Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 585 svör fundust
Hvað er Asperger-heilkenni?
Talað er um heilkenni (e. syndrome) þegar ákveðið samansafn einkenna er til staðar hjá einstaklingi. Asperger-heilkenni er gagntæk truflun á þroska (e. pervasive developmental disorders eða PDD), sem flokkast með einhverfu. Megineinkenni þessarar truflunar koma í ljós snemma í bernsku og haldast síðan óbreytt, þót...
Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?
Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...
Hvað getið þið sagt mér um skunka?
Skunkar nefnast einnig þefdýr. Til skunka teljast tólf tegundir sem flokkast í fjórar ættkvíslir innan ættarinnar Mephitidae. Tíu af þeim tólf tegundum sem þekktar eru lifa í Norður- og Suður-Ameríku, en tvær tegundir, sem tilheyra ættkvíslinni Mydaus, finnast á eyjum Indónesíu og á Filippseyjum. Hér verður að...
Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Írski heimspekingurinn George Berkeley (1685-1753) er einn þeirra þriggja sem taldir eru helstu forsprakkar breskrar raunhyggju, en hinir eru þeir John Locke og David Hume. Hann er þekktastur fyrir hughyggjukenningar sínar, sem segja má að kristallist í orðunum „Að vera er að vera skynjaður“, eða „Esse est percipi...
Geta líffræðingar greint DNA úr hvaða sýni sem er, til dæmis úr gömlum bút af naflastreng?
Á síðustu árum hafa rannsóknir á DNA gjörbreytt þekkingu okkar á líffræði, jafnt á starfsemi lífvera sem sögu lífs á jörðinni, skyldleika tegunda og dreifingu þeirra. Með notkun sameindaaðferða (PCR e. polymerase chain reaction) má fjölfalda búta úr erfðaefni úr ýmsum vefjum svo að aðeins lítið magn af DNA getur d...
Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?
Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...
Hver var Hannes Finnsson?
Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...
Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson). Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldan...
Hvenær fóru konur að erfa til jafns við karla?
Sé litið til fornra hátta á vestrænu menningarsvæði í víðum skilningi birtast tvær leiðir við skiptingu arfs eftir kynjum. Í Gamla testamentinu er gert ráð fyrir því að synir erfi á undan dætrum, enda segir Drottinn í 4. Mósebók: En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: Nú deyr maður og á ekki son, skul...
Hver var rithöfundurinn Guðrún frá Lundi?
Guðrún Baldvina Árnadóttir frá Lundi fæddist árið 1887 í Skagafirði. Hún ólst upp í mikilli fátækt, í torfbæ, fjórða barnið í hópi níu systkina sem upp komust. Hún átti lítinn kost á menntun en þurfti að vinna frá blautu barnsbeini. Hún fékk farkennslu þrjár vikur á ári í þrjá vetur, samtals níu vikur. Það var öl...
Hver var Ruth Benedict og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?
Þegar mannfræðingurinn Ruth Benedict var að hefja starfsferil sinn sótti hún um rannsóknarstyrk til The National Research Council sem hafnaði umsókninni með þeim orðum að “a person who has not already become established in University work [by age thirty-five] is not very promising material for development.” En þó ...
Hvað er lýðræði?
Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...
Hvernig fer nautaat fram?
Nautaat er athöfn sem tíðkast í sumum löndum Suður-Evrópu og Suður-Ameríku þar sem nautum og mönnum er att saman á leikvöngum og í hringleikahúsum. Til eru nokkur afbrigði nautaata sem eru breytileg eftir löndum og héruðum; til dæmis eru nautaöt í Portúgal, sumum héruðum Suður-Frakklands og í Baskalandi ekki sami ...
Hvað getið þið sagt mér um breiðnef?
Breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) er spendýr, þótt enga hafi hann spenana. Hann nærir ungviði sitt á mjólk sem smitast út um húðina líkt og hjá mjónefnum (Tachyglossus aculeatus). Breiðnefurinn telst til ættbálks nefdýra (Monotremata) rétt eins og mjónefurinn, en nefdýr eru ein þriggja greina spendýra (Mamm...
Hver var Marie-Anne Lavoisier og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Lengi fram eftir öldum var fátítt í sögu Vesturlanda að konur gegndu störfum utan heimilis. Það á við um mörg starfsvið eins og til dæmis lögfræði, læknisfræði, verkfræði, handverk og ekki síður um vísindastörf. Í þessum starfsgreinum koma konur því lítið við sögu fyrr en kemur fram á 19. eða 20. öld. Frá forn...