Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er lambalágur?
Orðið lambalágur finnst ekki í söfnum Orðabókar Háskólans. Hugsanlega er um ásláttarvillu að ræða fyrir -láfur en það orð er notað um 'meis' eða 'laup'. Átt var við rimlakassa sem hey var borið í við fóðurgjöf. Lambaláfur er þá meis sérstaklega ætlaður undir hey handa lömbum. Orðið láfur er reyndar einnig notað um...
Hvert er algengasta nafn á Íslandi?
Algengasta nafnið á Íslandi mun vera karlmannsnafnið Jón og hefur verið það um aldir. Í fyrsta manntali sem tekið var á Íslandi 1703 hét fjórði hver maður á landinu Jón. Algengasta kvenmannsnafn þá var Guðrún og hét fimmta hver kona því nafni 1703. Það hefur til skamms tíma verið algengast kvenmannsnafna. Bæði þes...
Er orðið „blýantur“ samsett orð? Ef svo er, hvað þýðið þá „antur“?
Orðið blýantur er tökuorð úr dönsku blyant. Þetta hét upphaflega á dönsku blyerts, sem er blýmálmur, það er að segja grafít, en danska orðið varð fyrir áhrifum frá orðinu blyant sem notað var um dýrmætt silkiefni og lagaði sig að því. Orðið yfir silkiefni er fengið að láni í dönsku úr frönsku blialt, bliault. ...
Hvenær er Þorláksmessa að sumri árið 2005?
Í Almanaksskýringum Almanaks Háskóla Íslands á Veraldarvefnum segir svo:Þorláksmessa, 1) Þorláksmessa á sumri 20. júlí, lögleidd 1237 í minningu þess að þann dag 1198 voru upp tekin bein Þorláks biskups helga Þórhallssonar í Skálholti. Ein mesta hátíð ársins fyrir siðaskipti. 2) Þorláksmessa 23. desember, dánarda...
Hvað eru vísindi?
Vísindin eru líklega það svið mannlegrar starfsemi sem hefur haft hvað mest áhrif á líf manna undanfarnar tvær til þrjár aldir. Án vísinda væru engir símar, engar flugvélar og engar tölvur. Geimflaugar væru ekki til og menn hefðu því aldrei farið út fyrir himinhvolf jarðar, hvað þá stigið fæti á tunglið. Ótal smit...
Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?
Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...
Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?
Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...
Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?
Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...
Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?
Við getum byrjað á að skipta spurningunni svolítið upp: 1. Getur hraustur maður sem hvergi finnur til verið með dulið krabbamein og er unnt að finna það? Svarið við þessu er að þetta getur vissulega komið fyrir og krabbameinsleit eins og hún hefur tíðkast í mörg ár hérlendis hjá Leitarstöð Krabbameinsféla...
Hver var Alexander Fleming?
Hér er einnig svarað spurningu Bjarkar Bjarnadóttur Hver fann upp penisilínið, hvernig var það uppgötvað og hvenær var það fyrst notað?Sir Alexander Fleming (1881-1955) var breskur vísindamaður sem frægastur er fyrir uppgötvun sína á fyrsta sýklalyfinu, penisilíni. Hann fæddist nálægt bænum Darvel í Skotlandi á...
Hvað er rúmfræði?
Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er rúmfræði sú fræðigrein sem fæst við lögun hlutanna og stærð, einkum rúmmálsfræði og flatarmálsfræði. Ef við leitum út fyrir landsteinana þá segir orðabók Websters að rúmfræði sé (í lauslegri þýðingu minni) grein stærðfræði sem fæst við mælingar, eiginleika og tengsl lína, punkta,...
Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?
Þetta er mjög áhugaverð spurning því fjarlægðir í geimnum eru svo miklar að við getum með engu móti skilið þær almennilega. Til þess að að gera sér einhverja grein fyrir stærðum og fjarlægðum í sólkerfinu okkar, er þess vegna ágætt að minnka sólkerfið hlutfallslega. Fyrst veljum við einhvern hnött og hugsum okk...
Eru til einhverjar staðfestar heimildir um ófreskjur?
Orðin „ófreskja” og „skrímsl[i]” eru ekki vísindaleg hugtök. Í Íslenskri orðabók stendur að ófreskja merki „hræðileg skepna”. Orðið tengist líka hinu dulræna og yfirnáttúrulega, „ófreski” er skyggni eða skyggnigáfa. Ófreskjur tilheyra því frekar heimi bókmennta, trúarbragða og dulspeki en vísinda. Í bókmenntu...
Hversu mikið er hægt að þjappa gögnum?
Í stuttu máli er svarið að það eru engin sérstök neðri mörk á því hversu mikið hægt er að þjappa gögnum. Það er þó ekki hægt að þjappa þeim niður í ekki neitt, því að gögnin verða að komast til skila. En það fer eftir eðli gagnanna og þeim forsendum sem við gefum okkur, hversu mjög við getum þjappað. Tökum einf...
Eru ljón hættuleg mönnum?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru ljón jafn hættuleg og haldið er fram í sögum? Eru þau svo grimm að þau ráðist á menn? Til eru margar sögur af mannætuljónum sem oftar en ekki eiga rætur að rekja til Viktoríutímabilsins þegar evrópskir landkönnuðir færðu þeim sem heima sátu frásagnir af fjarlægum slóðum....