Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8237 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið leyst úr deilu góðra félaga um sveitarnafnið Kaldakinn?

Í heild hljóðar spurningin svona:Er ekki hægt að leysa deilu góðra félaga um sveitarnafnið Kaldakinn? Er nafnið Kaldakinn, samanber norðankaldi t.d. og væri þá Kaldakinn um Kaldakinn o.s.frv. Eða Kaldakinn, um Köldukinn, frá Köldukinn o.s.frv. Gott væri að nokkur rökstuðningur væri með lausn þessarar deilu. Fj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku?

Vissulega eru til íslensk tökuorð í ensku en miklu fremur fornnorræn. Sem dæmi mætti nefna berserk (= berserkur), egg, geysir, jökulhlaup, rannsaka, saga, skata, sky (e. himinn, ísl. ský). Hafa þarf í huga að lítill munur var á norsku og íslensku á dögum víkinga sem sigldu frá Noregi í vesturátt og komu við á Bret...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað gerist þegar vatni er hellt úr íláti í þyngdarleysi?

Fleiri spurningar:Er hægt að hella vatni í þyngdarleysi? Og ef sú er raunin er þá hægt að lepja það úr loftinu? Hvað verður um vatn þegar að kemst út í geiminn? Flýtur það eða eitthvað annað? Hvað gerist ef þú hellir úr vatnsfötu úti í geimnum? Í geimstöðvum sem hringsóla um jörðina er nánast algjört þyngdarl...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er rjómi og hvernig er hann búinn til?

Einfalda svarið er að rjómi er búinn til úr mjólk, með því að skilja mjólkurfitu frá mjólkinni. Uppistaðan í mjólk er vatnsfasi (um 87% af mjólkinni) sem inniheldur aðallega prótín, fituefni/lípíð og kolvetni á formi mjólkursykurs/laktósa. Mjólkin inniheldur einnig vítamín og steinefni. Þegar mjólkin kemur bein...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað er þetta fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað matarlím? Matarlím er prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmiss konar rétti, búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Það gengur einnig undir heitinu ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað heitir sólin í næsta sólkerfi?

Þessu er ekki hægt að svara ennþá. Menn hafa á síðasta áratug eða svo verið að finna sífellt fleiri reikistjörnur eða merki um þær við nokkra tugi sólstjarna í nágrenni við sólkerfið okkar. Þar með segjum við að sólstjörnurnar sem um er að ræða séu í sólkerfi. Leitaraðferðirnar eru hins vegar ekki fullkomnari e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið "sorrý Stína"?

Óvíst er um uppruna orðasambandsins "sorrý Stína". Flestir, sem undirrituð hefur talað við, segjast ekki hafa heyrt það lengi þótt þeir kannist vel við það og hafi þekkt það í allnokkra áratugi. Sumir geta sér þess til að rekja megi orðasambandið aftur til stríðsáranna. Sú saga virðist vel þekkt að hermaður ha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er þessi rauði þráður?

Orðið þráður hefur fleiri en eina merkingu. Það merkir ‘band, ullarband, tvinni’, ‘taug, strengur’ og ‘uppistaða, burðarás, samhengi’. Sú síðasta á sennilega best við í samböndunum að eitthvað sé rauði þráðurinn í einhverju eða að eitthvað gangi eins og rauður þráður gegnum eitthvað ef litið er til upprunans. Í dö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er krækiber í helvíti?

Orðasambandið eins og krækiber í helvíti er notað í merkingunni ‛eitthvað hrekkur skammt, eitthvað er eins og dropi í hafið'. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari helmingi 19. aldar. Frá svipuðum tíma eru einnig samböndin eins og krækiber í ámu, eins og krækiber í sá (‛kerald'), eins og kræ...

category-iconSálfræði

Hvernig skynjum við með húðinni?

Spyrjandi bætir við: Í hverju felst sálfræði húðskynjunar og eru einhverjir sérfræðingar hérna á Íslandi í þessari grein? Hvernig skilgreinir maður húðskynjun yfir höfuð? Flestum finnst húðskynjun vera það sjálfsögð að við veltum því ekki fyrir okkur hvernig lífið væri án hennar. Hvernig þætti okkur til dæmis ef...

category-iconHeimspeki

Hvaða áhrif hafði Aristóteles á miðöldum og fyrir hvað var hann þekktur?

Aristóteles var þekktastur og áhrifamestur heimspekinga á miðöldum og með nokkrum rétti mætti kalla 12. og 13. öld aldir Aristótelesar. Þegar Tómas frá Akvínó vísar til Aristótelesar í ritum sínum lætur hann sér nægja að kalla hann “heimspekinginn” – allir vita við hvern er átt. Rit Aristótelesar voru uppgötvuð sm...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist þegar maður lætur braka í puttunum?

Hér er einnig svar við spurningunum:Er vont fyrir liðina að láta braka í puttunum?Er óhollt að láta braka í puttunum á sér?Það er alltaf verið að segja að maður fái liðagigt af því að láta braka í puttunum, en hvað gerist í raun og veru?Hvað gerist þegar látið er braka eða smella í liðamótum (til dæmis í puttum) o...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað eru nýyrði?

Íslenska orðið nýyrði samsvarar að flestu leyti því sem vísað er til með enska orðinu neologism, hinu norska orði neologisme og með sambærilegum orðum í mörgum fleiri málum. Á merkingunni er þó mikilvægur munur sem gert verður grein fyrir hér á eftir. Lítum á tvær erlendar skýringar á neologism(e): Úr alfræ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær verðum við eldri borgarar?

Upprunalega spurningin var: Hvert er viðmiðið við að teljast eldri borgari? „Eldri borgari“ er í sjálfu sér teygjanlegt hugtak. Almennt er litið svo á að sá sem hefur lokið föstu starfi og er kominn á eftirlaun sé eldri borgari. Á Íslandi er formlegur eftirlaunaaldur þegar fólk verður 67 ára, en þá hefur þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að borða háhyrninga?

Já, það er vel hægt að borða háhyrningakjöt. Höfundur þessa svars smakkaði eitt sinn háhyrning í veislu og getur því staðhæft að kjöt af þessum stórvaxna höfrungi bragðast ágætlega. Háhyrningar (Orchinus orca) hafa í einhverjum mæli verið veiddir vegna kjötsins. Þeir hafa einnig verið fangaðir til sýningarhalds...

Fleiri niðurstöður