Sólin Sólin Rís 07:22 • sest 19:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:54 • Sest 21:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:41 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík

Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Írski heimspekingurinn George Berkeley (1685-1753) er einn þeirra þriggja sem taldir eru helstu forsprakkar breskrar raunhyggju, en hinir eru þeir John Locke og David Hume. Hann er þekktastur fyrir hughyggjukenningar sínar, sem segja má að kristallist í orðunum „Að vera er að vera skynjaður“, eða „Esse est percipi“.

George Berkeley (1685-1753).

Berkeley fæddist nálægt Kilkenny á Írlandi 12. mars 1685. 15 ára gamall hóf hann nám við Trinity-háskóla í Dublin og að námi loknu varð hann prestur í ensku biskupakirkjunni. Starfsferli varði hann svo ýmist við fræðistörf, meðal annars við Trinity-háskóla, og kirkjulegt starf, og hann varð biskup af Cloyne 1734. Stærstum hluta ævi sinnar varði Berkeley á Írlandi en þremur árum varði hann í nýja heiminum vestanhafs. Berkeley taldi, að minnsta kosti um skeið, að Evrópa væri í hnignun og batt þá vonir við Ameríku. Hann vann að stofnun háskóla á Bermúda-eyjum og fékk vilyrði fyrir styrk til þessa frá breska þinginu. Árið 1728 hélt hann vestur um haf og dvaldi í Newport, Rhode Island í þrjú ár meðan hann beið eftir fjárveitingunni. Þá kom í ljós að ekkert yrði af henni og hann sneri aftur til Írlands.

Þrjú þekktustu verk sín skrifaði Berkeley fyrir þrítugt, en þau eru An Essay Towards a New Theory of Vision (1709), Treatise concerning the Principles of Human Knowledge (1710) og Three Dialogues between Hylas and Philonous (1713). Hið fyrsta þessara verka fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um sjónskynjun og þá fyrst og fremst um sálfræðilegar hliðar hennar. Í hinum tveimur setur hann svo fram hughyggjuna sem hann er þekktastur fyrir og færir fyrir henni rök. Meðal annarra verka hans má nefna De Motu (1721) sem fjallar um heimspekilegar undirstöður aflfræðinnar og Alciphron (1732) þar sem Berkeley ver kristna trú gegn fríþenkjurum. Það ritverk Berkeleys sem seldist best meðan hann lifði er verk sem lítið er lesið núorðið. Það er síðasta verk hans, Siris (1744), sem fjallar mikið til um lækningamátt svokallaðs tjöruvatns.

Eins og áður er nefnt hefur Berkeley orðið þekktastur fyrir þá kenningu sína sem kölluð er hughyggja (e. idealism), en hún er flokkuð undir stefnu sem kölluð er raunhyggja (e. empiricism). Á tímum Berkeleys má segja að evrópskir heimspekingar hafi tekist á um tvær meginstefnur varðandi eðli og undirstöður þekkingar. (Sjá Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?) Annars vegar voru þeir sem aðhylltust rökhyggju (e. rationalism) sem kveður á um að þekking skuli byggja á rökhugsun. Undirstöður þekkingarinnar voru þá taldar vera röksannindi og af þeim mátti leiða alla þekkingu. Hins vegar voru raunhyggjumenn, sem töldu að alla þekkingu skyldi byggja á reynslu. Samkvæmt raunhyggjunni fæðumst við sem óskrifað blað og öðlumst svo þekkingu gegnum skynreynsluna. Það sem ekki er hægt að nálgast með skynreynslu eða leiða af þeim efnivið sem reynslan getur gefið okkur er ekki hægt að telja til þekkingar.

Hughyggja Berkeleys er ákveðin útfærsla á raunhyggju og að vissu leyti má segja að hún feli í sér að ganga eins langt í raunhyggjunni og hugsast getur. Berkeley telur að það hafi enga merkingu að tala um að eitthvað sé til sem ekki er hægt að hafa þekkingu á. Við getum ekki (samkvæmt raunhyggju) haft þekkingu á neinu sem ekki má finna í reynslunni og samkvæmt útfærslu Berkeleys getur þar með ekkert verið til nema það sem finna má í reynslunni. Reynslan er það sem við upplifum og er þannig hugsun okkar, hvort sem það er eitthvað sem við upplifum gegnum skynjun eða með því að hugsa um það. Raunveruleikinn er þannig það sama og verður á vegi reynslunnar og þar með það sama og viðfangsefni hugsunarinnar. Allt sem er því til er því huglægt eða hugrænt.

Berkeley hafnaði í raun greinarmuninum á sýnd og reynd eða á hinu huglæga og hinu hlutlæga. Samkvæmt hugmyndum hans er reyndin ekkert annað en sýnd og hið hlutlæga er huglægt. Ef eitthvað er upplifað eða skynjað hlýtur það að vera til og það er tóm vitleysa að tala um að eitthvað geti verið til sem enginn skynjar eða upplifir.

Berkeley leit svo á að hann væri að verja trúna gagnvart þeirri ógn sem að henni steðjaði af því sem hann kallaði efnishyggju (e. materialism). Það sem kallað er efnishyggja nú á dögum er sú kenning að allt sem er til sé efnislegt. Berkeley átti hins vegar við kenningu sem gengur mun skemur þegar hann talaði um efnishyggju, eða aðeins þá kenningu að til væru efnislegir hlutir eða eitthvað efnislegt, sem þurfti alls ekki að fela í sér að allt sem væri til væri efnislegt. Það að eitthvað sé efnislegt í þessum skilningi jafngildir því að það sé til óháð því hvort hugsað sé um það eða ekki, að tilvist þess standi ekki og falli með hugsuninni um það.

Samkvæmt hugmyndum Berkeleys var Guð nauðsynlegur til að tryggja tilvist hluta með því að skynja þá eða hugsa um þá. Hugsum okkur til dæmis tré á grasflöt. Ef tilvist trésins er háð því að einhver upplifi það, með því að skynja það eða hugsa um það, þá hlýtur tréð að hætta að vera til ef enginn hugsar um það. Það þýðir þá að ef við snúum okkur frá trénu, eða ef enginn er staddur á grasflötinni með trénu, þá er tréð ekki til á meðan og hrekkur þannig inn og út úr tilvistinni eftir því hvað við erum að upplifa þá og þá stundina. Þetta hljómar fáránlega. Berkeley hélt því hins vegar fram að almáttugur og alvitur Guð tryggði það að tréð væri til með því að hugsa stöðugt um það. En kenning sem felur það í sér að tréð geti verið til óháð því hvort einhver hugsi um það, það er að segja sú kenning sem Berkeley kallar efnishyggju, gerir Guð óþarfan að þessu leyti. Þar með var efnishyggjan, samkvæmt Berkeley, ógn við hugmyndina um Guð og því mikilvægt að berjast gegn henni. Berkeley var óþreytandi við að halda því fram að efnishyggjan væri full af mótsögnum.Berkeley-háskóli í Bandaríkjunum.

Þess má geta að bærinn Berkeley í Kaliforníu, og þar með samnefndur háskóli, er nefndur eftir George Berkeley. Framburðurinn er þó ekki hinn sami. Nafn Berkeleys er borið fram sem „Barklí“ en nafn bæjarins og háskólans sem „Börklí“.

Myndir:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

10.10.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?“ Vísindavefurinn, 10. október 2011. Sótt 22. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=60885.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2011, 10. október). Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60885

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2011. Vefsíða. 22. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60885>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Írski heimspekingurinn George Berkeley (1685-1753) er einn þeirra þriggja sem taldir eru helstu forsprakkar breskrar raunhyggju, en hinir eru þeir John Locke og David Hume. Hann er þekktastur fyrir hughyggjukenningar sínar, sem segja má að kristallist í orðunum „Að vera er að vera skynjaður“, eða „Esse est percipi“.

George Berkeley (1685-1753).

Berkeley fæddist nálægt Kilkenny á Írlandi 12. mars 1685. 15 ára gamall hóf hann nám við Trinity-háskóla í Dublin og að námi loknu varð hann prestur í ensku biskupakirkjunni. Starfsferli varði hann svo ýmist við fræðistörf, meðal annars við Trinity-háskóla, og kirkjulegt starf, og hann varð biskup af Cloyne 1734. Stærstum hluta ævi sinnar varði Berkeley á Írlandi en þremur árum varði hann í nýja heiminum vestanhafs. Berkeley taldi, að minnsta kosti um skeið, að Evrópa væri í hnignun og batt þá vonir við Ameríku. Hann vann að stofnun háskóla á Bermúda-eyjum og fékk vilyrði fyrir styrk til þessa frá breska þinginu. Árið 1728 hélt hann vestur um haf og dvaldi í Newport, Rhode Island í þrjú ár meðan hann beið eftir fjárveitingunni. Þá kom í ljós að ekkert yrði af henni og hann sneri aftur til Írlands.

Þrjú þekktustu verk sín skrifaði Berkeley fyrir þrítugt, en þau eru An Essay Towards a New Theory of Vision (1709), Treatise concerning the Principles of Human Knowledge (1710) og Three Dialogues between Hylas and Philonous (1713). Hið fyrsta þessara verka fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um sjónskynjun og þá fyrst og fremst um sálfræðilegar hliðar hennar. Í hinum tveimur setur hann svo fram hughyggjuna sem hann er þekktastur fyrir og færir fyrir henni rök. Meðal annarra verka hans má nefna De Motu (1721) sem fjallar um heimspekilegar undirstöður aflfræðinnar og Alciphron (1732) þar sem Berkeley ver kristna trú gegn fríþenkjurum. Það ritverk Berkeleys sem seldist best meðan hann lifði er verk sem lítið er lesið núorðið. Það er síðasta verk hans, Siris (1744), sem fjallar mikið til um lækningamátt svokallaðs tjöruvatns.

Eins og áður er nefnt hefur Berkeley orðið þekktastur fyrir þá kenningu sína sem kölluð er hughyggja (e. idealism), en hún er flokkuð undir stefnu sem kölluð er raunhyggja (e. empiricism). Á tímum Berkeleys má segja að evrópskir heimspekingar hafi tekist á um tvær meginstefnur varðandi eðli og undirstöður þekkingar. (Sjá Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?) Annars vegar voru þeir sem aðhylltust rökhyggju (e. rationalism) sem kveður á um að þekking skuli byggja á rökhugsun. Undirstöður þekkingarinnar voru þá taldar vera röksannindi og af þeim mátti leiða alla þekkingu. Hins vegar voru raunhyggjumenn, sem töldu að alla þekkingu skyldi byggja á reynslu. Samkvæmt raunhyggjunni fæðumst við sem óskrifað blað og öðlumst svo þekkingu gegnum skynreynsluna. Það sem ekki er hægt að nálgast með skynreynslu eða leiða af þeim efnivið sem reynslan getur gefið okkur er ekki hægt að telja til þekkingar.

Hughyggja Berkeleys er ákveðin útfærsla á raunhyggju og að vissu leyti má segja að hún feli í sér að ganga eins langt í raunhyggjunni og hugsast getur. Berkeley telur að það hafi enga merkingu að tala um að eitthvað sé til sem ekki er hægt að hafa þekkingu á. Við getum ekki (samkvæmt raunhyggju) haft þekkingu á neinu sem ekki má finna í reynslunni og samkvæmt útfærslu Berkeleys getur þar með ekkert verið til nema það sem finna má í reynslunni. Reynslan er það sem við upplifum og er þannig hugsun okkar, hvort sem það er eitthvað sem við upplifum gegnum skynjun eða með því að hugsa um það. Raunveruleikinn er þannig það sama og verður á vegi reynslunnar og þar með það sama og viðfangsefni hugsunarinnar. Allt sem er því til er því huglægt eða hugrænt.

Berkeley hafnaði í raun greinarmuninum á sýnd og reynd eða á hinu huglæga og hinu hlutlæga. Samkvæmt hugmyndum hans er reyndin ekkert annað en sýnd og hið hlutlæga er huglægt. Ef eitthvað er upplifað eða skynjað hlýtur það að vera til og það er tóm vitleysa að tala um að eitthvað geti verið til sem enginn skynjar eða upplifir.

Berkeley leit svo á að hann væri að verja trúna gagnvart þeirri ógn sem að henni steðjaði af því sem hann kallaði efnishyggju (e. materialism). Það sem kallað er efnishyggja nú á dögum er sú kenning að allt sem er til sé efnislegt. Berkeley átti hins vegar við kenningu sem gengur mun skemur þegar hann talaði um efnishyggju, eða aðeins þá kenningu að til væru efnislegir hlutir eða eitthvað efnislegt, sem þurfti alls ekki að fela í sér að allt sem væri til væri efnislegt. Það að eitthvað sé efnislegt í þessum skilningi jafngildir því að það sé til óháð því hvort hugsað sé um það eða ekki, að tilvist þess standi ekki og falli með hugsuninni um það.

Samkvæmt hugmyndum Berkeleys var Guð nauðsynlegur til að tryggja tilvist hluta með því að skynja þá eða hugsa um þá. Hugsum okkur til dæmis tré á grasflöt. Ef tilvist trésins er háð því að einhver upplifi það, með því að skynja það eða hugsa um það, þá hlýtur tréð að hætta að vera til ef enginn hugsar um það. Það þýðir þá að ef við snúum okkur frá trénu, eða ef enginn er staddur á grasflötinni með trénu, þá er tréð ekki til á meðan og hrekkur þannig inn og út úr tilvistinni eftir því hvað við erum að upplifa þá og þá stundina. Þetta hljómar fáránlega. Berkeley hélt því hins vegar fram að almáttugur og alvitur Guð tryggði það að tréð væri til með því að hugsa stöðugt um það. En kenning sem felur það í sér að tréð geti verið til óháð því hvort einhver hugsi um það, það er að segja sú kenning sem Berkeley kallar efnishyggju, gerir Guð óþarfan að þessu leyti. Þar með var efnishyggjan, samkvæmt Berkeley, ógn við hugmyndina um Guð og því mikilvægt að berjast gegn henni. Berkeley var óþreytandi við að halda því fram að efnishyggjan væri full af mótsögnum.Berkeley-háskóli í Bandaríkjunum.

Þess má geta að bærinn Berkeley í Kaliforníu, og þar með samnefndur háskóli, er nefndur eftir George Berkeley. Framburðurinn er þó ekki hinn sami. Nafn Berkeleys er borið fram sem „Barklí“ en nafn bæjarins og háskólans sem „Börklí“.

Myndir: