Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið ógnanir til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur?

Við viljum gefa öllum hlutum einhver nöfn en oft getur verið erfitt að segja til um, af hverju hluturinn hafi þetta heiti en ekki hitt. Við gætum til dæmis spurt hér á móti, af hverju spyrjandinn stingi upp á heitinu 'vinstrihentur' en ekki einhverju enn öðru. Þeir sem nota heldur hægri höndina eru kallaðir rétthe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ef einhver er nirfill, hvað er hann þá?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Þetta er kannski asnaleg spurning, en ef manneskja er nirfill hvað er hún þá? Hvað þýðir orðið nirfill?Orðið nirfill merkir 'aðsjáll maður, sá sem ekki lætur gjarnan út fé, svíðingur' og sögnin að nirfla merkir 'að draga saman fé með nísku og sparsemi'. Elst dæmi um nirfill ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast afkvæmi og hvernig liti hvolpurinn þá eiginlega út?

Vissulega gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast saman afkvæmi þar sem um sömu dýrategund er að ræða. Það er nær öruggt að æxlunin yrði að fara fram með hjálp mannsins þar sem stærðarmunur og ýmis annar munur á líkamsbyggingu ræktunarafbrigðanna kemur í veg fyrir æxlun við venjulegar kringumstæður...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?

Algengt er að tala um Borgarfjörð eystri og er þeirri venju til dæmis haldið í ferðaauglýsingum frá héraðinu. Sjaldan er talað um Borgarfjörð vestri eða vestari. Þeir sem tala um Borgarfjörð eystra eru með í huga Borgarfjörð fyrir austan. Sé leitað að nöfnunum Borgarfjörður eystri og Borgarfjörður eystra í leitarv...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru ljósleiðarar?

Ljósleiðarar eru grannir þræðir úr gleri eða plasti sem geita leitt ljós frá einum stað til annars. Um miðja 19. öld sýndu menn fram á að hægt væri að leiða ljósið, til dæmis inni í vatnsbunu eða bognum glerstaut. Ljósleiðarar eru þess vegna ekki nýir af nálinni. Það var þó ekki fyrr en eftir miðja 20. öld sem ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er sólin heit?

Sólin skiptist í nokkur lög sem ekki eru öll jafnheit. Í miðju sólarinnar er hitinn mestur. Talið er að þar sé hitinn 15,5 milljón gráður á Celsíus. Á yfirborði sólarinnar er hitinn hins vegar mun lægri eða um 5500°C. Hægt er að lesa meira um hita sólarinnar í ýtarlegu svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eignast refir marga yrðlinga að jafnaði?

Fengitími refa er í mars og fyrri hluta apríl og meðgangan tekur um sjö og hálfa viku. Við got eru yrðlingarnir blindir og opnast augu þeirra eftir rúman hálfan mánuð. Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan sem hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjöldi yrðlinga í hverju goti er að meðaltali um 5-...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðanna hommi og lesbía?

Hommi er íslensk stytting á enska orðinu homosexual. Það er sett saman af gríska orðinu homós ‘samur, sjálfur’ og latneska orðinu sexus ‘kyn, kynferði’. Það er því notað í bókstaflegri merkingu um samkynhneigðan mann. Orðið hommi er sett saman af orðnum homós og sexus. Lesbía ‘samkynhneigð kona’ er dregið af lýs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið epískur sem heyrist nú oft og tíðum og hvaðan er það upprunnið?

Orðið epískur merkir ‛sögulegur, með sögulegu efni’ og er notað um ljóð og annan skáldskap. Það er þekkt í málinu frá því á fyrri hluta 19. aldar og er fengið að láni úr dönsku episk í sömu merkingu. Orðið er ættað úr grísku epikós ‛sögulegur’ sem dregið er af nafnorðinu épos ‛hetjukvæði, söguljó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til sérstakar biðilsbuxur, hvaðan kemur orðasambandið 'að vera á biðilsbuxunum'?

Orðasambandið að vera á biðilsbuxunum ‛hugsa til að biðja sér stúlku’ er þekkt í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Það er einnig notað í yfirfærðri merkingu um að leita til einhvers um aðstoð, oft með uppgerðar elskusemi. Einnig þekkist að vera kominn í biðilsbuxurnar. Líklegast hafa me...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið mæra og í hvaða merkingu er það notað hér á landi?

Orðið mæra getur verið nafnorð og sögn. Ef það er notað sem nafnorð er merkingin ‛ögn, smá biti af einhverju’, til dæmis um sælgætismola, ávaxtabita eða þess háttar en einnig um smákekki í ystri mjólk. Heimildir um nafnorðið eru til allt frá 18. öld. Nafnorðið mæra merkir lítill biti af einhverju, til dæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast auli stundum aulabárður? Hvaðan kemur orðið?

Orðið aulabárður er samsett úr auli ‛kjáni, flón; (afkastalítill) vesalingur’ og hugsanlega karlmannsnafninu Bárður. Annað orð sambærilegt er klaufabárður ‛klaufi’. Aulabárður þekktist þegar í lok 18. aldar í þeirri merkingu sem notuð er nú. Líklegast er að einhver saga um Bárð, sem þótti kjáni, liggi ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Svínahraun?

Svínahraun hefur runnið úr Eldborg undir Lambafelli, árið 1000 (eða 999) að því talið er. Gosið tengist þessari sögu frá kristnitökunni á Þingvöllum: Þá kom maður hlaupandi og sagði, að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að go...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verður fólk fatlað?

Fötlun getur verið af ýmsu tagi og fyrir henni eru ýmsar orsakir. Samkvæmt íslenskum lögum um málefni fatlaðra er fatlaður einstaklingur manneskja sem að þarf á sérstakri þjónustu eða stuðningi að halda vegna andlegrar eða líkamlegrar fötlunar sinnar. Er þar átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- eða...

Fleiri niðurstöður