Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5576 svör fundust
Er hægt að lýsa lit?
Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reyn...
Hvað eru margir fermetrar í einum hektara?
Einn hektari (ha) er 10.000 fermetrar (m2). Stundum þarf að breyta á milli mælieininga, úr hektara í fermetra eða öfugt og er það einfaldur útreikningur. Ef upphaflega stærðin er í hekturum en áhugi á að vita hversu margir fermetrar það eru þá er einfaldlega margfaldað með 10.000 en deilt með sömu tölu ef brey...
Hver fann upp dans?
Talið er að dans hafi fylgt manninum frá upphafi, eða að minnsta kosti jafnlengi og trúarbrögð. Margir sagnfræðingar aðhyllast raunar þá kenningu að dans hafi upphaflega verið af trúarlegum toga, þótt ekki sé vitað hvernig frummaðurinn dansaði. Elstu heimildir um dansiðkun eru taldar allt að 25.000 ára gamlar ...
Duga smokkar alltaf?
Talið er að mesta öryggi smokka sé 98% séu þeir rétt notaðir en líkur á þungun aukast ef þeir eru ekki notaðir samkvæmt leiðbeiningum. Smokkar, eða einhvers konar slíður til að setja á getnaðarlim og varna þungun, hafa þekkst í margar aldar eins og lesa má um í svari Sóleyjar Bendar við spurningunni Hvenær var ...
Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?
Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...
Hversu margar mannætur eru til í heiminum?
Frá ómunatíð hafa verið sagðar sögur af þjóðflokkum sem leggja sér mannakjöt til munns. Sögnum af þessum þjóðflokkum fjölgaði mikið í kjölfar heimsvaldastefnu vesturheimsríkja upp úr 15. öld. Ástæðan var helst talin sú að ríkin hafi viljað réttlæta hernað sinn í löndum Asíu, Afríku, Ameríku og Ástralíu með því að ...
Hvað er séríslenskt?
Þetta er snúin spurning. Þó má draga fram nokkur atriði sem gætu réttlætt þessa einkunn: Eitthvað hefur orðið til á Íslandi og hvergi annars staðar. Eitthvað hefur flust til Íslands og varðveist þar en horfið annars staðar. Eitthvert fjölþjóðlegt fyrirbæri hefur fengið sérstætt snið á Íslandi. Áður en f...
Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?
Misgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár (sjá 1. mynd): Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá). Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum). Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti). 1. mynd. Þrjár gerðir misge...
Er hægt að eyða eða minnka æðakölkun, sem þegar er komin, með hreyfingu?
Með æðakölkun er átt við þrengingar á æðum vegna kólesteróls- og fitusöfnunar innan á æðaveggjum, sem með tímanum myndar kalkaðar skellur inni í æðunum. Þetta veldur því að æðarnar bæði þrengjast, stífna og missa teygjanleika sinn. Það hindrar eðlilegt blóðstreymi um æðarnar og eykur þannig álag á hjartað við að p...
Hvernig verka rafhlöður í farsímum?
Algengustu rafhlöður í farsímum og í fjölmörgum handhægum rafknúnum tækjum, eins og myndavélum, vasahljómflutningstækjum og rakvélum, eru núna litínjónarafhlöðurnar (e. lithium-ion batteries). Um þær er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aft...
Af hverju vaxa tré endalaust?
Það er rétt hjá spyrjanda að tré geta lifað afar lengi og vaxið allan sinn líftíma. Elstu núlifandi tré sem vitað er um eru broddfurur (Pinus longaeva) sem vaxa í Hvítufjöllum í eystri hluta Kaliforníu í Bandaríkjunum. Elsta broddfuran sem fundist hefur var um það bil 4900 ára gömul. Þrátt fyrir afar háan aldur...
Hvað skal gera þegar synt er í sjónum og selir nálgast? Er eitthvað að óttast?
Höfundur þessa svars hefur ekki undir höndum neinar upplýsingar þess efnis að sjósundfólk hafi lent í hremmingum vegna sela. En hafi lesendur Vísindavefsins sögur af slíku væri fróðlegt að heyra þær. Kafarar hafa þó orðið fyrir lítils háttar aðkasti frá brimlum, það er karlkynsselum, en þeir hafa meðal annars nart...
Geta afleiðingar tíðra höfuðhögga í æsku komið fram seinna á lífsleiðinni?
Stutta svarið er já, tíð höfuðhögg í æsku geta haft afleiðingar síðar á lífsleiðinni. Höfuðhögg er algengasta orsök heilahristings og alvarlegri heilaáverka. Heilahristingur, með einkennum svo sem tímabundinni ógleði og svima, er vægasta form heilaáverka. Það að rotast og muna ekki það sem gerðist eru vísbendin...
Hvað getið þið sagt mér um jafnhleðslusýrustig prótíns?
Amínósýrur eru byggingarefni prótínsameinda og sumar þeirra hafa hlaðna virknihópa. Yfirborð prótína hefur því hleðslu sem fer eftir fjölda og gerð amínósýranna og sýrustigi lausnarinnar. Jafnhleðslusýrustig (pI) er það sýrustig þar sem heildarhleðsla prótíns er núll. Við sýrustig neðar en pI viðkomandi prótíns e...
Hvað er smaragður?
Smaragður (e. emerald) er gimsteinn eða eðalsteinn en svo kallast skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Hann hefur hörkuna 7,5-8 á Mohs-kvarðanum sem notaður er til að mæla hörku steina. Smaragður er eitt afbrigði af beryl en það er steind gerð úr berylálsilíkati Be3Al2...