Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 731 svör fundust
Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?
Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...
Er alveg öruggt að vöðvar af skepnu með riðu séu ekki sýktir? Geta menn borið sjúkdóminn sín á milli?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni Er mögulegt að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn gæti leynst í nautgripasæðinu sem flytja á inn frá Noregi? frá sama spyrjanda.Þótt margt sé á huldu um smitandi riðusjúkdóma er nokkuð vitað um smitleiðir þeirra. Hefur sú vitneskja dugað til þess að hægt sé að hefta útbreið...
Af hverju koma haustlitirnir?
Hér er einnig svarað spurningunni Hver er gerð og hvert er hlutverk litarefna í plöntum? Haustlitir eru aðallega af tveimur efnahópum: karóteníðar og antósíanín. Til fyrri hópsins, karóteníða, teljast aðallega gul (xantófíl) og appelsínugul (karótín) litarefni en einnig er til rautt litarefni í þessum hópi e...
Hvenær var hinn svokallaði „nefskattur“ Margrétar Thatcher afnuminn?
Þangað til árið 1989 stóðu tveir tekjustofnar einkum undir rekstri breskra sveitarfélaga, annars vegar fasteignagjöld og hins vegar hlutdeild sveitarfélaganna í sköttum sem innheimtir voru af landstjórninni og úthlutað til sveitarfélaga eftir tilteknum reglum. Fasteignagjöldin áttu sér langa sögu, að minnsta kosti...
Er hægt að greina bein áhrif fjölmiðla á hegðun fólks?
Á sunnudagskvöldi, þann 30. október 1938 (kvöldið fyrir hrekkjavöku, e. Halloween), flutti bandaríska útvarpsstöðin CBS leikritið Innrásina frá Mars (The War of the Worlds) sem byggt var á vísindaskáldsögu H. G. Wells (1866-1946). Að leikgerðinni stóðu Orson Welles (1915-1985), sem síðar varð frægur kvikmyndaleiks...
Hvernig verka brúnkukrem?
Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um brúnkukrem enda hefur notkun slíkra krema aukist verulega síðustu misserin. Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Eru brúnkukrem (sólbrúnka án sólar) á einhvern hátt skaðleg húðinni?Hvernig verkar brúnkukrem? Er það bara litarefni sem klessist á húðina eða örv...
Getur vatn frosið ef það getur ekki þanist út?
Já, vatn getur frosið þótt það hafi ekki tök á að þenjast út en til þess þurfa hita- og/eða þrýstingsskilyrði að vera með mjög sérstökum hætti eins og hér verður greint frá. Eins og alkunna er þá þenst vatn út þegar það er fryst. Þetta gerist við 0°C við staðalþrýsting sem er ein loftþyngd. Þenslan kemur til a...
Hvaða land hefur landamæri lengst frá sjó?
Við sem búum á eyju í miðju Atlantshafinu hugsum sjaldnast um hversu miklu máli það getur skipt að eiga landamæri að sjó, fyrir okkur er það eitthvað svo sjálfsagt. Hins vegar er tæplega fjórðungur ríkja heims í þeirri stöðu að eiga ekki landamæri að sjó og kallast þau landlukt (e. landlocked). Í dag eru landlu...
Er hægt að gera ekki neitt?
Áður en við getum tekist á við þessa spurningu þurfum við að taka afstöðu til þess hvort það að gera ekki neitt megi leggja að jöfnu við að vera ekki að gera neitt. Á svipaðan hátt gætum við spurt hvort það að segja ekki neitt sé það sama og ekki að segja neitt. Sá sem þegir, hann er ekki að segja neitt. En er lík...
Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?
Á hverjum degi kyngir maður um 1500 ml af mat og drykk auk munnvatns, sem er mælt á annan lítra á sólarhring. Fjöldi kynginga á dag er talinn vera um 600; 200 kyngingar fara fram við neyslu matar og drykkjar, og um 400 án þess að einhvers sé neytt samhliða, þar af 350 á daginn og 50 á nóttunni. Eðlileg kyngin...
Hvernig er hægt að hlaupa hraðar?
Hlaupahraði er að miklu leyti meðfæddur og því mætti segja að auðveldasta leiðin til þess að verða fljótari sé að velja sér aðra foreldra! Í mannslíkamanum eru tvær aðaltegundir vöðvafruma, hraðar og hægar. Hraðar vöðvafrumur geta dregist hratt saman eins og nafnið bendir til og því eru einstaklingar sem fæðast...
Hvað eru kransæðar?
Hjartavöðvinn þarf á næringu að halda eins og allir aðrir vefir líkamans, og ekki síst súrefni. Sérstakar æðar, svokallaðar kransæðar, eru slagæðar sem kvíslast um hjartavöðvann og flytja honum súrefni og næringarefni. Kransæðarnar eru hægri og vinstri kransæðar sem liggja og greinast um hjartahelmingana tvo. Þ...
Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél?
Nei, Íranar hafa ekki smíðað tímavél en sagt er frá því í ýmsum fréttamiðlum að Íraninn Ali Razeghi hafi nýlega búið til eins konar spádómsvél. Fram kemur í fréttunum að Razeghi sé vísindamaður í Íran, hann stundi einnig viðskipti og sé uppfinningamaður. Vísindavefurinn hefur ekki fundið heimildir um menntun Ra...
Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?
Þessi spurning hefur oft borist Vísindavefnum: Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru þvegnir með sápu eða settir í uppþvottavélar? (Fannar Andrason) Verða góðir hnífar bitlausir og lélegir á því að fara í uppþvottavél og ef svo er hvað veldur því að uppvask fer ekki jafn illa með þá? (Dagur Fanna...
Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?
Melatónín er efni sem myndast í heilakönglinum (e. pineal gland), sem er staðsettur nálægt miðju heilans. Efnið hefur verið þekkt í rúmlega 40 ár en lítið er vitað með vissu um þýðingu þess í líkamanum og er það ýmist kallað hormón eða taugahormón og nú er farið að nota það sem lyf. Mun meira af melatóníni losnar ...