Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconFöstudagssvar

Hvort er betra að hafa einn glugga opinn í bíl eða fleiri, þegar reyklaus maður vill forðast lykt eða angan af fötum sínum?

Þetta er náttúrlega grafalvarlegt mál. Bagalegt er þó að ekki kemur skýrt fram í spurningunni í hvaða hættu reyklausi maðurinn er, til dæmis hvort verið er að reykja í bílnum hjá honum eða hvort einungis hefur einhvern tímann verið reykt í bílnum og lyktin sitji eftir. Svo vantar líka upplýsingar um stefnu og ferð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær fannst Úranus?

Úranus var fyrsta reikistjarnan sem var uppgötvuð sérstaklega, því að þær sem menn vissu um fyrir sjást allar með berum augum. Þarna var að verki enski organistinn og stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) þegar hann beindi heimasmíðuðum spegilsjónauka til himins. Hann var sjálfmenntaður áhugastjörnufræ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir máltækið "Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni"? Er hér um yfirfærða merkingu að ræða?

Í Snorra-Eddu, 12. kafla Gylfaginningar, segir svo frá úlfakreppu sólar:Þá mælti Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn." Þá svarar Hárr: "Eigi er þat undarligt, at hon fari ákafliga. Nær gengr sá, er hana sækir, ok engan útveg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?

Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónufornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum. Persónufornöfnin við og þið voru no...

category-iconVísindavefur

Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa?

Palli sem var einn í heiminum hefði ekki þurft að spyrja svona; hann gat bara lært að lesa þegar honum sýndist. Hins vegar er því ekki svarað í sögunni af honum, hvernig bækurnar urðu til!? En þetta sem spurt er um er sennilega af því að maður er ekki orðinn nógu gamall til þess að maður eigi að vera búinn að l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er einhver munur á gáfum katta og hunda? Hvort þeirra má skilgreina sem gáfaðra dýr?

Eflaust er hér um að ræða eitt allra mesta þrætuefni gæludýraeigenda í dag. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum var spurt hvert fólk telji vera greindasta húsdýrið og svöruðu flestir að hundar væru það en næst í röðinni komu kettir. En spurningin er ekki aðeins líffræðileg heldur líka heimspekileg, samanber s...

category-iconFélagsvísindi

Hver var hugmyndafræði íhaldsstefnunnar og hverjir voru upphafsmenn hennar? Hvert var upphaf hennar og hverjar voru afleiðingarnar?

Íhaldsstefna í núverandi mynd var fyrst sett fram í riti Edmunds Burkes um frönsku stjórnarbyltinguna, Reflections on the Revolution in France, árið 1790. Burke lagði áherslu á þróun fremur en snögg umskipti, á reynsluvit kynslóðanna fremur en einstaklingsbundna skynsemi, á virðingu fyrir venjum og siðum fremur en...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?

Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær. Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smit...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig voru loðfílar?

Loðfílar kallast hópur útdauðra fíla af ættkvísl sem nefnist Mammuthus. Leifar þessara stórvöxnu spendýra hafa fundist í jarðlögum allra meginlandanna nema í Ástralíu og Suður-Ameríku. Leifarnar hafa einungis fundist í jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu sem nær yfir tímann frá því fyrir 1,6 miljónum ára fram að l...

category-iconLífvísindi: almennt

Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?

Kartöflur komu til Evrópu frá Ameríku seint á 16 öld en bárust fyrst til Íslands árið 1758. Þær hafa borist hingað margoft síðan og þau yrki sem nú eru ræktuð eru öll komin hingað að utan. Þær kartöflur sem hægt er að segja að séu íslenskar eru þær sem búið er að rækta á Íslandi í langan tíma, hafa að einhverju l...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar?

Í spurningunni er ekki tekið fram hvernig ferðast skuli til Úranusar, þannig að við skulum skoða nokkra möguleika, fáránlega jafn sem hugsanlega, til þess. Til að stytta ferðalagið verður að stefna á að hitta á Úranus þegar hann er næstur jörðu, en þá er fjarlægðin um 2.721.390.000 km. Ef við ætluðum okkur...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau? er greint frá því hvað dýrafrumur og plöntufrumur eiga sameiginlegt. Nú skal líta á hvað greinir á milli þeirra. Það sem dýrafrumur hafa umfram plöntufrumur eru svokölluð deilikorn í geislaskauti sí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?

Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju græddi Fíleas Fogg einn dag þegar hann fór umhverfis jörðina á 80 dögum?

Fyllri útgáfa spurningarinnar, nær frumgerðinni, er sem hér segir:Þegar Fíleas Fogg var að fara "umhverfis jörðina á 80 dögum" í skáldsögu Jules Verne, uppgötvaði hann í lokin að hann hefði grætt einn dag. Væruð þið til í að útskýra það betur?Hugsum okkur að maður fari í ferðalag til austurs og færist á hverjum 23...

Fleiri niðurstöður