Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?

Brúnó fæddist árið 1548 í Nola, nálægt Napólí á Ítalíu, sonur atvinnuhermanns sem hét Giovanni Brúnó, og konu hans Savolinnu. Hann var skírður Filippo og var síðar kallaður „il Nolano" eftir fæðingarstað sínum. Árið 1562 fór Brúnó, þá 14 ára í skóla til Napólí og lærði þar húmanísk fræði, rökfræði og rökræðulist. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru sumar veirur lífshættulegar en aðrar valda nær engum skaða?

Sýklar eins og bakteríur, sveppir og veirur þróast vegna náttúrulegs vals, þar sem bestu gerðirnar í stofninum á hverjum tíma aukast í tíðni, en hinar gerðirnar lækka í tíðni. Margar veirur ganga hart fram gegn hýslum sínum, en aðrar eru mun mildari. Við þekkjum SARS-CoV-2-veiruna sem frekar illvíga, á meðan hinar...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er Noam Chomsky og hvers vegna er hann öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs?

Uppruni og menntun Noam Chomsky fæddist 7. desember 1928 í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru William og Elsie Chomsky. Faðirinn var þekktur fræðimaður í hebreskum fræðum, prófessor við Gratz College í Pennsylvaníu og innflytjandi frá Úkraínu. Móðirin ólst upp í Bandaríkjunum, átti æt...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. II. Febrúar til áramóta

Þessi pistill er annar í röðinni af sex þar sem birtar eru fréttir um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Þær eru að mestu úr blöðum hér heima á Fróni en stöku frétt úr vestur-íslenskum blöðum er birt til fróðleiks. Þá eru birtar greinar og frásagnir úr blöðunum, eða glefsur úr slíkum, þar sem ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er sérstakt við ómíkron-afbrigðið?

Veiran sem veldur COVID-19 hefur dreift sér um alla heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði veirunnar er skilgreint ef eitt eða fleiri atriði eiga við, til dæmis meiri smithæfni, alvarlegri einkenni, mikil dreifing á vissum svæðum eða sérstökum stökkbreytingum á erfðaefninu. Afbrigðin eru skilgreind a...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá baráttunni um El Alamein?

Oft er talað um orrustuna við El Alamein eða jafnvel orrusturnar tvær en í raun voru þrjár meginorrustur háðar við El Alamein seinni hluta ársins 1942. Sú fyrsta var 30. júní - 17. júlí þegar samveldisherinn náði að stöðva sókn möndulveldanna inn í Egyptaland, önnur orrustan var dagana 31. ágúst - 3. september þe...

category-iconMálstofa

Kynþættir, hugmyndafræði og vald

Forsenda frelsis í hverju landi er víðtæk og samfelld gagnrýni á grundvöll valdsins (Harold J. Laski). „Hættan á því að mannhatur og illska hafi betur í baráttunni við kærleika og manngæsku er ... stöðug og eilíf“ (Árni Páll Árnason 2005). Þessi orð Árna Páls Árnasonar lögfræðings komu upp í huga mér er ég hafð...

category-iconHugvísindi

Hvað eru vísindi?

Vísindin eru líklega það svið mannlegrar starfsemi sem hefur haft hvað mest áhrif á líf manna undanfarnar tvær til þrjár aldir. Án vísinda væru engir símar, engar flugvélar og engar tölvur. Geimflaugar væru ekki til og menn hefðu því aldrei farið út fyrir himinhvolf jarðar, hvað þá stigið fæti á tunglið. Ótal smit...

category-iconStjórnmálafræði

Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi?

Hér er fyrri hluta lengri spurningar frá Úlfari svarað. Þetta er fyrsta svarið af þremur um kosningakerfið. Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Lykilatriðin í fyrirkomulagi kosninga til Alþingis eru þ...

category-iconLæknisfræði

Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?

Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær byrjar kirkjuárið og hvers vegna?

Kirkjuárið er byggt upp í samræmi við hugmyndir kristninnar um ævi Jesú Krists á jörðu og líf kirkju hans eftir að hann steig upp til himna. Þess vegna byrjar kirkjuárið með aðventunni, þegar við bíðum þess að Jesúbarnið fæðist á jólum....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á maður að segja "þegar þér hentar" eða "þegar þig hentar"..?

Sögnin að henta í sambandinu e-m hentar e-ð er ópersónuleg og tekur með sér þágufall. Þannig er sagt mér hentar, þér hentar, honum/henni hentar, okkur hentar, ykkur hentar, þeim hentar. Þess vegna er rétt að segja ,,þegar þér hentar"....

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið þroskamat til í fleirtölu: Þroskamöt?

Það er út af fyrir sig hægt að setja þetta orð í fleirtölu og beygja mat eins og orðið gat. En það er meiri spurning hvort einhver þörf er á því -- og þar að auki má telja nokkuð víst að margir fella sig afar illa við það. Rétt er að hafa í huga að orðið mat hefur tvær aðalmerkingar, það er að segja "það að ...

category-iconHeimspeki

Hvað eru skynsamleg rök?

Með "rökum" er átt við röksemdafærslu, það er að settar eru fram ein eða fleiri fullyrðingar - sem kallaðar eru forsendur - og ályktun eða niðurstaða, sem fullyrt er á grundvelli forsendnanna. Með öðrum orðum, forsendurnar styðja niðurstöðuna, eða þeim er að minnsta kosti ætlað að styðja hana. Almennt má segja, að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verkar spegill sem speglar á annarri hliðinni en er gegnsær hinum megin séð?

Spyrjandi vísar í upphaflegri spurningu í yfirheyrsluherbergi í bíómyndum. Spegillinn sem lýst er í spurningunni er aðeins til í skáldsögum og kvikmyndum. Hins vegar má ná fram svipuðum skynhrifum með því að nota flöt sem speglar ljósgeislum að hluta en hleypir hinu í gegn, og hafa rökkvað öðru megin flatar en ...

Fleiri niðurstöður