Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1003 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Er það rétt að áætlað hitastig við landnám hafi verið um 15°C hlýrra en það er í dag?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Nei það er ekki rétt og reyndar mjög fjarri lagi. Í fróðlegu svari eftir Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna? er fjallað um rannsóknir á ískjörnum úr Grænlandsjökli og jökli Suðurskautslandsins. S...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er monsún og hvernig myndast hann?

Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Nafnið er dregið af arabísku orði, mausim eða mawsim sem þýða mun árstíð. Arabar stunduðu snemma milliríkjaviðskipti á þessum slóðum og nýttu sér monsúnvinda...

category-iconHeimspeki

Hver var Johann Gottfried Herder og hverjar voru hugmyndir hans um Evrópuþjóðir og þjóðir almennt?

Johann Gottfried Herder (1744-1803) var fæddur í bænum Mohrungen í Austur-Prússlandi (nú Morag í Póllandi). Hann lærði guðfræði, heimspeki og bókmenntir við háskólann í Königsberg, þar sem hann kynntist meðal annars bæði Immanúel Kant (1724-1804) og Johann Georg Hamann (1730-1788), en hinn síðarnefndi var einn áhr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?

Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða for...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig í ósköpunum kom Hannibal fílum yfir ískalda Alpana?

Leiðin sem Hannibal fór er ekki þekkt í öllum smáatriðum þótt fornir sagnaritarar greini frá leiðangrinum í löngu máli. Enn fremur er ekki alltaf ljóst hvaðan upplýsingar sagnaritaranna koma og vert að velta því aðeins fyrir sér áður en lengra er haldið. Elsta og besta ritaða heimildin um Alpaför Hannibals, sem en...

category-iconHagfræði

Hvað eru skattaskjól og hvenær urðu þau til?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvernig bý ég til aflandsfélag í skattaskjóli án þess að nokkur komist að því? Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegar skattaparadísir? Á síðustu áratugum hefur heimurinn skroppið saman í eitt markaðssvæði. Fyrirtæki, sem áður einskorðuðu starfsemi sína við eitt þjóð...

category-iconHagfræði

Hvað er arður, samkvæmt skilningi hagfræðinnar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skilgreinir hagfræðin hugtakið „arður“? Getur fyrirtæki tekið út arð ef það skuldar? Þá ekki lögfræðilega, heldur samkvæmt skilgreiningunni á orðinu. Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend. Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri t...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Heil og sæl, við erum nemendur í grunnskóla og erum að vinna verkefni um Jósef Stalín. Við vorum að velta fyrir okkur hvaða hluti hann hefur gert sem hafa leitt til góðs. Jósef Stalín (1879-1953) var leiðtogi Sovétríkjanna í næstum 30 ár. Á Vísindavefnum hefur áður verið f...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19?

Afbrigði veira eru skilgreind út frá mismun í erfðaefni þeirra.[1] Veirur fjölga sér kynlaust og stökkbreytingar sem verða í erfðaefni þeirra geta haft áhrif á hæfni þeirra í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir dramatískt nafn eru stökkbreytingar aðeins frávik í erfðaefni sem geta haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á hæ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig grafa ár sig niður?

Þessu verður ekki betur svarað en með lýsingu Þorleifs heitins Einarssonar í jarðfræðibókum hans, fyrst Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968).[1] „Rennandi vatn er iðið við mótun landslags og raunar afkastadrýgst útrænu aflanna í þeirri iðju. Hreint vatn vinnur þó lítið á föstu bergi nema undir fossum og í kröpp...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að rækta kjöt á tilraunastofu?

Stutta svarið er já. Framfarir í frumulíffræði og erfðafræði hafa gert kjötræktun á tilraunastofu mögulega. Stofnfrumur dýra (til dæmis nautgripa) eru einangraðar og þeim gefin næring og svokallaðir vaxtarþættir. Þættirnir hvetja frumurnar til þess að þroskast í vöðva- og fitufrumur. Úr slíkum tilraunum hefur frum...

category-iconFornfræði

Er það satt að Forngrikkir og aðrar gamlar menningarþjóðir hafi verið litblindar?

Þetta er áhugaverð spurning sem vert er að skoða nánar. Það er líklega einkum tvennt sem leiðir til hennar. Í fyrsta lagi eru meira og minna allar varðveittar styttur Forngrikkja ómálaðar, annaðhvort hvítar marmarastyttur eða bronslitar eirstyttur. Í öðru lagi hafa nútímamenn stundum furðað sig á því hvernig fornm...

category-iconHagfræði

Hversu miklar tekjur hefur ríkissjóður haft af veiðigjöldum síðan 2005 á verðlagi ársins 2015?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi hafa köngulær verið á Íslandi og hvernig komust þær hingað?

Upprunalega spurningin tók til nokkurra þátta og hluta hennar er svarað í öðru svari eftir sama höfund. Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslenskar tegundir, þ...

category-iconHugvísindi

Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?

Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...

Fleiri niðurstöður