Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Almennt er lítið um litadýrð meðal spendýra, til dæmis eru engin eiginleg græn spendýr til en sá litur finnst hins vegar víða meðal fugla, fiska, skriðdýra og skordýra, eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru til græn spendýr?

Liturinn á feldi spendýra ræðst af litarefninu melaníni. Það eru til tvö afbrigði af melaníni, feómelanín sem er gult-rautt og eumelanín sem er dökkbrúnt-svart. Það fer svo eftir samsetningu eða styrk þessara efna hvernig feldurinn er á litinn, allt frá gulum yfir í svart og alls konar gráir, brúnir og rauðbrúnir litatónar þar á milli. Auk þess er hvítur litur vel þekktur hjá spendýrum.

Litríkar dýrategundir hafa gjarnan góða litasjón og nýta sér liti í samskiptum, til dæmis til að laða að sér maka, eða gefa afræningjum (sem einnig hafa góða litasjón) til kynna að þær séu ekki fýsileg bráð. Spendýr hafa almennt mun verra litaskyn en til dæmis fuglar, eðlur og margir fiskar. Raunar eru flestar tegundir spendýra litblindar þannig að þær greina ekki rauðan lit frá grænum, að prímötum undanskildum. Litir gagnast spendýrum því ekki á sama hátt til samskipta við aðrar lífverur í umhverfinu heldur treysta þau meira á lykt og hljóð. Eins eru margar spendýrategundir næturdýr þar sem litir og litasjón skipta ekki máli heldur frekar góð nætursjón eða önnur skynfæri. Daufir litir spendýra geta hins vegar reynst ágætis felubúningur fyrir dýr sem lifa innan um botngróður eins og raunin er með mörg minni spendýr. Umhverfi og lífshættir spendýra hafa því ekki gert mikið til að ýta undir þróun litríkra tegunda þar sem litir veita þeim lítið forskot í lífsbaráttunni.

Fá spendýr eru jafn litskrúðug og mandríllinn (Mandrillus sphinx).

Þó eru til litrík spendýr og þar er mandríllinn (Mandrillus sphinx) fremstur í flokki. Mandríllinn er prímati af ætt stökkapa og á heimkynni sín í vestanverðri Mið-Afríku. Bæði karl- og kvendýrin eru grá eða brún að lit með ljósan kvið og gult skegg. Niður eftir andlitinu miðju er rauð rönd og bláleit húð sitt hvor megin við hana. Eins og oft í náttúrunni eru karldýrin þó litskrúðugari en kvendýrin og skarta afturenda í bláum, rauðum, bleikum og fjólubláum lit. Afturendi kvendýranna er rauður. Græna litinn vantar hins vegar alveg!

Heimildir og mynd:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.8.2023

Spyrjandi

Örn, ritstjórn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2023, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85191.

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2023, 29. ágúst). Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85191

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2023. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85191>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?
Almennt er lítið um litadýrð meðal spendýra, til dæmis eru engin eiginleg græn spendýr til en sá litur finnst hins vegar víða meðal fugla, fiska, skriðdýra og skordýra, eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru til græn spendýr?

Liturinn á feldi spendýra ræðst af litarefninu melaníni. Það eru til tvö afbrigði af melaníni, feómelanín sem er gult-rautt og eumelanín sem er dökkbrúnt-svart. Það fer svo eftir samsetningu eða styrk þessara efna hvernig feldurinn er á litinn, allt frá gulum yfir í svart og alls konar gráir, brúnir og rauðbrúnir litatónar þar á milli. Auk þess er hvítur litur vel þekktur hjá spendýrum.

Litríkar dýrategundir hafa gjarnan góða litasjón og nýta sér liti í samskiptum, til dæmis til að laða að sér maka, eða gefa afræningjum (sem einnig hafa góða litasjón) til kynna að þær séu ekki fýsileg bráð. Spendýr hafa almennt mun verra litaskyn en til dæmis fuglar, eðlur og margir fiskar. Raunar eru flestar tegundir spendýra litblindar þannig að þær greina ekki rauðan lit frá grænum, að prímötum undanskildum. Litir gagnast spendýrum því ekki á sama hátt til samskipta við aðrar lífverur í umhverfinu heldur treysta þau meira á lykt og hljóð. Eins eru margar spendýrategundir næturdýr þar sem litir og litasjón skipta ekki máli heldur frekar góð nætursjón eða önnur skynfæri. Daufir litir spendýra geta hins vegar reynst ágætis felubúningur fyrir dýr sem lifa innan um botngróður eins og raunin er með mörg minni spendýr. Umhverfi og lífshættir spendýra hafa því ekki gert mikið til að ýta undir þróun litríkra tegunda þar sem litir veita þeim lítið forskot í lífsbaráttunni.

Fá spendýr eru jafn litskrúðug og mandríllinn (Mandrillus sphinx).

Þó eru til litrík spendýr og þar er mandríllinn (Mandrillus sphinx) fremstur í flokki. Mandríllinn er prímati af ætt stökkapa og á heimkynni sín í vestanverðri Mið-Afríku. Bæði karl- og kvendýrin eru grá eða brún að lit með ljósan kvið og gult skegg. Niður eftir andlitinu miðju er rauð rönd og bláleit húð sitt hvor megin við hana. Eins og oft í náttúrunni eru karldýrin þó litskrúðugari en kvendýrin og skarta afturenda í bláum, rauðum, bleikum og fjólubláum lit. Afturendi kvendýranna er rauður. Græna litinn vantar hins vegar alveg!

Heimildir og mynd:...