Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 719 svör fundust
Hvaða menjar sjást eftir ísaldarjökulinn á Reykjavíkursvæðinu?
Ísaldarjökullinn sem lá yfir Reykjavík hefur skilið eftir sig fjölbreytilegar menjar. Þær blasa við nánast hvert sem litið er. Þegar jökullinn skreið af hálendinu, yfir láglendið og út til sjávar á höfuðborgarsvæðinu svarf hann og mótaði undirlag sitt með ýmsum hætti. Hann skildi eftir sig jökulrispur á klöppum en...
Hvað geturðu sagt mér um gosið í Holuhrauni veturinn 2014-2015?
Eldgosið sem myndaði Holuhraun 2014-2015 varð í eldstöðvarkerfi sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn. Það er eitt stærsta eldstöðvakerfi landsins, um 190 km langt og 25 km þar sem það er breiðast. Kerfið er að hluta undir norðvestanverðum Vatnajökli og tvær stórar megineldstöðvar tilheyra því. Þær kallast Bár...
Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi?
Í fullri lengd hljóðaði spurningin svona: Spurning mín er: Krabbar sem lifa í sjó og nærast á botninum í sínum heimkynnum veiðast stundum af slysni og koma úr sjó með öðrum afla. Sumar tegundir geta lifað jafnvel á 350 metra dýpi en aðrar tegundir krabba þrífast á þurru landi. Hvernig fer öndun þeirra fram? Hverni...
Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?
Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...
Getur vatn frosið ef það getur ekki þanist út?
Já, vatn getur frosið þótt það hafi ekki tök á að þenjast út en til þess þurfa hita- og/eða þrýstingsskilyrði að vera með mjög sérstökum hætti eins og hér verður greint frá. Eins og alkunna er þá þenst vatn út þegar það er fryst. Þetta gerist við 0°C við staðalþrýsting sem er ein loftþyngd. Þenslan kemur til a...
Er ísaldarjökull að hluta til valdur að jarðlagahalla á Íslandi eða er farg gosefna eina ástæðan?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna hallast hraunlögin í Steindórsstaðaöxl í Borgarfirði inn til landsins? Er það vegna jökuls eða yngra hraunlags sem þrýstir því niður? Af hverju hallar jarðlögunum á Austurlandi til vesturs en ekki í einhverja aðra átt? Síðarnefnda uppástungan, það er farg gosefna, e...
Hvaða líkur eru á að menn geti flust til annarra reikistjarna, og hvernig færum við þá að því?
Þetta er erfið spurning og umdeild eins og gengur því að vísindamenn eru ekki allir eins, frekar en annað fólk. Sumir eru eldhugar og bjartsýnismenn og halda að við getum flutt til Mars; það sé „ekkert mál“ eins og nú tíðkast að segja. Aðrir eru „jarð“bundnari og telja öll tormerki á að við getum komist til annarr...
Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?
Þegar talað er um súr, ísúr og basísk eldgos er verið að vísa til þess hvernig kvikan er sem kemur upp í eldgosinu. Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er. Hér verður þó ekki fjallað um mismunandi efnasamsetningu kviku þar ...
Hvað er vigursvið og hvað er mætti vigursviðs?
Flest höfum við hár á hausnum. Ef vel er að gáð sést að engin tvö hár deila sömu rótinni, að hvert þeirra stefnir í einhverja átt og hefur ákveðna lengd, og að stefna og lengd háranna breytist nokkuð jafnt og þétt. Hárgreiðsla er ekki eitt af orðunum sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um stærðfræði, en þrátt ...
Er virkilega hægt að poppa maísbaun með því að láta farsíma hringja umhverfis baunina, eins og sýnt er á myndböndum á Netinu?
Stutta svarið við spurningunni er nei. Myndböndin eru falsanir sem ýmist eru gerðar með klippingu og límingu eða að kröftugum örbylgjusendi er komið fyrir undir borðplötunni fyrir neðan baunina. Við vekjum athygli þeirra sem horfa á þessi myndbönd á gólfsíða borðdúknum sem einkennir flest þeirra. Í öllum þes...
Hvað er felling, botnfall og lausn?
Orðið felling hefur mismunandi og óskyldar merkingar, en vegna samhengisins við hin orðin í spurningunni á spyrjandi líklega við hið efnafræðilega fyrirbrigði sem einnig er kallað botnfelling og útfelling (e. precipitate eða precipitation) úr lausn. Lausn samanstendur af tveimur þáttum, leysinum (e. solvent) og...
Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?
Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disne...
Af hverju lyftast kökur í ofninum?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölda fyrirspurna um bakstur og lyftiefni. Margar þeirra spurninga eru birtar neðst í þessu svari. Það er ljóst að fjölmargir hafa ekki bara áhuga að bragða á kökunum heldur einnig að skilja betur efnafræði baksturs. Ýmis af þeim hráefnum sem koma við sögu í bakstri hjálpa til við ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hafliði Pétur Gíslason rannsakað?
Hafliði Pétur Gíslason er prófessor í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað veilur í hálfleiðandi og einangrandi þéttefni (e. condensed matter) allt frá doktorsnámi sínu. Veilur (e. defects) stjórna flestum hagnýtum eiginleikum þéttefnis, til að mynda stýra aðskotafrume...
Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?
Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...