Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2237 svör fundust
Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?
Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er ...
Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar. Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnú...
Eru lagkaka, Vínarterta og randalín allt sama kakan?
Einn þáttur í undirbúningi jólanna er jólabaksturinn. Tertur og smákökur eru bakaðar í hrönnum og eflaust á hver fjölskylda sína uppáhaldstegund og sína hefð tengda bakstrinum. Margir baka alltaf lagtertur, bæði hvítar og brúnar, og víða má ganga að þessum tertum vísum í jólaboðum. Einnig eru þær áberandi í kökuhi...
Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?
Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...
Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo : Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi eða þarf að fara út fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu? Hvernig myndu íslensk og erlend stjórnvöld bregðast við slíkum "brotum"? Sjóráni eins og því er hefðbundið lýst í þjóðarétti, sbr. nú einkum í 100.-107. gr. Hafréttarsa...
Hvaða dillidó er þetta í barnagælum?
Orðið „dillidó“ er að líkindum komið af sögninni „dilla“ sem þýðir „að vagga“ (til dæmis barni).[1] Þetta er orð sem var notað í barnagælum svipað og „bí bí“ og „korríró“. Sumar gamlar vögguvísur eru kallaðar „dillur“ svo sem „Ljúflingsdilla“.[2] Líklega merkir endingin „dó“ ekki neitt sérstakt, en hefur verið...
Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland?
Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar. Tegundafjölbreytni háfiska er meiri undan suður- og vesturströnd landsins en fyrir norðan land og er ástæðan fyrir því sennilega sú að sjórinn er hlýrri fyrir sunnan landið. Hafsvæðið fyrir sunnan land er reyndar nyrstu útbreiðslumörk nok...
Hvað getið þið sagt mér um eldflugur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um eldflugur, hvaðan koma þær, hvers vegna lýsa þær í myrkri og hvert er hlutverk þeirra í náttúrunni?Eldflugur eru ekki flugur heldur bjöllur af ættinni Lampyridae. Á ensku nefnast bjöllur af þessari ætt „fireflies“ eða „lightning bug.“ Rúmlega 1100 ...
Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga, og hvað er talið að til séu mörg dýr af þeirri tegund? Þar sem nákvæm stofnstærð flestra spendýrategunda á heimsvísu er ekki kunn, sérstaklega hjá smærri spendýrum eins og nagdýrum (rodentia), er svarið ekki að fullu ljóst. Eit...
Hvað getur þú sagt mér um afríska buffla?
Afríski buffallinn (Syncerus caffer) greinist í tvær deilitegundir, gresjubuffal (S. caffer caffer) og skógarbuffal (S. caffer nanus). Flokkunarfræðilega tilheyrir tegundin ættbálki klaufdýra (Artiodactyla), ættinni Bovidae og undirætt nautgripa (Bovinae). Heimkynni gresjubuffla. Gresjubuffallinn er nokkuð s...
Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?
Almennt er lítið um litadýrð meðal spendýra, til dæmis eru engin eiginleg græn spendýr til en sá litur finnst hins vegar víða meðal fugla, fiska, skriðdýra og skordýra, eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru til græn spendýr? Liturinn á feldi spendýra ræðst af litarefninu melaníni. Það eru til tvö afb...
Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn?
Einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar er stórbruninn í Kaupmannahöfn haustið 1728. Mestur hluti miðbæjarins brann til kaldra kola, þar með talið háskólahverfið, að undanteknu háskólaráðshúsinu. Háskólabókasafnið eyðilagðist gjörsamlega og með því ótal handrit, meðal annars ófá íslensk handrit frá miðöldum. Stj...
Hvað er „meme“ og er til íslenskt orð yfir það?
Breski líffræðingurinn Richard Dawkins kom fram með hugtakið meme í bók sinni The Selfish Gene sem kom út árið 1976 og fjallar um hópa, erfðir og náttúruval. Dawkins myndaði orðið meme með því að fella saman enska orðið gene og gríska orðið mimeme (μίμημα „það sem hermt er eftir“)....
Hvaða dýr valda mestum mannskaða með beinum árásum, ef frá eru talin skordýr?
Húsdýr, svo sem hundar, hestar, nautgripir og fleira, eru sennilega sá hópur dýra sem veldur mestu manntjóni á heimsvísu. Ef við horfum hins vegar eingöngu á villt hryggdýr eru óneitanlega nokkrir hópar sem koma upp í hugann sem reynst hafa manninum skeinuhættir. Hér verður fjallað um nokkra þeirra. Stórkettir ...
Hvernig veit ég hvort tiltekið fótspor er eftir tígrisdýr eða eitthvert annað dýr?
Þegar fótspor dýra eru greind er mikilvægt að huga að stærð þeirra. Tígrisdýr (Panthera tigris) eru mjög stór kattardýr og hjá stærstu karldýrunum geta fótsporin verið rúmlega 14 cm á lengd og 11,5 cm á breidd. Til samanburðar má nefna að hjá stórum úlfum, svo sem heimskautaúlfum sem sennilega eru stórfættustu hun...