Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6951 svör fundust
Hvernig er best að skilgreina hið vonda?
Spurningin er viðamikil. Við leiðum hugann frá atriðum sem eru fólgin í orðalagi þó að vert sé að taka eftir þeim. Sér í lagi hljótum við að benda á að hér er beðið um bestu skilgreiningu en nokkrar eru sannarlega mögulegar og hvorki ljóst hvað mundi gera einhverja þeirra besta – er það sú nothæfasta eða sú rétta?...
Hver er Eric Hobsbawm og hvert er hans framlag til sagnfræðinnar?
Eric Hobsbawm er af gyðingaættum, fæddur árið 1917 í Alexandríu í Egyptalandi þar sem faðir hans var í þjónustu breska heimsveldisins. Hann missti foreldra sína á unga aldri en ólst upp í Vín og Berlín hjá ættingjum sem tóku hann í fóstur. Í kjölfar valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 fluttist hann ásamt ættingjun...
Fyrir hvað er Jacques Monod þekktur?
Jacques Lucien Monod var fæddur í París árið 1910. Hann ólst upp í Suður-Frakklandi og gekk í skóla í Cannes en síðar í París þar sem hann lauk lísensíatprófi í náttúruvísindum árið 1931. Á næstu árum vann hann að rannsóknum á frumdýrum bæði í Strasbourg og París, en þar fékk hann árið 1934 starf við Sorbonne-hásk...
Hver var Finnur Jónsson og hvert var framlag hans til norrænna fræða?
Finnur Jónsson prófessor var einn afkastamesti og virtasti fræðimaður á sviði norrænna fræða í upphafi 20. aldar, ekki síst sem útgefandi norrænna miðaldatexta en einnig ritaði hann merk yfirlitsrit um norrænar bókmenntir fyrri alda. Finnur Jónsson (1858-1934).Finnur Jónsson var fæddur á Akureyri 29. maí 1858. ...
Af hverju heitir Tröllaskagi þessu nafni?
Skaginn mikli milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar gengur undir nafninu Tröllaskagi á seinni tímum en nafnið er ekki ýkja gamalt. Merkilegt er að bæði Tröllaskagi og Flateyjarskagi hafa ekki haft sérstök nöfn frá fornu fari. Nafn Flateyjarskaga er raunar ekki nema nokkurra áratuga gamalt en nafn Tröllaskaga talsvert ...
Hver var Alexander Fleming?
Hér er einnig svarað spurningu Bjarkar Bjarnadóttur Hver fann upp penisilínið, hvernig var það uppgötvað og hvenær var það fyrst notað?Sir Alexander Fleming (1881-1955) var breskur vísindamaður sem frægastur er fyrir uppgötvun sína á fyrsta sýklalyfinu, penisilíni. Hann fæddist nálægt bænum Darvel í Skotlandi á...
Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna?
Eðlis- og efnafræðingurinn Alessandro Volta fæddist í borginni Como á Langbarðalandi á Norður-Ítalíu árið 1745 og lést í bænum Camnago árið 1827. Hann er þekktur sem einn af brautryðjendum rafsegulfræðinnar og því til áréttingar er einingin um rafspennu, volt, einmitt kennd við hann. Árið 1774 var hann ráðinn s...
Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi?
Þegar Grettir var hjá Þorfinni Kárssyni í Háramarsey við Noreg banaði hann tíu berserkjum. Í 19. kafla Grettis sögu segir af berserkjunum Þóri þömb og Ögmundi illa: „Þeir gengu berserksgang og eirðu öngu þegar þeir reiddust.“ Þeir koma við tíunda mann að búi Þorfinns Kárssonar þegar hann er í Slysfirði. Heima...
Hver er Jerome S. Bruner?
Jerome S. Bruner.Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræ...
Hver var Søren Kierkegaard og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Þann 5. janúar 1813, nákvæmlega fjórum mánuðum áður en Søren Aabye Kierkegaard fæddist, varð allsherjarefnahagshrun í Danmörku. Einn fárra danskra kaupsýslumanna sem komst því sem næst klakklaust í gegnum fjárhagserfiðleikana sem fylgdu í kjölfarið var faðir hans, Michael Pedersen Kierkegaard (1756-1838). Hann var...
Af hverju er Andrés Önd svona reiður?
"#$&/$&%/#%##$%" Eitthvað í þessa áttina sést oft í talblöðrunni fyrir ofan höfuð Andrésar Andar í samnefndum teiknimyndasögum um hann frá Walt Disney. Eitt helsta einkenni Andrésar, fyrir utan bláa sjóliðajakkann og húfuna, er einmitt hversu uppstökkur hann er. Allir sem þekkja Andrés vita að hann reiðist við min...
Getið þið sagt mér eitthvað um Helga magra?
Í 2. kafla Íslendingabókar Ara fróða eru taldir upp fjórir landnámsmenn, einn í hverjum landsfjórðungi. Þeir eru Hrollaugur Rögnvaldsson, sagður hafa numið land austur á Síðu og verið ættfaðir Síðumanna, Ketilbjörn Ketilsson á Mosfelli í Grímsnesi, ættfaðir Mosfellinga, Auður Ketilsdóttir djúpúðga, ættmóðir Breiðf...
Hvað er veðkall?
Veðkall er þýðing á enska heitinu 'margin call'. Hugtakið er meðal annars notað í verðbréfaviðskiptum þegar hlutabréf eru keypt með lánsfé að hluta og bréfin sett að veði fyrir láninu. Algengt er að sá sem veitir lánið krefjist þess að verðmæti bréfanna sem lögð eru að veði sé nokkru meira en upphæðin sem lánuð er...
Hver var Hannibal Lecter?
Hannibal Lecter hefur aldrei verið til í raun og veru en hann er persóna í þekktum skáldsögum eftir ameríska rithöfundinn Thomas Harris. Eftir skáldsögunum hafa verið gerðar kvikmyndir og er Lömbin þagna væntanlega sú sem flestir þekkja. Nafnið Hannibal Lecter er eflaust það fyrsta sem kemur upp í huga margra þ...
Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til?
Akademísk hugsun er frjáls en öguð. Starf fræði- og vísindamanna, innan háskóla og annars staðar, snýst um að leita þeirrar þekkingar eða skapa þá þekkingu sem ekki er til fyrir. Þetta líta þeir sjálfir og aðrir á sem skyldu fræðimanna. Til að þekkingin sé raunveruleg en ekki staðlausir stafir hafa fræðimenn...