu í Washington gert tilraun til að meta fjölda einstaklinga af ætt skordýra (Insecta) við ýms...
Getið þið útskýrt fyrir mér af hverju blýlóð og fjöður falla jafnhratt í lofttæmi?
Samkvæmt öðru lögmáli Newtons er heildarkraftur á hlut sama og massi hans margfaldaður með hröðuninni. Massinn er einfaldlega efnismagnið og hann er mældur í kg. Hröðun er sama og hraðabreyting á tímaeiningu. Þegar hlutur fellur frá kyrrstöðu segir hröðunin til um hversu ört hraðinn vex: Því meiri sem hröðunin er,...
Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp?
Taka verður fram að til eru tvær gerðir af tyggigúmmí. Önnur er hið eiginlega tyggigúmmí eða tyggjó, á ensku nefnt ‘chewing gum’. Hin er svokallað ‘bubble gum’, á íslensku blöðrutyggjó eða kúlutyggjó. Menn hafa nota tuggu úr trjákvoðu, vaxi eða einhverju öðru í mörg þúsund ár. Hins vegar er talið að tyggjó haf...
Er 1997 prímtala?
Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...
Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum?
Búrhvalir (Physeter macrocephalus) hafa verið mikið veiddir á síðastliðnum öldum, fyrst og fremst vegna lýsis. Hægt er að skipta veiðum á búrhvölum í tvö tímabil. Hið fyrra hófst snemma á 18. öld og náði hámarki um 1830. Seinna tímabilið hófst á 3. áratug síðustu aldar og náði hámarki á þeim 7. Var þá beitt nútíma...
Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?
Stafafura og bergfura eru báðar svokallaðar tveggja nála furur, sem þýðir að nálarnar eru tvær og tvær saman í knippum. Auk þess skarast ýmis augljós einkenni og mælanlegar stærðir milli þeirra. Nálar stafafuru eru til dæmis 3-5 cm langar en 3-6 cm langar á bergfuru, könglar eru svipaðir að stærð og svo framvegis....
Hvers vegna hækkar gjaldeyrir um þriðjung ef gengisfelling er 25%?
Þegar sagt er að gengi gjaldmiðils eins og krónunnar hafi fallið um fjórðung (25%) þá er átt við að máttur hverrar krónu við kaup á öðrum gjaldmiðlum hafi minnkað um fjórðung. Þar með standa eftir þrír fjórðu (75%) af þessum kaupmætti. Til þess að kaupa jafnmikið og áður af erlendum gjaldmiðlum þarf því þriðjungi ...
Hvar verpir krían?
Krían (Sterna paradisaea) er algengur varpfugl víða um heim, þar með talið á Íslandi, en hér á landi er varpstofninn talinn í hundruðum þúsunda para. Krían verpir á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada og í Alaska. Krían verpir á nor...