Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8501 svör fundust
Hvernig breiddist íslam út?
Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjá...
Eru engin frumrit til af Íslendingasögunum?
Spyrjandi bætir við: Hvernig vita fræðimenn að Íslendingasögurnar eru aðeins varðveittar í uppskriftum af öðrum handritum? Er alveg öruggt að eldri handrit sem nú eru glötuð hafi alltaf legið til grundvallar? Kemur þetta fram í varðveittu handritunum? Hefur hugtakið frumrit einhverja merkingu í þessum fræðum?...
Hvernig verður hvítur vikur til í eldgosi eins og Heklugosinu 1970?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hekla gaus 1970 hvítum vikri sem lengi var hægt að sjá. Hvað gerir vikur hvítan og er enn hægt að sjá leifar af þessu? Guðmundur E. Sigvaldason lýsir berg- og efnafræði gosefna svo í grein þeirra Sigurðar Þórarinssonar um Heklugosið 1970:[1] Gosefnunum má skipta í fe...
Gátu neanderdalsmenn talað?
Það er mörgum vandkvæðum bundið að grafast fyrir um upphaf eins hverfuls og huglægs fyrirbæris og tungumáls, einkum og sér í lagi talaðs máls. Talmál kemur á undan ritmáli og er upphaf þess því, eðli málsins samkvæmt, hluti af forsögulegum tíma mannsins. Einnig tilheyrir talið, eða öllu heldur hljóðbylgjurnar, líð...
Hvernig fara vísindamenn að því að mæla og fylgjast með jarðskjálftum á Íslandi?
Veðurstofa Íslands hefur starfrækt landsnet stafrænna jarðskjálftamæla síðan 1990. Það tók við af neti hliðrænna mæla sem Raunvísindastofnun Háskóla Íslands sá um. Veðurstofan hefur rekið jarðskjálftamæla í Reykjavík allt frá árinu 1925. Á árunum 1954 til 1968 varð fyrsta landsnetið smám saman til með stöðvum á Ak...
Geta vísindin sagt mér hversu mikill neanderdalsmaður ég er?
Öll spurningin hljóðaði svona: Geta vísindin sagt mér hversu mikill neanderdalsmaður ég er og hvaða merkingu það hefur að hafa erfðaefni frá neanderdalsmönnum í sér? Homo sapiens er komin af stórri fjölskyldu manntegunda sem skildust frá sameiginlegum forföður okkar og simpansa fyrir fjórum til fimm milljón...
Hver hagnast þegar stýrivextir hækka?
Öll spurningin hljóðaði svona: Margir kvarta undan því að vaxtakostnaður þeirra hækki með hækkun stýrivaxta. Spurning mín er: Ef ég borga hærri vexti í dag en í gær vegna hækkunar stýrivaxta, hvar lendir þá það fé sem nemur hækkuninni? Sem sagt: hver hagnast? Það er tiltölulega flókið að rekja allar afleiði...
Hver er hæsta frumtalan?
Svarið er að hæsta frumtalan er ekki til og frumtölur eru óendanlega margar. Frumtölur eða prímtölur (prime numbers) eru tölur sem engar aðrar heilar tölur ganga upp í en 1 og talan sjálf. Þær er með öðrum orðum ekki hægt að skrifa sem margfeldi af tveimur eða fleiri öðrum tölum. Þannig eru bæði $2$ og $3$ fru...
Hvað er það sem mannfræðingar kalla fúnksjónalisma?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Hrefnu Tómasdóttur Hver var Durkheim og fyrir hvað var hann þekktur? Franski félagsfræðingurinn Émile Durkheim (1858-1917) er með nokkrum rétti kallaður faðir félagsfræði nútímans. Ástæðan er sú að hann hélt því fram að félagsfræðin ætti að vera sjálfstæð vísindagrein en ...
Hvers vegna eru hamborgarar kallaðir því nafni?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna hamborgarar eru kallaðir hamborgarar (hamburgers). Hvaðan kemur þetta „ham”? Var svínakjöt í hamborgurum hér áður fyrr eða kemur þetta borginni Hamborg eitthvað við? Í Íslenskri orðsifjabók (1989, Ásgeir Blöndal Magnússon, Orðabók H...
Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?
Orðið sjálfbær er nýyrði í íslensku. Elsta dæmið sem Orðabók Háskólans á er úr Alfræðisafni AB sem út kom á árunum 1965 til 1968. Orðið er sett saman úr tveimur hlutum, sjálf- og -bær og minnir á hversdagslega orðið haldbær. Orðið sjálfbær er einkum notað í orðasambandinu sjálfbær þróun. Ýmsum hefur fundist þetta ...
Hvað heita vikudagarnir á latínu?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Af hverju gaus í Vestmannaeyjum?
Eldvirkni er oftast tengd flekaskilum (úthafshryggjum) eða flekamótum (fellingafjöllum). Ísland liggur á flekaskilum þar sem Ameríku- og Evrópu-Asíuflekinn reka í sundur. Vegna þess að undir landinu er svokallaður möttulstrókur verður eldvirkni hér enn meiri en skýra má með flekaskilunum einum saman (lesa má um mö...
Hvað er mp3?
the Moving Pictures Expert Group. MP3 er notað til að þjappa hljóði á tölvutæku formi svo það taki minna stafrænt geymslupláss. Um þjöppun er hægt að lesa nánar í svari Hjálmtýs Hafsteinssonvar við spurningunni Tapa lög eða önnur gögn gæðum við að geymast á hörðum disk eða við flutning milli tölva?. MP3 var ...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon?
Stjörnumerkið Óríon er að margra mati meðal fegurstu stjörnumerkja himinsins. Í goðafræðinni var Óríon veiðimaðurinn mikli, sonur Póseidons og Eruyale drottningar. Hann stærði sig af því að geta drepið hvaða skepnu sem var á og var hreykinn af sjálfum sér. Það kom að því að guðirnir fengu nóg af stærilæti Orío...