Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9674 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað er teflon?

Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun tetraflúoretýlen-sameinda undir miklum þrýstingi (45-50 atm). Við fjölliðunina myndast polytetraflúoretýlen (PTFE). Fyrir utan hitaþol og styrk hefur teflon þann eiginleika að flest efni loða illa við það og eru vinsældir þess byggðar á því. Hé...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar?

Sumar tölur þykja sérstaklega magnaðar. Tölurnar þrjár, sjö, níu og þrettán, eru sérstaklega magnaðar tölur í þjóðtrúnni og því ekki tilviljun að þær eru til að mynda þuldar upp þegar bankað er í við. Lesa má meira um þennan sið í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við? Í r...

category-iconLæknisfræði

Hafa fundist einhverjar líffræðilegar skýringar á einhverfu?

Einhverfa er röskun sem hefur víðtæk áhrif á líf fólks. Fólk með einhverfu á oft erfitt með að tjá sig, það getur átt í erfiðleikum með að mynda tengsl við aðra og bregst ekki alltaf á viðeigandi hátt við ýmsum áreitum í umhverfinu. Sumt fólk með einhverfu getur tjáð sig og hefur eðlilega greind, aðrir læra hugsan...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Á hvaða breiddargráðu er Ísland?

Nyrsti tangi Íslands er Rifstangi sem er á 66°32,3´ N (les: 66 gráðum og 32,3 mínútum norður eða norðlægrar breiddar). Syðsti tanginn er Kötlutangi á 63°23,6´ N. Allt "meginland" Íslands er sem sagt á milli þessara tveggja breiddarbauga. Hins vegar nær Kolbeinsey norður á 67°08,9´ og Surtsey suður á 63°17,7´. Alla...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er áhrifamesta ljósmynd sögunnar?

Upprunalega spurningin var: Hver er áhrifamesta ljósmynd sem tekin hefur verið? Er einhver leið til að meta það? Í raun er engri vísindalegri aðferð beitt til að meta áhrif ljósmynda á einstaklinga, almenningsálitið, stjórnmálamenn eða aðra sem völd hafa í samfélaginu, en nokkrar myndir hafa náð það mikill...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún var uppi?

Líklega var stökkfeti (Saltopus) léttasta risaeðlan, en leifar hans fundust í norðausturhluta Skotlands þar sem honum var gefið nafnið árið 1910. Eðlan var tvífætla, um 60 cm löng, hæðin rétt um 30 cm (frá jörðu upp á efsta hluta höfuðs) og þyngdin er talin hafa verið 900 g. Hins vegar var þverhaus (Micropachyceph...

category-iconHeimspeki

Hver var Auguste Comte og hvert var hans framlag til heimspekinnar?

Það eru öruggar heimildir fyrir því að Isidore Auguste Marie François Xavier Comte fæddist í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Hins vegar má deila um það hvort hann hafi fæðst þann 19. febrúar árið 1798, eða fyrsta dag mánaðarins pluviôse (sem þýðir rigningarsamur) árið 4. Reyndar vísa báðar dagsetningar ti...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur þú sagt mér um gosið í Eyjafjallajökli árið 2010?

Mikil umbrot urðu í Eyjafjallajökli fyrri hluta árs 2010. Í kjölfar mikilla jarðskorpuhreyfinga, landriss og jarðskjálftavirkni, varð lítið flæðigos á norðanverðum Fimmvörðuhálsi. Það gos hófst 20. mars og stóð í 23 daga. Hlé varð í hálfan annan sólarhring, en 14. apríl hófst sprengigos í toppöskju Eyjafjallajöku...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?

Spurnigin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var staða Íslands gagnvart Danmörku meðan landið var hluti af Danmörku? Var Ísland nýlenda, hjálenda eða eitthvað annað? Staða Íslands gagnvart Danmörku var alla tíð frekar óljós og umdeild, og breyttist verulega í tímans rás. Upphaflega komst landið undir Danak...

category-iconHagfræði

Voru Íslendingar rík þjóð árið 1918?

Íslendingar voru fátæk þjóð þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst og enn fátækari þegar henni lauk. Hagur þeirra hafði reyndar farið batnandi allt frá lokum 19. aldar en samt voru þeir meðal fátækustu þjóða Vestur-Evrópu. Það var ekki fyrr en í heimsstyrjöldinni síðari að Ísland komst í hóp ríkustu landa heims. Sa...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Vissu fornkappar Njálu hvernig ljón litu út?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Í Njálu stendur að Kári Sölmundarson væri með skjöld sem á væri mynd af ljóni. Hvernig átti Kári Sölmundarson að vita hvernig ljón liti út? Spurt er um eftirfarandi stað í Njálu: Skarphéðinn var fremstur. Hann var í blám stakki og hafði törguskjöld og öxi sína reidda ...

category-iconHeimspeki

Hver er svartsýnasti heimspekingur allra tíma?

Það er getur reynst virkilega áhugavert að velta því fyrir sér hvaða heimspekingur í sögunni telst svartsýnni, eða pessimískari, en aðrir. Ein ástæða þess er að heimspekileg hugsun, eða gagnrýnin hugsun, er iðulega – að minnsta kosti á yfirborðinu – andstæð þeirri jákvæðu hugsun sem við kennum stundum við bjartsýn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?

Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...

category-iconHeimspeki

Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?

Megininntak þessarar spurningar lítur að því hvað tilgreinir hvort við séum jöfn. Og eins og spyrjandi hefur komið auga á þá er það ekki endilega réttur okkar í lagalegum skilningi þess orðs. Raunar samsvarar hugtakið jafnrétti frekar hugtakinu equal rights á ensku frekar en 'equality' sem mest er notað í jafnrét...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta plöntur ekki bundið nitur eins og koltvísýring?

Stutta svarið Þetta er ágætis spurning og stutta svarið við henni er að plöntur geta ekki bundið nitur af sjálfsdáðum. Nitur (einnig nefnt köfnunarefni) er algengasta frumefnið í andrúmsloftinu en er þó takmarkandi þáttur í mörgum vistkerfum, einmitt vegna þess að plöntur geta ekki tekið það beint úr loftinu. L...

Fleiri niðurstöður