Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 665 svör fundust
Hvað er absúrdismi?
Heitið absúrdismi er dregið af latneska lýsingarorðinu absurdus og skírskotar til þess sem talið er fjarstæðukennt eða fáránlegt, en algengt er að absúrdismi sé kenndur við fáránleika á íslensku. Hugtakið er komið úr umræðum um nútímabókmenntir og heimspeki og lýsir afstöðu mannsins til heimsins eftir að trúarleg ...
Hver var Kató gamli?
Marcus Porcius Cato, sem kallaður er Kató gamli, var rómverskur stjórnmálamaður og ræðumaður, uppi milli 234 og 149 fyrir Krist. Sem ungur maður barðist hann í öðru af þremur svokölluðum púnverskum stríðum sem Rómverjar háðu við Púnverja, íbúa borgarinnar Karþagó sem stóð í Norður-Afríku, ekki langt frá þeim s...
Hver er heimspekileg notkun orðanna inntak og umtak?
Orðin inntak (e. intension) og umtak (e. extension) eru notuð í heimspeki til að gera grein fyrir tveimur mismunandi gerðum merkingar. Annars vegar er um að ræða það sem viðkomandi orð (eða setning) gefur í skyn eða lætur í ljós og hins vegar þann hlut í heiminum sem orðið táknar eða vísar til. Þannig gæti inntak ...
Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur?
Edwin Powell Hubble fæddist í bænum Marshfield í Missouri-ríki í Bandaríkjunum þann 29. nóvember 1889. Strax sama ár fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til borgarinnar Wheaton í Illinois-ríki. Hubble heillaðist snemma af undrum vísindanna og átti það til að sökkva sér í vísindaskáldsögur eftir Jules Verne og Hen...
Er vit í tilfinningum?
Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. f...
Hvaða lagaheimild mælir fyrir að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum?
Sú regla að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum kemur hvergi fram í settu lagaákvæði. Regluna má leiða af þeirri viðurkenndu stjórnskipunarvenju að dómstólar skeri úr um hvort lög standist stjórnarskrá. Styðst þessi regla við mörg fordæmi dómstóla. Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum dæmt lög andstæð stjórnarskrá, fyr...
Hvenær má borgari handtaka mann?
Heimildir til að handtaka menn er að finna í lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Þar segir í 97. gr.:Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og ör...
Er bannað að ljúga á Alþingi?
Til þess að geta svarað þessari spurningu þarf fyrst að skoða hvað það þýðir að eitthvað sé „bannað“. Lög geta innihaldið bannreglur, það er reglur sem banna einhverja háttsemi, jafnvel að viðlagðri refsingu. Slíkar reglur geta því leitt til þess að ákveðin háttsemi telst bönnuð. En lög eru ekki það eina sem ba...
Hvað er réttarvenja í lögfræði?
Réttarvenja, eða venjuréttur, er ein réttarheimilda lögfræðinnar. Réttarheimildir eru skilgreindar sem þau viðmið – gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað – sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún notuð almennt eða í ákveðnu tilf...
Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo : Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi eða þarf að fara út fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu? Hvernig myndu íslensk og erlend stjórnvöld bregðast við slíkum "brotum"? Sjóráni eins og því er hefðbundið lýst í þjóðarétti, sbr. nú einkum í 100.-107. gr. Hafréttarsa...
Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?
Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en h...
Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana?
Starfsstjórn er ríkisstjórn sem starfar áfram að beiðni forseta Íslands eftir að forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir hennar hönd. Á Íslandi gildir svokölluð þingræðisregla. Það þýðir að meirihluti þingmanna getur á hverjum tíma vikið ríkistjórninni frá völdum með því að lýsa yfir vantrausti sínu á hana....
Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess?
Hvers konar rit er Tómasarguðspjall? Tómasarguðspjall er ekki tilraun til að skrifa ævi Jesú út frá hefðbundnum forsendum um fæðingarstað, menntun, störf og örlög (dauða) eins og til dæmis má finna stað í frásögu Matteusarguðspjalls svo ekki sé talað um þá tísku sem er íslensk ævisagnaritun nú á dögum. Ævisag...
Hvað getið þið sagt mér um John Locke?
John Locke var enskur heimspekingur og er oft álitinn merkastur bresku raunhyggjumannanna en hann var ekki síður áhrifamikill stjórnspekingur. Locke fæddist þann 29. ágúst árið 1632 í Somerset á Englandi. Hann var menntaður í Westminster og Oxford, þar sem hann kenndi um skeið rökfræði og siðfræði, forngrísku o...
Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?
Þessari spurningu er vart hægt að svara þar sem ekki er hægt að tala um fyrstu, aðra eða þriðju Biblíu. Ef við hins vegar spyrjum „Hver skrifaði Biblíuna“, þá má svara því á þann veg að ekki er um einn höfund að ræða heldur eru hin mörgu og mismunandi rit Biblíunnar rituð af fjölmörgum höfundum sem flestir eru óþe...