Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1553 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hver var Alexander Fleming?

Hér er einnig svarað spurningu Bjarkar Bjarnadóttur Hver fann upp penisilínið, hvernig var það uppgötvað og hvenær var það fyrst notað?Sir Alexander Fleming (1881-1955) var breskur vísindamaður sem frægastur er fyrir uppgötvun sína á fyrsta sýklalyfinu, penisilíni. Hann fæddist nálægt bænum Darvel í Skotlandi á...

category-iconHugvísindi

Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?

Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mállýskum (íslensku, norsku) en sjaldgæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evrópumál úr norrænu,...

category-iconHugvísindi

Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?

Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig virka nætursjónaukar, á hverskonar eðlisfræði byggja þeir?

Svarinu við spurningunni er skipt í tvo kafla. Sá fyrri gefur almenna yfirlitsmynd um uppbyggingu og virkni nætursjónauka, meðan líta má á seinni kaflann sem ýtarefni um íhluti sjónaukans. Fyrri kaflinn ætti að nægja mörgum lesendum en sá seinni er ætlaður þeim kröfuharðari. Hann fjallar um tæknilega útfærslu og e...

category-iconLæknisfræði

Hvenær er sjúkdómur faraldur og hvenær verður hann heimsfaraldur?

Faraldur (e. epidemic): Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO hefur skilgreint faraldur sem tilvist sjúkdóms, ákveðins heilsutengds atferlis eða annarra atburða sem varða heilsu fólks innan ákveðins samfélags eða landsvæðis, í tíðni sem er umfram það sem vænta má undir eðlilegum kringumstæðum. Hægt er að skilgreina...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?

Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna eru flestir sveitabæir á Íslandi hvítir með rauðu þaki?

Málun þaka í sterkum lit á húsum hér á landi tengist án vafa almennri notkun bárujárns sem þakefnis. Galvanhúðað, bárótt þakjárn (bárujárn) var fyrst sett á húsþök í Reykjavík á árunum 1874-76. Notkun þess sem klæðningar á þök og veggi timburhúsa varð þó ekki almenn fyrr en eftir 1880. Þessu annars hentuga þak...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær og hvernig náðu Danir yfirráðum yfir Færeyjum, Íslandi og Grænlandi?

Ef marka má Færeyinga sögu, sem rituð var á fyrri hluta 13. aldar, voru það Færeyingar sem fyrstir eyþjóðanna í Norður-Atlantshafi gengu Noregskonungi á hönd. Samkvæmt Færeyinga sögu var það Ólafur helgi Haraldsson, Noregskonungur, sem fyrstur reyndi að fá færeyska höfðingja til að gerast sér skattskyldir, hugsanl...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Breyttust réttindi kvenna eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver voru kvenréttindin árið 1944? Breyttust þau eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi? Réttindi kvenna breyttust ekki við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944. Kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis fékkst árið 1915, takmarkaður við konur 40 ára og eldri en að fullu ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenningunni og hvað kallast þær?

Margir hafa sett fram þróunarkenningar, svo sem hinn gríski Anaximander eða frakkarnir Buffon og Lamarck og að sjálfsögu Charles Darwin. En spurt er um tegundir eða gerðir af þróunarkenningum. Færa má fyrir því rök að til séu tvenns konar þróunarkenningar. Þróun er breyting á ástandi einhvers kerfis í tíma. Þróu...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?

Möðruvallabók Skinnhandrit frá 14. öld. Hér er einnig svarað spurningu Ragnars Þórs Péturssonar, 'Hverjir skrifuðu Íslendingasögurnar, hvenær og eftir hvaða heimildum?' Eins og mörgum er kunnugt, hefur lengi ríkt ágreiningur um aldur og uppruna Íslendingasagna, bæði bókmenntagreinarinnar í heild og eins...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna erum við til?

Þessi spurning er tvíræð. Sé hún skilin svo að spurt sé um orsakir þess að menn eru til þá geta líffræðingar veitt nokkuð ítarleg svör með tilvísun til þróunarkenningarinnar. Sé hún á hinn bóginn skilin svo að spurt sé um tilgang mannlífsins eða hvers vegna það sé þess virði að lifa því, þá verður fátt um svör. ...

category-iconJarðvísindi

Er einhver möguleiki á að olía finnist innan efnahagslögsögu Íslands?

Sagt er að snemma á öldinni hafi breskur jarðfræðingur, sem var að störfum í Austurlöndum nær, lýst því yfir að þar væri engin olía og að „hann skyldi sjálfur drekka hvern þann olíudropa sem þar kæmi úr jörðu." Yfirlýsing hins ógetspaka jarðfræðings var vafalaust í samræmi við þáverandi þekkingu manna, og út frá n...

category-iconLögfræði

Gera Íslendingar tilkall til allra nýrra eyja sem gætu myndast á Mið-Atlantshafshryggnum?

Nei, íslenska ríkið hefur ekki gert slíkt tilkall. Íslenska landhelgin er, samkvæmt 1. gr. laga nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, mörkuð af línu sem nær 12 sjómílur út frá svokölluðum grunnlínum. Innan grunnlínanna eru flóar og firðir landsins. Íslenska ríkið hefur fullveldisrétt yfir landhel...

Fleiri niðurstöður