Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9915 svör fundust
Er eitthvað til í því að morgunroði boði vætu en kvöldroði þurrk? Ef svo er, hvers vegna?
Gömul trú er að morgunroðinn væti en kvöldroðinn bæti og er þá þurrkur talinn til bóta. Erfitt er að leggja mat á hversu marktæk þessi regla er. Við hefðbundnar veðurathuganir er roði á himni ekki skráður, svo að leita þyrfti annarra heimilda eða gera sérstakar athuganir um nokkra hríð. Hugsanlega mætti met...
Hvað eru jökulsker og hvernig myndast þau?
Eins og „geysir“ er alþjóðaorð fyrir goshveri er grænlenska orðið „nunatak“ alþjóðaorð fyrir jökulsker. Orðið vísar til fjallstinda eða hryggja sem standa upp úr jökli, líkt og sker standa upp úr sjó. Dæmi um jökulsker eru mörg á Íslandi, en meðal hinna þekktari eru Esjufjöll í Breiðamerkurjökli. Esjufjöll kljúfa ...
Hvers konar ríma er Tímaríma?
Árið 1783 kom út í Hrappsey hin óvenjulega Tímaríma Jóns Sigurðssonar Dalaskálds (1685-1720) en hún var áður prentuð í Kaupmannahöfn 1772. Rímur voru almennt kveðnar til skemmtunar og ein helsta dægradvöl þjóðarinnar í aldanna rás. Tímaríma er engin undantekning frá því en hún er um leið gagnrýnin og sver sig í æt...
Hvaða áhrif hefur aukin notkun löggæslumyndavéla á réttarvitund hins "almenna borgara"?
Samkvæmt áfangaskýrslu sem gerð var á vegum Lögreglunnar í Reykjavík, kemur fram að ein ástæðan fyrir því að eftirlitskerfi var sett upp í miðbæ Reykjavíkur er sú að flestir glæpir eru háðir tilviljun og tækifæri en á slíkum glæpum er erfitt að ná tökum nema með stöðugri vöktun. Menn vonuðust til að með því að set...
Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?
Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum í framhaldi af því að púðrið var fundið upp. Flugeldur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blön...
Hvað er gosaska?
Í stuttu máli er gosaska fínkornótt mylsna af hraðkældri bergbráð. Askan myndast þegar glóandi bráð freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út við þrýstilétti, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tappinn er tekinn af. Mylsnan kólnar svo hratt að kristallar mynd...
Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?
Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun (Photosynthesis). Með ljóstillífun framleiðir plantan næringarefni eins og kolvetni, prótín og fleira. Dýr og men...
Er til alíslenskt orð yfir tennis?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til alíslenskt orð yfir tennis? Það er ekki tökuorð eins og tennis er. Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að finna íslenskt heiti fyrir tennis. Orðið er væntanlega tökuorð beint úr ensku. Eldra heiti er lawn-tennis (af lawn „flöt“, það er vallartennis) og...
Hvað viðheldur hita í möttli jarðar og mun kvikan þar einhvern tíma klárast?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað viðheldur þeim mikla hita sem er í möttli jarðar í gegnum alla jarðsöguna og hvaðan kemur allt það mikla magn gosefna og hvað fæðir möttulinn af nýju efni? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvers vegna er kjarni jarðar heitur? er yfirborð jarðkjarnans mörg hundr...
Hver var Arkímedes?
Lesa má um Arkímedes á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig dó Arkímedes? Hér verður aðeins bætt við það svar. Arkímedes var grískur stærð- og eðlisfræðingur. Talið er að hann hafi fæðst um 287 f. Kr. og dáið árið 212 f. Kr. Arkímedes reiknaði meðal annars út yfirborð kúlu og rúmmál kúlu og sívalnings...
Vitið þið hvernig flekaveiðar fóru fram?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Getið þið fundið út hvernig svokallaðar flekaveiðar fóru fram? Flekaveiðar eru taldar hafa byrjað við Drangey og þar voru þær stundaðar um aldir og er þeim því hér lýst eins og þær fóru fram þar. Sú munnmælasaga hefur gengið í Skagafirði að flekaveiðar við Drangey m...
Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð?
Almennt gildir hið þveröfuga. Rík lönd hafa mun meiri hag af viðskiptum innbyrðis en af viðskiptum við fátæk lönd. Skiptir þá engu hve stór fyrirtækin sem eiga í viðskiptunum eru. Sem dæmi má nefna að viðskipti Bandaríkjamanna við nágranna sína fyrir norðan, Kanada, skipta Bandaríkjamenn miklu meira máli en við...
Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin?
Spurningin í heild var sem hér segir:Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin? Þ.e. maður myndi halda að sjór ætti að dreifast jafnt yfir alla jörðina á milli "fjalla". Ætti þá ekki líka að hafa verið þurrt land andspænis Pangeu? Einn að pæla. Stutta svarið...
Hvað er yfirborðsspenna?
Taktu málningarpensil, dýfðu honum í vatn og dragðu hann síðan upp aftur. Þá sérðu að hárin á honum loða saman; nú fyrst má draga með honum fínar línur. Sams konar fyrirbæri sést þegar maður með úfið hár bleytir það þannig að það klessist niður. Oft er sagt að hárin loði saman vegna þess að þau séu blaut. Ef h...
Hvert berst gosaska?
Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafallanda og vindstefnu og styrk. Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafnframt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að ja...