Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5569 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er indí-tónlist?

Nöfn á stefnum og undirgeirum dægurtónlistarinnar eða poppsins eiga sér misaugljósan uppruna. Sum nöfnin urðu til á einhverju tímabili og svo gott sem ómögulegt er að finna höfund þeirra á meðan önnur, eins og pönkið til dæmis, er hægt að festa á tiltekna blaðamenn og ár.[1] Tónlistarstefnan indí, eða „indie“ á...

category-iconSálfræði

Hvernig förum við að því að þekkja andlit?

Flest getum við heyrt, snert, fundið bragð og lykt, skynjað hita, kulda og sársauka. Án efa eru þó augun eitt mikilvægasta skynfæri okkar. Augun eru þó aðeins upphafspunkturinn í flóknu ferli sem gerir okkur kleift að sjá heiminn og umhverfi okkar. Í heilanum eru ótal mörg svæði sem vinna úr sjónrænum upplýsingum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku?

Önnur spurning sem brennur á Andrési er hvort það jafngildi því að tala góða íslensku að tala fornt mál. Spurning hans í heild sinni hljóðaði svona: Kæri vísindavefur. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku. Klassískt svar er við þessari spurningu er að maður eigi að "le...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Skiptir einhverju máli hvernig álpappír snýr við matargerð?

Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona: Skiptir máli hvernig maður snýr álpappír sem maður notar við matargerð t.d. þegar kartöflum er pakkað inn í álpappír þegar á að grilla þær? Er betra að láta glansandi hliðina snúa að matnum til að halda á honum meiri hita? Hvor hliðin á álpappírnum á að snúa að matvæl...

category-iconLæknisfræði

Hvað er húðkrabbamein, hvernig lýsir það sér og hverjir fá það?

Til húðkrabbameina teljast ýmsar gerðir krabbameina, sem eiga upptök sín í húð. Aðallega er um að ræða þrjár gerðir, flöguþekjukrabbamein (carcinoma squamocellulare), grunnfrumukrabbamein (carcinoma basocellulare) og sortuæxli (melanoma malignum). Síðastnefnda gerðin hefur ákveðna sérstöðu og er fjallað um hana í ...

category-iconLæknisfræði

Þarf að rannsaka mann betur ef grunur leikur á að maður hafi ofnæmi fyrir sýklalyfjum?

Stutta svarið er já. Málið er þó ekki svona einfalt. Í rannsókn sem gerð var á handahófsvöldu úrtaki ungs fólks 20-44 ára á Reykjavíkursvæðinu (n= 545) árið 1990 töldu 77 (14%) að þeir væru með lyfjaofnæmi. Við nánari eftirgrennslan fækkaði þó í hópnum. Það náðist ekki í alla, en 51 staðfestu lyfjaofnæmi og af...

category-iconHeimspeki

Hvað er akademískt frelsi?

Í allri umræðu um háskóla er hugtakið „akademískt frelsi“ ákaflega áberandi. Sérstaklega er það áberandi í þeim textum sem háskólar skilgreina sig sjálfir út frá. Það er augljóst að þeir telja þessa gerð frelsis vera eitt sitt mikilvægasta gildi og blasir það því við þar sem skólarnir eru kynntir. Það er þó ekki a...

category-iconHagfræði

Hvað hefur hagfræðin að segja um mútur?

Mútur (e. bribes) eru ein birtingarmynd spillingar (e. corruption). Samtök gegn spillingu, Transparency International, skilgreina spillingu sem „misnotkun stöðu og valds í eiginhagsmunaskyni“ (e. „abuse of entrusted power for private gains“, sjá https://www.transparency.org/what-is-corruption#define). Spilling get...

category-iconLæknisfræði

Hver eru helstu einkenni kransæðasjúkdóms?

Kransæðasjúkdómur getur verið einkennalaus eða einkennalítill framan af. Einkenni gera vart við sig þegar misræmi verður milli framboðs og eftirspurnar eftir súrefnisríku blóði í vöðvafrumum hjartans. Við stöðugan kransæðasjúkdóm eru þau í fyrstu aðallega tengd áreynslu eða álagi. Einkenni geta þó líka verið almen...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað var efst á baugi í raunvísindum árið 1944?

Ef við hefðum spurt fólk á árinu 1944 hvaða verkefni vísinda bæri þá hæst hefði nær enginn svarað því „rétt“ samkvæmt því sem síðar hefur komið í ljós. Ástand vísinda var þá mjög afbrigðilegt vegna þess að ófriður ríkti víða um heim – heimsstyrjöldin síðari sem svo er kölluð. Vísindi og stríð eiga afar illa saman,...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Sjást veirur í smásjá?

Hér er einnig að finna svar við fjölmörgum spurningum sem hafa borist Vísindavefnum um rafeindasmásjá. Hefðbundin (ljós)smásjá nýtir linsur til að stækka mynd af þeim hlutum sem verið er að skoða. Skrifa má jöfnu fyrir hámarks upplausn í slíkri smásjá, það gerði þýski eðlisfræðingurinn Ernst Abbe (1840-1905) fy...

category-iconJarðvísindi

Getur sandur og grjót sem Hollendingur býður mér til sölu virkilega bundið koltvíoxíð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Aðili í Hollandi er að bjóða mér sand og grjót sem bindur CO2. Í mín eyru hljómar þetta mjög ótrúverðugt og því spyr ég: Er þetta mögulegt? Þetta er mögulegt en ég mundi ekki kaupa ólivínsand frá Hollandi sem bindur koltvíoxíð (CO2, koltvísýring/koltvíildi) í bíkarbónat (HC...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hefði Bjartur í Sumarhúsum mátt kvænast Ástu Sóllilju að þeirra tíma lögum?

Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness kom út árin 1934–1935 og má ætla að hún gerist næstu tvo eða þrjá áratugi á undan. Rósa, fyrri kona Bjarts í Sumarhúsum, viðurkenndi ekki að hún hefði nokkru sinni verið með öðrum manni. Bjartur trúði því mátulega, sé tekið mið af því að þegar hann bjóst til ...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta nútímavísindi sagt til um það hvort bein sem grafin eru á Þingvöllum séu í raun og veru af Jónasi Hallgrímssyni?

Jónas Hallgrímsson lést í Kaupmannahöfn í maí 1845 og var lík hans grafið í kirkjugarði þar. Rétt um öld síðar voru leifar skáldsins grafnar upp, fluttar til Íslands og síðan grafnar á ný í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Allar götur síðan hafa verið efasemdaraddir um að þetta hafi í raun verið bein Jónasar heldur...

category-iconLífvísindi: almennt

Er veiran sem veldur COVID-19 öðruvísi en aðrar veirur?

Þetta er góð og margþætt spurning. Einfalda svarið er í raun: Já, á sama hátt og allar aðrar veirur eru sérstakar á sinn hátt. Hver og ein veira er einstök en hefur sameiginlega þætti sem gera hana keimlíka mörgum öðrum veirum. Til að skilja þetta betur þurfum við fyrst að skoða hvað einkennir veirur almennt og sí...

Fleiri niðurstöður