Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað skal gera þegar synt er í sjónum og selir nálgast? Er eitthvað að óttast?

Jón Már Halldórsson

Höfundur þessa svars hefur ekki undir höndum neinar upplýsingar þess efnis að sjósundfólk hafi lent í hremmingum vegna sela. En hafi lesendur Vísindavefsins sögur af slíku væri fróðlegt að heyra þær. Kafarar hafa þó orðið fyrir lítils háttar aðkasti frá brimlum, það er karlkynsselum, en þeir hafa meðal annars nartað í blöðkur kafara. En slíkt vill gerast yfir fengitímann. Brimlar hafa einnig komið nálægt kajakræðurum.

Selir, líkt og önnur villt dýr, geta verið óútreiknanlegir.

Enn fremur geta urtur, það er kvenkynsselir, verið varhugaverðar þegar þær eru með kópa sína nærri. Dæmi um slíkt er þegar urta réðst á kafara og beit hann í Hindisvík. Sem betur fer hlaut kafarinn ekki skaða af en honum hefur eflaust ekki orðið um sel! Kópar geta einnig nartað í sundfit kafara í ærslafullum leik sínum og er slíkt eflaust heldur óþægilegt fyrir varnarlausan sjósundmann.

Undirritaður kannast sjálfur við ögrandi háttalag landselsbrimils undan suðurströnd landsins en það varð með þeim hætti að brimillinn synti fyrir aftan bát, er undirritaður var í, og sló í bátinn með hreifa sínum. Sennilega til þess að ögra ræðaranum eða hræða hann í burtu.

Sjósundfólk sem hyggur á að synda innan um villta seli ætti að hafa í huga að slíkt getur verið hættulegt og ber ekki að mæla með slíku undir neinum kringumstæðum.

Í lokin er rétt að nefna að villt dýr eru óútreiknanleg, til að mynda eru lög í Bandaríkjunum sem banna sundfólki að synda nærri sjávardýrum. Sjósundfólk sem hyggur á að synda innan um villta seli ætti að hafa í huga að slíkt getur verið hættulegt og ber ekki að mæla með slíku undir neinum kringumstæðum. Erfitt er að segja til um hvernig skuli bregðast við ef selir gerast of nærgöngulir. Séu menn nærri landi er best að koma sér þangað sem fyrst. Úti á rúmsjó er málið þó snúnara en höfundur þessa svars getur ekki mælt með einni aðferð fram yfir aðra. Auk þess sem margt annað varasamt getur leynst í sjónum.

Heimildir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.9.2012

Spyrjandi

Sonja Dröfn Helgadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað skal gera þegar synt er í sjónum og selir nálgast? Er eitthvað að óttast?“ Vísindavefurinn, 11. september 2012. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63034.

Jón Már Halldórsson. (2012, 11. september). Hvað skal gera þegar synt er í sjónum og selir nálgast? Er eitthvað að óttast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63034

Jón Már Halldórsson. „Hvað skal gera þegar synt er í sjónum og selir nálgast? Er eitthvað að óttast?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2012. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63034>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað skal gera þegar synt er í sjónum og selir nálgast? Er eitthvað að óttast?
Höfundur þessa svars hefur ekki undir höndum neinar upplýsingar þess efnis að sjósundfólk hafi lent í hremmingum vegna sela. En hafi lesendur Vísindavefsins sögur af slíku væri fróðlegt að heyra þær. Kafarar hafa þó orðið fyrir lítils háttar aðkasti frá brimlum, það er karlkynsselum, en þeir hafa meðal annars nartað í blöðkur kafara. En slíkt vill gerast yfir fengitímann. Brimlar hafa einnig komið nálægt kajakræðurum.

Selir, líkt og önnur villt dýr, geta verið óútreiknanlegir.

Enn fremur geta urtur, það er kvenkynsselir, verið varhugaverðar þegar þær eru með kópa sína nærri. Dæmi um slíkt er þegar urta réðst á kafara og beit hann í Hindisvík. Sem betur fer hlaut kafarinn ekki skaða af en honum hefur eflaust ekki orðið um sel! Kópar geta einnig nartað í sundfit kafara í ærslafullum leik sínum og er slíkt eflaust heldur óþægilegt fyrir varnarlausan sjósundmann.

Undirritaður kannast sjálfur við ögrandi háttalag landselsbrimils undan suðurströnd landsins en það varð með þeim hætti að brimillinn synti fyrir aftan bát, er undirritaður var í, og sló í bátinn með hreifa sínum. Sennilega til þess að ögra ræðaranum eða hræða hann í burtu.

Sjósundfólk sem hyggur á að synda innan um villta seli ætti að hafa í huga að slíkt getur verið hættulegt og ber ekki að mæla með slíku undir neinum kringumstæðum.

Í lokin er rétt að nefna að villt dýr eru óútreiknanleg, til að mynda eru lög í Bandaríkjunum sem banna sundfólki að synda nærri sjávardýrum. Sjósundfólk sem hyggur á að synda innan um villta seli ætti að hafa í huga að slíkt getur verið hættulegt og ber ekki að mæla með slíku undir neinum kringumstæðum. Erfitt er að segja til um hvernig skuli bregðast við ef selir gerast of nærgöngulir. Séu menn nærri landi er best að koma sér þangað sem fyrst. Úti á rúmsjó er málið þó snúnara en höfundur þessa svars getur ekki mælt með einni aðferð fram yfir aðra. Auk þess sem margt annað varasamt getur leynst í sjónum.

Heimildir:...